Fara í efni

Fornós 5 - Umsókn um breikkun á innkeyrslu

Málsnúmer 2507105

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 79. fundur - 10.07.2025

Magnús Þórarinn Thorlacius og Guðrún Hildur Magnúsdóttir lóðarhafar Fornós 5 á Sauðárkróki sækja um breikkun á innkeyrslu lóðarinnar um 3,8 metra til suðurs. Með þessu móti er hægt að koma öllum bílum heimilisins af götunni sem eykur öryggi og auðveldar einnig snjómokstur.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðna breikkun á innkeyrslu en minnir á að verkið skal unnið í samráði við Veitu- og framkvæmdasvið Skagafjarðar.