Fara í efni

Borgarflöt 7 - Umsókn um breytingu á áður samþykktum aðaluppdráttum

Málsnúmer 2505181

Vakta málsnúmer

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 63. fundur - 22.05.2025

Fyrir liggur umsókn þinglýstra eigenda fasteigna í fjöleignahúsi sem stendur á lóðinni númer 7 við Borgarflöt á Sauðárkróki, L229074 um að fá samþykkta uppfærða aðaluppdrætti, sem samþykktir eru af byggingarfulltrúa Skagafjarðar 27. október 2023. Uppdrættir eru gerðir af VHÁ verkfræðistofu ehf. Ívari Haukssyni, breyting dags. 8 apríl 2025.
Breytingin varðar víxlun fjögurra eininganúmera sem eru:
Eininganúmer 0106 verður 0110. (Fasteignanúmer F2533038 verður óbreytt.)
Eininganúmer 0107 verður 0109. (Fasteignanúmer F2533037 verður óbreytt.)
Eininganúmer 0109 verður 0107. (Fasteignanúmer F2533035 verður óbreytt.)
Eininganúmer 0110 verður 0106. (Fasteignanúmer F2533034 verður óbreytt.)
Ástæða umsóknar er að við gerð kaupsamninga víxlast eininganúmer, þ.e.a.s. þau eininganúmer sem áður er getið, þar sem ekki var stuðst við samþykkt gögn við gerð þeirra samninga.
Byggingafulltrúi samþykkir erindið en bendir jafnframt á þar sem gerðar eru breytingar á fjöleignarhúsi eða innbyrðis eignatilfærslur sem breyta eða raska eignaskiptayfirlýsingu og eða eignarhlutföllum skulu eigendur án ástæðulauss dráttar gera nýja eignaskiptayfirlýsingu og láta þinglýsa henni.