Fara í efni

Styrkbeiðni v. utanvegahlaups

Málsnúmer 2506095

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 36. fundur - 19.06.2025

Lagður fram tölvupóstur frá Steinunni Gunnsteinsdóttur f.h. skipuleggjenda Molduxa trail. Beiðni um frían aðgang í sundlaugar Skagafjarðar fyrir þátttakendur í Molduxa trail hlaupinu sem áætlað er að halda í ágúst nk. Nefndin fagnar framtakinu og samþykkir að veita frían aðgang fyrir skráða þátttakendur í sundlaugina á Sauðárkróki.

Guðlaugur Skúlason og Jóhanna Ey Harðardóttir viku af fundi undir þessum lið.