Fara í efni

Málefni félagsheimilisins Ketiláss

Málsnúmer 2505203

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 148. fundur - 27.05.2025

Katrín Sigmundsdóttir, Íris Jónsdóttir og María Þ. Númadóttir, fulltrúar frá kvenfélaginu Framtíðinni, sátu fundinn undir þessum lið.

Katrín Sigmundsdóttir sendi tölvupóst til sveitarstjóra þann 22. maí sl. og óskaði eftir að fá að koma með fulltrúum kvenfélagsins Framtíðarinnar á fund byggðarráðs til að ræða um eignarhald á félagsheimilinu Ketilási, en byggðarráð samþykkti á 133. fundi sínum, þann 12. febrúar sl. að höfða eignardómsmál til að skýra eignarhald á fjórum félagsheimilum og var Ketilás þar á meðal. Málið verður dómtekið 10. júní næstkomandi. Farið var yfir málið undir þessum lið.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við kvenfélagið Framtíðina.

Byggðarráð Skagafjarðar - 149. fundur - 04.06.2025

Málið var áður tekið fyrir á 148. fundi byggðarráðs 27. maí sl.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að verða við beiðni kvenfélagsins Framtíðarinnar um að fresta fyrirtöku máls fyrir dómstólum er varðar eignarhald félagsheimilisins Ketiláss, á meðan aflað er frekari gagna um málið. Sveitarstjóra er falið að koma tilkynningu þess efnis til lögmanns sveitarfélagsins.