Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 271. mál - Stefnur og aðgerðaáætlanir á sviði húsnæðis- og skipulagsmála, samgöngu og byggðamála (stefnumörkun).
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 25. apríl nk.
Byggðarráð Skagafjarðar tekur undir umsögn Byggðastofnunar um að gjalda varhug við að leggja af sérstaka stefnu í byggðamálum sem Alþingi hefur falið ríkisstjórninni að vinna að. Byggðaáætlun er mikilvægt tæki til að vinna að því að innviðir og þjónusta mæti þörfum samfélaga og leitast við að tryggja sjálfbærar byggðir um land allt. Byggðaáætlun byggist á heildstæðri stefnumörkun ráðherra og samhæfingu og samspili við aðrar áætlanir ríkisins. Verklag við gerð byggðaáætlunar hefur reynst vel og því full ástæða til að byggja áframhaldandi þróun á því góða verklagi í stað þess að Alþingi Íslendinga veiki eða leggi sérstaka stefnu í byggðamálum af. Það yrðu dapurleg skilaboð frá þjóðþinginu til samfélaga á landsbyggðinni.
Frestur til að senda inn umsögn er til og með 25. apríl nk.
Byggðarráð Skagafjarðar tekur undir umsögn Byggðastofnunar um að gjalda varhug við að leggja af sérstaka stefnu í byggðamálum sem Alþingi hefur falið ríkisstjórninni að vinna að. Byggðaáætlun er mikilvægt tæki til að vinna að því að innviðir og þjónusta mæti þörfum samfélaga og leitast við að tryggja sjálfbærar byggðir um land allt. Byggðaáætlun byggist á heildstæðri stefnumörkun ráðherra og samhæfingu og samspili við aðrar áætlanir ríkisins. Verklag við gerð byggðaáætlunar hefur reynst vel og því full ástæða til að byggja áframhaldandi þróun á því góða verklagi í stað þess að Alþingi Íslendinga veiki eða leggi sérstaka stefnu í byggðamálum af. Það yrðu dapurleg skilaboð frá þjóðþinginu til samfélaga á landsbyggðinni.