Fara í efni

Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (strandveiðar)

Málsnúmer 2506076

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 150. fundur - 12.06.2025

Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um stjórn fiskveiða (strandveiðar), 429. mál

Frestur til að senda inn umsögn er til og með 12. júní nk.

Byggðarráð Skagafjarðar bendir á nauðsyn þess að íslensk stjórnvöld stuðli að sjálfbærum fiskveiðum, þannig að stjórnun veiða í hafinu umhverfis Ísland sé markviss og í samræmi við bestu þekkingu, m.a. ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Að auki er nauðsynlegt að veiðar séu í samræmi við þá aflareglu sem stjórnvöld hafa sett sér. Nauðsynlegt er því að fram komi hvaðan á að taka þær aflaheimildir sem þarf til að auka við afla strandveiðimanna á yfirstandandi fiskveiðiári og komandi árum, í samræmi við stefnu stjórnvalda.

Byggðarráð bendir jafnframt á að það er til þess fallið að stuðla að vandaðri lagasetningu að gefinn sé nægjanlegur tími til samráðs og umsagna í gegnum m.a. Samráðsgátt stjórnvalda og með tilhlýðilegum tímafresti umsagna frá nefndum Alþingis.