Fara í efni

Fyrirspurn um Tónlistarskóla Skagafjarðar

Málsnúmer 2506138

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 152. fundur - 25.06.2025

Lagður fram tölvupóstur frá Álfhildi Leifsdóttur, fulltrúa VG og óháðra, dagsettur 19. júní sl. Í tölvupóstinum ber Álfhildur upp fyrirspurn svohljóðandi:
"Ég óska eftir svörum við eftirfarandi á næsta byggðaráðsfundi:
Þann 28. maí 2024 dæmdi Héraðsdómur Norðurlands vestra í máli þriggja kennara við Tónlistarskóla Skagafjarðar vegna vangoldinna launa vegna aksturs milli starfsstöðva skólans á árunum 2016-2019. Héraðsdómur taldi að kennararnir hefðu unnið vinnuskyldu sína og aksturinn verið þess utan, því skyldi sveitarfélagið greiða einum kennara 2,1 milljón, öðrum 1,9 milljónir og þriðja 2,7 auk alls málskostnaðar.

Á fundi byggðarráðs þann 11. september 2024 samþykkti Byggðarráð Skagafjarðar með tveimur atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, að lögmanni sveitarfélagsins verði falið að áfrýja til Landsréttar þessum þremur dómum.

Með vísan til framangreinds er óskað eftir svörum við eftirfarandi:
1. Hefur dómnum verið áfrýjað til Landsréttar, og ef svo er, hvenær fór/fer áfrýjunin fram?
2. Ef ekki hefur verið áfrýjað ? hvaða ákvörðun hefur verið tekin í málinu og hver er staða þess nú?
3. Hafa bæturnar samkvæmt dómi verið greiddar til viðkomandi kennara, að hluta eða í heild?
4. Hver hefur verið heildarkostnaður sveitarfélagsins vegna þessa máls til dagsins í dag (þ.m.t. lögfræðikostnaður og málskostnaður)?

Kveðja, Álfhildur"

Veitt eru eftirfaraindi svör við fyrirspurninni:
1. Hefur dómnum verið áfrýjað til Landsréttar, og ef svo er, hvenær fór/fer áfrýjunin fram?
Já, dómnum var áfrýjað í samræmi við ákvörðun byggðarráðs á 112. fundi þess. Áfrýjunarstefnur voru gefnar út 11. september 2024.

2. Ef ekki hefur verið áfrýjað ? hvaða ákvörðun hefur verið tekin í málinu og hver er staða þess nú?
Dómnum var áfrýjað samanber svar við lið 1. Búast má við að málin verði á dagskrá Landsréttar í september eða október á þessu ári.

3. Hafa bæturnar samkvæmt dómi verið greiddar til viðkomandi kennara, að hluta eða í heild?
Nei, bætur eru ekki greiddar nema dómur héraðsdóms verði staðfestur í Landsrétti en verði niðurstaðan á anna veg geta bæturnar fallið niður.

4. Hver hefur verið heildarkostnaður sveitarfélagsins vegna þessa máls til dagsins í dag (þ.m.t. lögfræðikostnaður og málskostnaður)?
Heildarkostnaður sveitarfélagsins vegna þessa máls er 4,9 milljónir frá árinu 2019 til dagsins í dag.