Fara í efni

Blöndulína 3 - BL3 - Beiðni um nýja línuleið um land Starrastaða L146225

Málsnúmer 2507104

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 79. fundur - 10.07.2025

Landsnet sækir um færslu línuleiðar Blöndulínu 3 í gegnum land Starrastaða L146225 í Skagafirði í samræmi við óskir landeigenda. Er því óskað eftir breytingu á tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2025-2040 sem er í yfirferð Skipulagsstofnunar.
Með erindinu fylgja ásýndarmyndir af mögulegri færslu línuleiðarinnar.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að sýna tvær útfærslur línuleiðar Blöndulínu 3 í landi Starrastaða í tillögu að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2025-2040. Umhverfisáhrif eru mjög sambærileg eftir útfærslum og hafa ekki áhrif á aðra. Skipulagsnefnd telur mikilvægt að kynna þessar útfærslur áður en ákvörðun er tekin og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun uppfærð gögn til yfirferðar.