Fara í efni

Hleðsluuppbygging í Varmahlíð - Styrkur frá Orkusjóði

Málsnúmer 2503334

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 146. fundur - 14.05.2025

Haraldur Sigfús Magnússon fyrir hönd Orku náttúrunnar ohf. óskar eftir leyfi sveitafélagsins Skagafjarðar til þess að fá að nýta þann styrk sem sveitafélagið fékk frá Loftlags- og orkusjóði í gegnum verkefnið "Orkuskipti 2024" til uppbyggingar hleðsluinnviða í Varmahlíð.

Orka náttúrunnar hefur ákveðið að fara í gríðarmikla fjárfestingu hleðsluinnviða í Varmahlíð og verkefnið fer senn að hefjast.

Verkefnið verður lyftistöng fyrir Varmahlíð og sem mun vera eftir sem áður vinsæl stoppustöð fyrir fólk á ferðalögum sem og nærsamfélagið.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að verða við beiðni Orku náttúrunnar, um að nýta þann styrk sem sveitarfélagið fékk frá Loftslags- og orkusjóði, til uppbyggingar hleðsluinnviða í Varmahlíð.