Samráð; Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra
Málsnúmer 2504220
Vakta málsnúmerFélagsmála- og tómstundanefnd - 35. fundur - 19.05.2025
Lagður fram tölvupóstur dags. 30. apríl 2025 þar sem heilbrigðisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 82/2025, „Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 125/1999, um málefni aldraðra". Með frumvarpinu er ætlunin að fækka færni- og heilsumatsnefndum í hverju heilbrigðisumdæmi og setja í þeirra stað eina nefnd fyrir landið allt. Umsagnarfrestur er til og með 21. maí 2025.