Landsnet sækir um færslu línuleiðar Blöndulínu 3 í gegnum land Starrastaða L146225 í Skagafirði í samræmi við óskir landeigenda. Er því óskað eftir breytingu á tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2025-2040 sem er í yfirferð Skipulagsstofnunar.
Með erindinu fylgja ásýndarmyndir af mögulegri færslu línuleiðarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að sýna tvær útfærslur línuleiðar Blöndulínu 3 í landi Starrastaða í tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2025-2040. Umhverfisáhrif eru mjög sambærileg eftir útfærslum og hafa ekki áhrif á aðra. Skipulagsnefnd telur mikilvægt að kynna þessar útfærslur áður en ákvörðun er tekin og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun uppfærð gögn til yfirferðar.
Með erindinu fylgja ásýndarmyndir af mögulegri færslu línuleiðarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að sýna tvær útfærslur línuleiðar Blöndulínu 3 í landi Starrastaða í tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2025-2040. Umhverfisáhrif eru mjög sambærileg eftir útfærslum og hafa ekki áhrif á aðra. Skipulagsnefnd telur mikilvægt að kynna þessar útfærslur áður en ákvörðun er tekin og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun uppfærð gögn til yfirferðar.