Fara í efni

Ráðning refa- og minkaveiðimanns í Hegranesi

Málsnúmer 2502293

Vakta málsnúmer

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 25. fundur - 29.04.2025

Landbúnaðar og innviðanefnd samþykkir samhljóða að auglýsa eftir nýjum aðilum meðal ráðinna veiðimanna til að bera ábyrgð á refa- og minkaveiði í Hegranesi frá og með 1. júní 2025. Umsóknarfrestur er til og með 12. maí 2025.
Fráfarandi veiðimanni í Hegranesi, Þorsteini Ólafssyni, eru þökkuð vel unnin störf.

Landbúnaðar- og innviðanefnd - 26. fundur - 15.05.2025

Auglýst var meðal veiðimanna eftir aðila til að sjá um minka- og refaveiðar í Hegranesi. Jón Sigurjónsson, Garðar Páll Jónsson og Elvar Örn Birgisson sóttu um refaveiðina og Elvar Örn Birgisson einn um minkaveiðina. Á fundinum var dregið á milli þeirra þriggja sem sóttu um refaveiðina og kom nafn Elvars upp úr pottinum
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir með tveimur atkvæðum að Elvar Örn Birgisson annist minka- og refaveiði í Hegranesi.
Bókun frá fulltrúa Vg og óháðra í Landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar:
Fulltrúi Vg og óháðra leggur áherslu á að farið sé að þeim ákvæðum sem kveðið er á um í sameiningarsamningi við fyrrum Rípurhrepp, þar sem meðal annars kemur skýrt fram að við veiðistjórn og ráðningu veiðimanna á svæði Hegraness skuli leitast við að ráða einstaklinga með sterk tengsl við svæðið, þ.e. íbúa af Hegranessvæðinu eða nærliggjandi byggðum.
Ljóst er að ef byggja á ráðningarferlið á hlutkesti á milli umsækjenda sem ekki allir eru búsettir á eða við svæðið, skapast hætta á að veiðieftirliti verði ekki sinnt með fullnægjandi hætti, auk þess sem með slíku verklagi væri verið að ganga gegn ákvæðum og anda sameiningarsamningsins. Þrátt fyrir að nokkur tími sé liðinn frá sameiningunni, hefur aldrei verið dregið í efa að virða beri þau meginmarkmið sem íbúar svæðisins samþykktu í gegnum samninginn ? þar á meðal að staðbundnir aðilar sæi um veiðar á sínu heimasvæði.
Fulltrúi Vinstri grænna og óháðra Hildur Magnúsdóttir situr því hjá við afgreiðslu málsins á þessum forsendum.
Einar Einarsson fulltrúi Framsóknar, Sólborg Borgarsdóttir fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Sveinn Finster Úlfarsson áheyrnarfulltrúi Byggðalista óska bókað:
Við val á umsjónarmönnum fyrir refa- og minkaveiði ákveðinna svæða í Skagafirði verður að ríkja jafnræði milli þeirra íbúa í Skagafirði sem uppfylla kröfur sem sveitarfélagið gerir til veiðimanna. Upprunni einstaklinga eða aðrar tengingar þeirra við umrædd svæði geta ekki haft áhrif þar á og því eðlilegt að dregið sé á milli manna, sækji fleiri en einn um hverju sinni. Gamla samkomulagið sem undirritað var 1998 af öllum hlutaðeigandi skuldbindur sveitarfélagið ekki af öðru en að sinna lögbundnum skyldum og að jafnræði gildi í þjónustu og meðferð mála.