Fara í efni

Kaupsamningur á eignum Skagfirskra leiguíbúða hses

Málsnúmer 2506142

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 152. fundur - 25.06.2025

Lögð fram drög að kaupsamningi milli Brákar íbúðafélags hses., kt. 550722-0970 og Skagfirskra leiguíbúða hses., kt. 621216-1200 þar sem aðilar gera með sér samning um kaup Brákar á öllum eignum Skagfirskra leiguíbúða. Með kaupunum tekur Brák yfir öll réttindi og allar skuldbindingar Skagfirskra leiguíbúða. Skagfirskar leiguíbúðir skulda sveitarfélaginu Skagafirði 20.000.000 króna og við kaupin er gert ráð fyrir að Brák íbúðafélag tekst á hendur skuldabréf án vaxta og verðbóta að fjárhæð 10.080.000 króna og Skagafjörður breytir því sem eftirstendur í stofnframlag samkvæmt reglum og lögum um stofnframlög.

Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirkomulag greiðslu skuldar Skagfirskra leiguíbúða hses. við Skagafjörð og heimild til sölunnar fyrir sitt leyti.