Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 36
Málsnúmer 2504007F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 38. fundur - 14.05.2025
Fundargerð 36. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks frá 8. apríl 2025 lögð fram til afgreiðslu á 38. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri kvöddu sér hljóðs.
-
Byggingarnefnd Sundlaugar Sauðárkróks - 36 Farið var yfir stöðu framkvæmda við sundlaug Sauðárkróks á árinu 2025 og næstu skref. Stefnt er að opnun nýja laugarsvæðisins í maí. Unnið er að yfirferð útboðsgagna fyrir stóru rennibrautirnar og turninn í samvinnu við Fjársýslu ríkisins og miðað við að útboð verði auglýst í vor.
Einnig var lögð fram tillaga að breyttri útfærslu á öryggisgirðingu sem miðar að uppsetningu öryggisgirðingar með öryggisgleri á sundlaugarbakka í stað þess að hafa girðingu utan manarsvæðis. Með því næst auðveldari yfirsýn yfir svæðið fyrir bæði starfsmenn sundlaugarinnar og foreldra barna. Einnig verður umhirða lóðar mun auðveldari og ásýnd betri. Sú tillaga var samþykkt samhljóða. Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar byggingarnefndar Sundlaugar Sauðárkróks staðfest á 38. fundi sveitarstjórnar 14. maí 2025 með níu atkvæðum.