Fara í efni

Leiga á Írafelli

Málsnúmer 2505083

Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 26. fundur - 15.05.2025

Leigusamningur Fjallskilasjóðs Lýtingsstaðahrepps frá árinu 1989 vegna Írafells við íslenska ríkið lagður fram. Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að leita álits fjallskiladeildar framhluta Skagafjarðar á þörfum þess að halda áfram leigu landsins eða hvort segja skuli upp samningnum.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 27. fundur - 28.05.2025

Á fundi Landbúnaðar- og innviðanefndar þann 15. maí sl. var samþykkt að leita álits Fjallskiladeilda framhluta Skagafjarðar á þörfum þess að halda áfram leigu Írafells eða hvort segja skuli upp samningnum. Svör hafa nú borist bæði frá Fjallskiladeild Hofsafréttar og Fjallskiladeild framhluta Skagafjarðar og er ekki er talin þörf á leigu landsins.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að segja upp samningnum frá og með næstu áramótum. Sveitarstjóra er falið að hafa samband við ráðuneytið vegna þessa.