Skipulagsnefnd - 72
Málsnúmer 2504026F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 38. fundur - 14.05.2025
Fundargerð 72. fundar skipulagsnefndar frá 30. apríl 2025 lögð fram til afgreiðslu á 38. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Gísli Sigurðsson, Sveinn Þ Finster Úlfarsson, Álfhildur Leifsdóttir, Einar E Einarsson, með leyfi varaforseta, Sveinn Þ Finster Úlfarsson, Einar E Einarsson, með leyfi forseta, kvöddu sér hljóðs.
-
Skipulagsnefnd - 72 Farið yfir samantekt á ábendingum sem fram komu á kynningarfundi og í umræðum á þemaskiptu stöðvunum í kjölfarið vegna vinnslutillögu Aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040 þann 2. apríl síðastliðinn.
Ábendingar verða nýttar í áframhaldandi vinnu við tillögu að Aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra leggur fram bókun:
VG og óháð benda á að áður en lagt er í meiri kostnað vegna undirbúnings og framkvæmda við nýtt tjaldsvæði á Sauðárkróki, sé brýnt að meirihluti sveitarstjórnar taki formlega afstöðu til framtíðarreksturs tjaldsvæða í eigu sveitarfélagins í heild en fram hefur komið tillaga um að skoða sölu þeirra.
Því er ljóst að nokkur óvissa ríkir um framtíð núverandi tjaldsvæða í sveitarfélaginu og því eðlilegt að liggi fyrir heildarstefna um framtíð tjaldsvæðanna í eigu sveitarfélagsins áður en fjármunum og tíma er varið í frekari vinnu við áætlanagerð nýs tjaldsvæðis á Sauðárkróki.
Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra ítrekar bókun frá fundi nefndarinnar: VG og óháð benda á að áður en lagt er í meiri kostnað vegna undirbúnings og framkvæmda við nýtt tjaldsvæði á Sauðárkróki, sé brýnt að meirihluti sveitarstjórnar taki formlega afstöðu til framtíðarreksturs tjaldsvæða í eigu sveitarfélagins í heild en fram hefur komið tillaga um að skoða sölu þeirra. Því er ljóst að nokkur óvissa ríkir um framtíð núverandi tjaldsvæða í sveitarfélaginu og því eðlilegt að liggi fyrir heildarstefna um framtíð tjaldsvæðanna í eigu sveitarfélagsins áður en fjármunum og tíma er varið í frekari vinnu við áætlanagerð nýs tjaldsvæðis á Sauðárkróki.
Gísli Sigurðsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:
Markmiðið með því að hafa inni í núverandi vinnslutillögu að Aðalskipulagsbreytingu þessa tvo kosti um tjaldsvæði á Sauðárkróki er að fá umræðu og skoðanir íbúa á framtíðar fyrirkomulagi og staðsetningu tjaldsvæðis fyrir almennu umferðina en einnig vegna álagspunkta sem verða þegar stórir íþróttaviðburðir eru á Sauðárkróki. Að lokinni þeirri vinnu sem nú er í gangi og samþykktar á uppfærðu Aðalskipulagi verður megin stefna sveitarfélagsins um framtíðar staðsetningu og fyrirkomulag ljós. Í framhaldi af því þarf svo að taka ákvörðun um uppbyggingu og uppbyggingarhraða svæðisins eða svæðanna ásamt því að útfæra þau nánar með gerð deiliskipulags. Það er ekkert í þessu ferli sem þarf að hafa neikvæð áhrif á möguleika þess að selja rekstur tjaldsvæðanna því það er útfærsluatriði hvernig rekstur tjaldsvæðis í uppbygginu er boðinn til sölu og þá með hvaða kröfum.
Afgreiðsla 72. fundar skipulagnefndar staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar 14. maí 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 72 Lagt fram erindi frá Fjáreigendafélagi Sauðárkróks dags. 15.04.2025 þar sem óskað er eftir við vinnslu Aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040 að félaginu verði fundið nýtt landsvæði/athafnarsvæði fyrir skipulagða fjárhúsabyggð, fjárborg sem tæki við af núverandi svæði félagsins á Nöfunum þar sem núverandi svæði á að skipuleggja sem framtíðar íbúðarsvæði Sauðárkróks.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að þakka fyrir erindið en bendir jafnframt á að um framtíðarstefnu sé að ræða og ekki verið að taka landsvæðið undir önnur not á næstu árum. Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar skipulagnefndar staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar 14. maí 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 72 Björn Magnús Árnason frá Stoð ehf. verkfræðistofu fór yfir drög af deiliskipulagstillögu fyrir Athafnarsvæði - Sauðárkrókur - AT-403.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins. Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar skipulagnefndar staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar 14. maí 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 72 Lögð fram umsókn Regínu Sigurðardóttur fyrir hönd forsætisráðuneytisins dags. 26.02.2025 um stofnun þjóðlendu, Silfrastaðaafrétt í Skagafirði.
Umsókn um stofnun fasteignar (þjóðlendu), sbr. 14. gr. laga um skráningu, merki og mat fasteigna, nr. 6/2001, með síðari breytingum.
Landsvæði það sem óskast stofnað er þjóðlenda skv. úrskurðum óbyggðanefndar í máli nr. 2/2009, dags. 11. október 2011 og í máli nr. 4/2008, dags. 19. júní 2009 og dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. 24/2010, dags. 13. maí 2013. Um hana fer eftir ákvæðum laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998, með síðari breytingum.
Landeigandi: íslenska ríkið, skv. 2. gr. laga nr. 58/1998.
Fyrirsvarsmaður: Forsætisráðherra skv. d-lið, 7. tölul. 1. gr. forsetaúrskurðar nr. 6/2022 um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.
Land innan eftirfarandi marka, þ.e. Silfrastaðaafrétt er þjóðlenda.
Afmörkun svæðisins sbr. úrskurði óbyggðanefndar, dómsorðum Héraðsdóms Norðurlands vestra:
Texti sem er feitletraður hefur verið bætt við þar sem mörk þjóðlendunnar eru úrskurðuð í tveimur málum hjá óbyggðanefnd (málum 2/2009 og 4/2008) og þar sem sveitarfélagamörk ráða mörkum.
Úr úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 2/2009:
Upphafspunktur þar sem Grjótá fellur í Heiðará á sýslumörkum í Norðurárdal (si1).
Þaðan er haldið með Grjótá og síðan eystri Grjótárdal, yfir Grjótárdalsdrög að fyrrum hornmarki milli Akrahrepps, Skriðuhrepps og Öxnadalshrepps (si2). Síðan er fyrrum hreppamörkum Akrahrepps og Skriðuhrepps fylgt samkvæmt leiðréttum sveitarfélagamörkum eftir Lúpá (si2a) og 1179m hæðarpunkt (si2b) í Ólafarhnjúkum og áfram allt að fyrrum hornmarki milli Akrahrepps, Skriðuhrepps og Hólahrepps við Hjaltadalsjökul (si3). Þaðan með fyrrum hreppamörkum Akrahrepps og Hólahrepps um Suðurárdalshnjúk í Reykjanibbu (1302 m) (si4). Þaðan er háfjallinu fylgt til suðvesturs í 1298 m hæðarpunkt (si5) og síðan til suðausturs í 1247 m hæðarpunkt (si6) vestan við botn Seljadals. Þaðan er línan áfram dregin eftir háfjöllum í 1224 m hæðarpunkt (si7) norðvestan við botn Smaladals. Þaðan er háfjallinu enn fylgt til vesturs og síðan suðvesturs í 1209 m hæðarpunkt (si8) fyrir botni á Fýlsmýrum og Kleifum og síðan í 1210 m hæðarpunkt (si9) fyrir botni Fletjárdals. Þaðan er Fletjá fylgt suður í Valagilsá (si10).
Úr dómsorðum Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E24/2010 (tölustafir innan sviga án si á undan eru teknir beint úr dómsorðum Héraðsdóms):
Þaðan er Valagilsá fylgt að þeim stað sem Smalalækur fellur í hana (si11) (2). Þaðan er línan dregin beina stefnu í Landshnjúk (si12) (3). Frá Landshnjúki er línan dregin beina stefnu í Landsendagjá við Horná (si13) (4). Frá Landsendagjá er línan dregin í Horná og ánni fylgt þar til hún fellur í Norðurá (si14). Norðurá síðan fylgt niður að ármótum við Króká (si15).
Úr úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 4/2008 (línan fer ranglætis):
Upphafspunktur er við sýslumörk Skagafjarðar- og Eyjafjarðarsýslna á Öxnadalsheiði (þar sem Grjótá fellur í Heiðará) (si1). Þar sem Króká fellur í Heiðará er punktur (si16).
Síðan er Króká fylgt til suðurs í botn Ernisdals og þaðan beina stefnu á punkt nr. 16 á kröfulínu gagnaðila ríkisins (si17). Þaðan er fylgt kröfulínu gagnaðila ríkisins þar til komið er að punkti nr. 14 á henni (si18). Þaðan er línan dregin í drög Kaldbaksdals (si19) og eftir daldrögunum í Kaldbaksá (si20). Síðan er Kaldbaksá fylgt þar til komið er að skurðpunkti við línu sem dregin er beina stefnu frá Vatnsgötu á Öxnadalsheiði (þar sem vötnum fyrst hallar
vestur af heiðinni) um Tjaldhól í Kaldbaksá (si21). Frá skurðpunktinum er nefndri línu fylgt í Vatnsgötu (si22) á Öxnadalsheiði. Þaðan er línan dregin eftir sveitarfélagamörkum í upptök Heiðarár (si23) og Heiðará síðan fylgt að þeim stað þar sem Grjótá fellur í hana (si1).
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna stofnun þjóðlendu, Silfrastaðaafrétt í Skagafirði. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Umsókn um stofnun þjóðlendu - Silfrastaðaafrétt í Skagafirði, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 72 Grétar Ómarsson sækir fyrir hönd Mílu ehf. um framkvæmdaleyfi vegna lagningu ljósleiðara á Sauðárkróki sumarið 2025.
Áætlaður verktími jarðvinnu er 20-25 dagar og vonumst við til að hefja framkvæmdir í lok maí eða byrjun júní.
Skurðgröftur verður að mestu innanlóða en opna þarf holur til að tengja saman heimtaugarör við stofnrör í gangstéttum þar sem innviðir eru til staðar.
Allar áætlaðar tengiholur eru merktar með rauðum hring og skurðir merktir með punktalínum, sjá verkblað.
Míla mun ljúka ljósleiðaravæðingu á Sauðárkróki í sumar, þá eiga öll heimili sem samþykktu ljósleiðaraframkvæmd að vera tengd.
Staðfangalisti í framkvæmd 2025 er eftirtalin:
Aðalgata 12, 14, 20 og 22
Freyjugata 1, 1 B, 10 og 10 B
Sæmundargata 13 og 15
Bárustígur 13 og 17
Hólavegur 7, 9 og 11
Sæmundargata 8
Ægisstígur 2, 4, 6, 8 og 10
Bárustígur 7, 8, 9 a, 9, 10, 11, 12, 14 og 16
Hólavegur 13, 15 og 17
Öldustígur 9, 11, 13, 15 og 17
Bárustígur 2, 4 og 6
Hólavegur 16 A, 16 B, 16, 18 og 20
Smáragrund 1
Öldustígur 1, 3, 5 og 7
Borgarflöt 5
Sauðármýri 1
Borgartún 6
Ártorg 6
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdarleyfi. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Framkvæmdaleyfisumsókn vegna ljósvæðingar á Sauðárkróki, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 72 Þann 12.02.2025 samþykkti sveitarstjórn Skagafjarðar breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 varðandi efnistöku- og efnislosunarsvæði E-48 í landi Litlu-Grafar 2, L232798, á Langholti Skagafirði. Málsnúmer í skipulagsgátt er 877/2024 og hefur Skipulagsstofnun lokið yfirferð.
Rúnar Skarphéðinn Símonarson, f.h. Vinnuvéla Símonar ehf., þinglýsts eiganda landeignarinnar Litla-Gröf 2, landnúmer 232798, óskar eftir framkvæmdaleyfi í samræmi við umrædda breytingu á aðalskipulagi, á grundvelli ákvæða 7. gr. reglugerðar nr. 772/2012 um framkvæmdaleyfi þar sem kveðið er á um að heimilt sé að veita framkvæmdaleyfi á grundvelli aðalskipulags ef gerð er grein fyrir framkvæmdinni í aðalskipulagi og fjallað um umfang, frágang og áhrif á umhverfi. Fyrir liggja uppdrættir, dags. 27. júní 2023 og greinargerð vegna efnisnámu í Litlu-Gröf 2, útg 1.1, dags. 24.07.2023 sem voru fylgigögn með beiðni um breytingu á aðalskipulagi. Í ofannefndri aðalskipulagsbreytingu og fyrirliggjandi gögnum er gerð frekari grein fyrir framkvæmdinni.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita umbeðið framkvæmdarleyfi. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Litla-Gröf 2 L232798 - Umsókn um framkvæmdaleyfi, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 72 Hrefna Skjóldal Óttarsdóttir og Auður R. Þorbjarnardóttir Skjóldal þinglýstir eigendur jarðarinnar Ennis, landnúmer 146518 óska eftir staðfestingu á hnitsettum ytri merkjum jarðarinnar og heimild til að stofna 117,24 ha spildu úr landi jarðarinnar, sem "Enni II" skv. merkjalýsingu í verki nr. 74201000 útg. dags. 22.10.2024 unnin af Ínu Björk Ársælsdóttur á Stoð verkfræðistofu ehf.
Einnig er óskað eftir breytingu á heiti á upprunajörðinni Enni lnr. 146518 sem fái heitið "Enni I" og haldi landnúmerinu 146518 að landskiptum loknum.
Skýring á landheitum vísar til fyrri heita jarðanna en árið 1997 voru jarðirnar Enni I og Enni II sameinaðar í Enni lnr. 146518.
Allar fasteignir á jörðinni munu fylgja Enni I að landskiptum loknum.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Enni (Enni I), landnr. 146518.
Landnotkun á Enni II verði áfram "jörð".
Ræktað land innan útskiptrar spildu (Ennis II) er 15 ha. að stærð.
Enginn hlunnindi fylgja landsskiptunum.
Stofnað land verður í eigu sömu eigenda og Enni.
Landskipti og landnotkun eru í samræmi við ákvæði 12. kafla greinagerðar aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og fyrirhuguð landnotkun er í samræmi við skilmála aðalskipulags fyrir landnotkun á landbúnaðarsvæði nr. L-1, L-2 og L-3. Ekki er verið að sækja um lausn úr landbúnaðarnotkun.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða staðfestingu á hnitsettum ytri merkjum jarðarinnar og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landskipti og nafn fyrir útskipt land. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Enni L146518 - Staðfesting á ytri merkjum jarðarinnar, landskipti og nafnabreyting, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 72 Ágúst Andrésson fyrir hönd lóðarhafa, lóðanna Borgarsíðu 5 og 7 óska eftir heimild til að hafa skipti á þessum lóðum.
Þannig að Norðar fái Borgarsíðu 5 og Skúli Bragason fái Borgarsíðu 7.
Í framhaldinu munu Ágúst Andrésson og Óli Viðar Andrésson leggja til hugmyndir þeirra um uppbyggingu á lóðum Borgarsíðu 5 og Borgarteigs 6
hvort heldur það verði á sitthvorri lóð eða óskað verði eftir sameiningu þessara tveggja lóða., þ.e.a.s. Borgarsíðu 5 og Borgarteigs 6.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að leyfa umbeðin lóðarskipti.
Alex Már Sigurbjörnsson áheyrnarfulltrúi vék af fundi við afgreiðslu málsins. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Borgarsíða 5 - Borgarsíða 7 - Borgarteigur 6 - Beiðni um skipti á lóðum, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 72 Sigurður Ingi Ragnarsson óskar eftir leyfi til að stækka bílastæði við Barmahlíð 4.
Óskað er eftir að taka gras af lagnasvæði fyrir framan lóð við Barmahlíð 4 að lóðarmörkum Barmahlíðar 4 og 6 og setja niður svo kallaðar rastir (plastmottur sem gras vex í gegnum) til að geta lagt bílum á grasfletinum án þess að skemma grasið. Fyrirhugað er að taka núverandi gróður, setja möl og leggja rastir, setja mold í rastinar og sá grasfræi, þannig að gras komi upp á milli rasta.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að óska eftir frekari gögnum frá umsækjanda. Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar skipulagnefndar staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar 14. maí 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 72 Hjalti Sigurðarson og Helga Sjöfn Pétursdóttir óska eftir öðrum fresti til að hefja framkvæmdir við Birkimel 25 í Varmahlíð.
Þau reikna með að klára húsbyggingu ekki seinna en sumar 2026.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að framlengja frest til framkvæmda til og með 31.10.2025 en leggur til við sveitarstjórn að gatnagerðargjöld verði innheimt skv. gildandi samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu og byggingarleyfis og þjónustugjöld í sveitarfélaginu Skagafirði nr. 90 https://www.skagafjordur.is/static/files/Gjaldskra/2024/b_nr_90_2024.pdf . Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Birkimelur 25 - Lóðarmál, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 72 Karen Lind Skúladóttir lóðarhafi Nestúns 16 óskar eftir að skila lóðinni inn til sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða skil á lóðinni Nestún 16 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa hana að nýju skv. úthlutunarreglum sveitarfélagsins.
Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar skipulagnefndar staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar 14. maí 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 72 Málið áður á dagskrá á 71. fundi skipulagsnefndar og þá bókað:
"Fyrir liggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa dags. 28. mars síðastliðinn með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 um umsókn Bjarna Reykjalíns arkitekt og byggingartæknifræðingi, f.h. Sýls ehf. um leyfi til að byggja raðhús á lóðunum númer 25, 27 og 29 við Freyjugötu á Sauðárkróki. Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir á BR Teiknistofu slf. af Bjarna Reykjalín arkitekt og byggingartæknifræðingi. Uppdrættir númer 100, 101, 102, 103 og 104, dagsettir 18.03.2025. Þar sem fyrirhuguð framkvæmd fellur undir lög um mannvirki nr. 160/2010 er hér með leitað umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. framangreindra laganna. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fela skipulagsfulltrúa að óska eftir frekari rökstuðningi varðandi nýtingarhlutfall."
Fyrir liggur rökstuðningur sem barst dags. 28.04.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemd við fyrirhugaðra byggingar raðhús við Freyjugötu 25, 27 og 29 skv. framlögðum gögnum, uppdrættir númer 100, 101, 102, 103 og 104, dagsettir 18.03.2025 gerðir af Bjarna Reykjalín auk rökstuðnings sem barst í tölvupósti 28.04.2025.
Skipulagsnefnd fellst á rökstuðning umsækjanda þess efnis að um svo óveruleg frávik er að ræða að hagsmunir nágranna skerðist í engu hvað varðar landnotkun, útsýni, skuggavarp eða innsýn. Skipulagsnefnd er heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að breyting á deiliskipulagi eða leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Freyjugata 25, 27 og 29 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða. -
Skipulagsnefnd - 72 Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar við eftirfarandi mál í Skipulagsgátt:
- Kerfisáætlun 2025-2034, nr. 0509/2025:
Kynning umhverfismatsskýrslu (Umhverfismat áætlana) https://skipulagsgatt.is/issues/2025/509 .
Kynningartími er frá 9.4.2025 til 31.5.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að gera ekki athugasemd við Kerfisáætlun Landsnets 2025-2040. Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar skipulagnefndar staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar 14. maí 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 72 Starfshópur á vegum innviðaráðuneytisins vinnur tillögu að stefnu fyrir virka ferðamáta (ganga og hjólreiðar) og smáfarartæki. Starfshópnum var falið að meta stöðu virkra ferðamáta og smáfarartækja á Íslandi ásamt valkostum sem til staðar eru til að efla ferðamátana.
Starfshópurinn óskar hér með eftir ábendingum frá viðeigandi sérfræðingum sveitarfélaga um hvernig hægt er að bæta stöðu ferðamátanna, þar með talið aðgengi og öryggi.
Vakin er athygli á skömmum fyrirvara en einnig er stefnt á að birta tillögu að stefnunni í Samráðsgátt í vor svo þá mun gefast frekara tækifæri til athugasemda. Starfshópurinn telur þó mikilvægt að fá athugasemdir frá sveitarfélögunum á þessu stigi vinnunnar.
Til upplýsingar, þá er starfshópurinn skipaður fulltrúum frá Háskóla Íslands, innviðaráðuneytinu, Samgöngustofu, Sambandi Íslenskra sveitarfélaga, Landssamtökum hjólreiðamanna og Vegagerðinni.
Er þess óskað að svör berist í hrefna.hallgrimsdottir@irn.is eigi síðar en 28. apríl nk. Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar skipulagnefndar staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar 14. maí 2025 með níu atkvæðum. -
Skipulagsnefnd - 72 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 61 þann 16.04.2025. Bókun fundar Afgreiðsla 72. fundar skipulagnefndar staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar 14. maí 2025 með níu atkvæðum.