Kirkjutorg 1 - tilkynning um framkvæmdir undanþegnar byggingarleyfi
Málsnúmer 2503330
Vakta málsnúmerAfgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 63. fundur - 22.05.2025
Þórður Karl Gunnarsson tæknifræðingur, leggur fram f.h. Fjölbrautaskóla Norðurl. Vestra gögn er varða tilkynnta framkvæmd, einangrun og klæðningu íbúðarhúss sem stendur á lóðinni númer 1 við Kirkjutorg á Sauðárkróki. Framlögð gögn, uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af umsækjanda. Uppdrættir í verki 75820202, númer A-100 og A-101, dagsettir 25.03.2025. Tilkynning og gögn eru í samræmi við gr. 2.3.5 og 2.3.6. í byggingarreglugerð 112/2012 um tilkynntar framkvæmdir.
Þar sem tilkynnt framkvæmd er innan verndarsvæðis í byggð óskar byggingarfulltrúi eftir því við sveitastjórn Skagafjarðar að tekin sé afstaða til umsóknarinnar sbr. 6. gr. laga nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð. Meðfylgjandi uppdrættir gerðir á Stoð ehf. af umsækjanda. Uppdrættir í verki 75820202, númer A-100 og A-101, dagsettir 25.03.2025, ásamt umsögn Minjastofnunnar Íslands, dagsettri 13. mars 2025.
Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að fela byggingarfulltrúa að auglýsa hina fyrirhuguðu framkvæmd og skal auglýsingatími vera tvær vikur. Hafi ábendingar og/eða athugasemdir varðandi fyrirhugaða framkvæmd ekki borist á auglýsingatíma er byggingarfulltrúa falin afgreiðsla málsins.