Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (strandveiðar), 429. mál
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 12. júní nk.
Byggðarráð Skagafjarðar bendir á nauðsyn þess að íslensk stjórnvöld stuðli að sjálfbærum fiskveiðum, þannig að stjórnun veiða í hafinu umhverfis Ísland sé markviss og í samræmi við bestu þekkingu, m.a. ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Að auki er nauðsynlegt að veiðar séu í samræmi við þá aflareglu sem stjórnvöld hafa sett sér. Nauðsynlegt er því að fram komi hvaðan á að taka þær aflaheimildir sem þarf til að auka við afla strandveiðimanna á yfirstandandi fiskveiðiári og komandi árum, í samræmi við stefnu stjórnvalda.
Byggðarráð bendir jafnframt á að það er til þess fallið að stuðla að vandaðri lagasetningu að gefinn sé nægjanlegur tími til samráðs og umsagna í gegnum m.a. Samráðsgátt stjórnvalda og með tilhlýðilegum tímafresti umsagna frá nefndum Alþingis.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 12. júní nk.
Byggðarráð Skagafjarðar bendir á nauðsyn þess að íslensk stjórnvöld stuðli að sjálfbærum fiskveiðum, þannig að stjórnun veiða í hafinu umhverfis Ísland sé markviss og í samræmi við bestu þekkingu, m.a. ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Að auki er nauðsynlegt að veiðar séu í samræmi við þá aflareglu sem stjórnvöld hafa sett sér. Nauðsynlegt er því að fram komi hvaðan á að taka þær aflaheimildir sem þarf til að auka við afla strandveiðimanna á yfirstandandi fiskveiðiári og komandi árum, í samræmi við stefnu stjórnvalda.
Byggðarráð bendir jafnframt á að það er til þess fallið að stuðla að vandaðri lagasetningu að gefinn sé nægjanlegur tími til samráðs og umsagna í gegnum m.a. Samráðsgátt stjórnvalda og með tilhlýðilegum tímafresti umsagna frá nefndum Alþingis.