Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki - 3
Málsnúmer 2501008F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 35. fundur - 12.02.2025
Fundargerð 3. fundar byggingarnefndar menningarhúss á Sauðárkróki frá 22. janúar 2025 lögð fram til afgreiðslu á 35. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Jóhanna Ey Harðardóttir kvaddi sér hljóðs.
-
Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki - 3 Helena Margrét Áskelsdóttir frá VSÓ ráðgjöf sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Helena lagði fram yfirferð á mati á hæfi umsækjenda í forvali vegna útboðsins Menningarhús í Skagafirði - Hönnun nýbyggingar og endurbóta á eldra húsnæði í samræmi við gr. 0.3 í forvalsgögnum.
Skv. gr. 0.5.1 í forvalslýsingu hljóta þrír (3) stigahæstu umsækjendur þátttökurétt í lokaðri hönnunarsamkeppni þ.e.a.s. þrepi II. Lagt er til í ljósi mats VSÓ á forvalsumsóknum að eftirfarandi umsækjendum verði boðin þátttaka í þrepi II:
- Arkís arkitektar ehf.
- VSB verkfræðistofa ehf.
- Yrki arkitektar ehf.
Byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki samþykkir samhljóða að bjóða ofangreindum aðilum þátttöku í þrepi II í hönnunarsamkeppni um menningarhús á Sauðárkróki. Bókun fundar Jóhanna Ey Harðardóttir og Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Byggðalista óska bókað:
"Ötul vinna hefur farið fram í byggingarnefnd menningarhúss á Sauðárkróki og mikið kapp er lagt á að sú vinna standist tímaramma samnings sem undirritaður var við Lilju Dögg Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra, vorið 2023.
Ekki mega þó aðrar grunnstoðir sveitarfélagsins bíða átekta meðan undirbúningur og vinna við byggingu nýs menningarhúss og endurbætur á núverandi safnahúsi stendur yfir og óskum við eftir að meirihluti sveitarstjórnar setji meiri þunga í framkvæmdir við grunnskóla og nýtt íþróttahús á Hofsósi og taki einnig á skarið með framkvæmdir við leikskóla hér á Sauðárkróki."
Afgreiðsla 3. fundar byggingarnefndar menningarhúss á Sauðárkróki staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkvæðum.