Byggðarráð Skagafjarðar - 144
Málsnúmer 2504025F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 38. fundur - 14.05.2025
Fundargerð 144. fundar byggðarráðs frá 30. apríl 2025 lögð fram til afgreiðslu á 38. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 144 Pacta lögmannsstofa sér um persónuverndarþjónustu sveitarfélagsin og hefur gert um nokkurt skeið. Miklar breytingar hafa orðið á stofunni, meðal annars hefur skrifstofunni á Sauðárkróki verið lokað, fækkað hefur á stofunni á Akureyri. Vegna breyttra aðstæðna núverandi þjónustuaðila var ákveðið að kanna aðra möguleika í stöðunni og vera verðsamanburð hjá öðrum þjónustuveitendum.
Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs lagði fram samanburð á þremur tilboðum í þjónustuna. Fyrirtækið Sekretum á lægsta tilboðið í þjónustuna en ljóst er að um er að ræða nokkurn kostnaðarauka. Í ljósi þess að sveitarfélagið hefur tekið mikinn kostnaðarauka í viðaukum 1 og 2 við fjárhagsáætlun ársins 2025 þykir ekki skynsamlegt að samþykkja aukinn kostnað verði hjá því komist.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að ganga til samninga við Sekretum um þjónustuna. Samningar taki gildi 1. janúar 2026. Byggðarráð samþykkir jafnframt samhljóða að vísa málinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir fjárhagsáætlun ársins 2026. Bókun fundar Afgreiðsla 144. fundar byggðarráðs staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar 14. maí 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 144 Lagt fram bréf dagsett 21. apríl 2025 frá fulltrúum smærri útgerða í Skagafirði þar sem óskað er eftir því að sveitarstjórn Skagafjarðar endurskoði úthlutunarreglur sem birtar hafa verið á vef atvinnuvegaráðuneytisins vegna byggðakvóta til Skagafjarðar.
Byggðarráð Skagafjarðar bendir á að sveitarstjórn Skagafjarðar fær til umsagnar almennar reglur um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa og getur gert tillögur að breytingum, líkt og aðrar sveitarstjórnir. Á slíkt hefur verið látið reyna líkt og bréfriturum er kunnugt um varðandi t.d. vinnsluskyldu og úthlutun kvóta til báta og skipa. Bréfriturum er einnig kunnugt um að á Hvammstanga, Blönduósi og Skagaströnd er ekki fiskvinnsla, ólíkt Sauðárkróki.
Ráðherra getur heimilað á grundvelli rökstuddra tillagna sveitarstjórnar að sett verði sérstök skilyrði fyrir úthlutun aflaheimilda í einstökum byggðarlögum er víkja frá eða eru til viðbótar hinum almennu skilyrðum, enda séu þau byggð á málefnalegum og staðbundnum ástæðum og í samræmi við hagsmuni viðkomandi byggðarlaga.
Þegar tillögur sveitarfélags hafa verið mótteknar í ráðuneytinu eru þær birtar á vef ráðuneytisins í sjö daga og óskað eftir athugasemdum við þær. Á því tímabili geta t.d. aðilar eins og bréfritarar sent inn sínar athugasemdir og röksemdir fyrir öðrum útfærslum. Í kjölfarið tekur ráðuneytið tillögur sveitarstjórnar til efnislegrar meðferðar en það er á endanum ráðherra að taka ákvörðun um hvort hann samþykkir að víkja frá eða samþykkir viðbótar skilyrði við almennar reglur um úthlutun byggðakvóta.
Þessu ferli er öllu lokið hvað varðar úthlutun almenns byggðakvóta vegna fiskveiðiársins 2024-2025 og því ekki á færi sveitarstjórnar Skagafjarðar að endurskoða úthlutunarreglur sem birtar hafa verið á vef atvinnuvegaráðuneytisins.
Bókun fundar Afgreiðsla 144. fundar byggðarráðs staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar 14. maí 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 144 Lagður fram tölvupóstur frá Markaðsstofu Norðurlands dagsettur 28. apríl sl.
Fulltrúar sveitarfélaga á Norðurlandi vestra annars vegar og Norðurlandi eystra hins vegar áttu nýverið fundi með Markaðsstofu Norðurlands um málefni Flugklasans. Á fundunum kom fram vilji sveitarfélaganna til að þrýsta á stjórnvöld að standa betur að uppbyggingu og markaðssetningu millilandaflugs um Akureyrarflugvöll. Rætt var á fundunum að öll sveitarfélögin myndu setja fram sameiginlega áskorun til stjórnvalda um þessi mál.
Með tölvupóstinum fylgja drög að áskorun á stjórnvöld vegna Flugklasans 66N.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að taka þátt í umræddri áskorun á stjórnvöld vegna Flugklasans 66N. Bókun fundar Afgreiðsla 144. fundar byggðarráðs staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar 14. maí 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 144 Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 23. apríl 2025 þar sem óskað er umsagnar um umsókn Snorra Snorrasonar, kt. 280470-3179 fyrir hönd fyrirtækisins Tenor slf., kt. 650111-0520 um leyfi til að reka gististað í flokki III - E Gistiskáli í Menningarhúsinu Miðgarði, 560 Varmahlíð, fasteignanúmer F2140833.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við umrædda leyfisveitingu að fenginni jákvæðri umsögn annarra umsagnarskyldra aðila. Bókun fundar Afgreiðsla 144. fundar byggðarráðs staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar 14. maí 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 144 Lagður fram tölvupóstur frá sýslumannsembættinu á Norðurlandi vestra, dagsettur 23. apríl 2025 þar sem óskað er umsagnar um umsókn Rúnars Más Grétarssonar, kt. 231272-5189 um leyfi til að reka gististað í flokki II - H Frístundahús að Lönguborg, 551 Sauðárkróki, fasteignanúmer F2367151.
Byggðarráð gerir ekki athugasemd við leyfisveitinguna að fenginni jákvæðri umsögn annarra umsagnarskyldra aðila.
Bókun fundar Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir vék af fundi undir afgreiðslu málsins.
Afgreiðsla 144. fundar byggðarráðs staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar 14. maí 2025 með átta atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 144 Lagður fram til kynningar ársreikningur 2024 fyrir Náttúrustofu Norðurlands vestra. Bókun fundar Afgreiðsla 144. fundar byggðarráðs staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar 14. maí 2025 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 144 Lagt fram til kynningar opið bréf til sveitarstjórna dagsett 22. apríl 2025 um vindorkuver. Bókun fundar Afgreiðsla 144. fundar byggðarráðs staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar 14. maí 2025 með níu atkvæðum.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 144 Byggðarráð samþykkti á 100. fundi byggðarráðs þann 5. júní 2024 að leggja í vinnu við þróun mælikvarða í rekstri Skagafjarðar og fjárfesta í mælaborði fyrir rekstrartölur. Mælikvarðarnir hafa verið innleiddir og voru samþykktir af sveitarstjórn Skagafjarðar á 32. fundi hennar þann 27. nóvember 2024.
Sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs kynnti stöðuna á mælaborðinu og fór yfir virkni þess. Bókun fundar Afgreiðsla 144. fundar byggðarráðs staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar 14. maí 2025 með níu atkvæðum.