Fara í efni

Ósk um leigu á íþróttahúsi

Málsnúmer 2505029

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 35. fundur - 19.05.2025

Kennarasamband Norðurlands vestra óskar eftir afnotum af íþróttahúsinu á Sauðárkróki fyrir haustþing sambandsins sem haldið verður þann 29. ágúst nk. Viðburðurinn raskar lítið hefðbundinni starfsemi í íþróttahúsinu þennan dag. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir með öllum greiddum atkvæðum að leigja íþróttahúsið til Kennarasambands Norðurlands vestra til veisluhalda með vísan í gjaldskrá íþróttamannvirkja í Skagafirði.
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.