Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki - 4
Málsnúmer 2503020F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 37. fundur - 08.04.2025
Fundargerð 4. fundar byggingarnefndar menningarhúss á Sauðárkróki frá 18. mars 2025 lögð fram til afgreiðslu á 37. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Sveinn Þ. Finster Úlfarsson og Sigfús Ingi Sigfússon kvöddu sér hljóðs
-
Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki - 4 Helena Margrét Áskelsdóttir og Anna Birna Þorvarðardóttir frá VSÓ ráðgjöf og Hjörvar Halldórsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sátu fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Á 3. fundi byggingarnefndar menningarhúss á Sauðárkróki þann 22. janúar sl. var það samþykkt að bjóða Arkís arkitektum ehf, VSB verkfræðistofu ehf. og Yrki arkitektum ehf. þáttökurétt í lokaðri hönnunarsamkeppni, sem er þrep II í útboði menningarhúss í Skagafirði.
Helena lagði fram drög að útboðsgögnum fyrir þrep II. Annars vegar er um að ræða tilboðsblað og tilboðsskrá og hins vegar útboðslýsingu.
Byggingarnefnd samþykkir einnig samhljóða framlagða útboðslýsingu ásamt fylgiskjölum með áorðnum breytingum og felur sveitarstjóra að bjóða út verkið. Bókun fundar Afgreiðsla 4. fundar byggingarnefndar menningarhúss á Sauðárkróki staðfest á 37. fundi sveitarstjórnar 8. apríl 2025 með átta atkvæðum. Sveinn Þ. Finster Úlfarsson óskar bókað að hann situr hjá við afgreiðslu málsins.