Fara í efni

Fræðslunefnd - 35

Málsnúmer 2501004F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 35. fundur - 12.02.2025

Fundargerð 35. fundar fræðslunefndar frá 23. janúar 2025 lögð fram til afgreiðslu á 35. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 35 Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kom inn á fundinn og fór yfir þær framkvæmdir og viðhald sem eru í gangi og eru framundan við skólamannvirki í Skagafirði. Framkvæmdir við leikskólann í Varmahlíð hafa gengið vel. Í byrjun febrúar verður byrjað á öðrum hluta verkefnisins sem er að innrétta skólann. Því verki verður lokið í september. Framkvæmdir við lóð eru þriðji hluti verkefnisins og útboðsgögn ættu að vera tilbúin um miðjan febrúar.
    Í Árskóla er verið að undirbúa klæðningu á A-álmu auk endurnýjunar á drenlögn í sömu álmu.
    Fljótlega verður farið af stað í skoðun og hönnun á stækkun leikskólans Ársala, yngra stig, um allt að þrjár deildir. Einnig verður farið í að skoða lausnir varðandi skólamötuneyti á Sauðárkróki.
    Í Grunnskólanum austan Vatna er á áætlun að skipta um glugga og klæða vesturhlið yngri byggingarinnar. Þá á einnig að klára hönnun vegna breytinga og viðbyggingar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar fræðslunefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 35 Hólmfríður Sveinsdóttir, rektor Háskólans á Hólum kom á fundinn og kynnti tillögu að samstarfsverkefninu Frumkvöðlar framtíðarinnar sem unnið yrði í samstarfi Háskólans á Hólum, Sendiráðs Bretlands á Íslandi og Skagafjarðar. Í verkefninu yrði unnið markvisst að því að efla frumkvöðlahugsun barna og unglinga, m.a. með heimsóknum í framhalds- og háskóla, fyrirtæki og stofnanir. Sendiráðið myndi m.a. leggja til bókina Tæknitröll og íseldfjöll auk þess að stuðla að heimsókn vísindamanns frá Bretlandi til að veita innblástur í frumkvöðlamenninguna.

    Fræðslunefnd lýsir yfir áhuga sínum á samstarfsverkefninu og felur sviðsstjóra að eiga samtal við skólastjórnendur um mögulega þátttöku í verkefninu verði það að veruleika. Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar fræðslunefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 35 Lögð fram til kynningar áskorun til samfélagsins á Norðurlandi vestra sem varð til eftir samráðsfund um öruggara Norðurland vestra í desember 2024.
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar fræðslunefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 35 Fundargerð skólaráðs Varmahlíðarskóla frá 17. desember 2024 lögð fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar fræðslunefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 35 Lagður fram tölvupóstur dags. 20. desember 2024 þar sem mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 245/2024, "Aðalnámskrá tónlistarskóla - almennur hluti". Almennt snúa breytingar að almennum hluta aðalnámskrárinnar að því að hún sé uppfærð í takt við aðrar gildandi aðalnámskrár og að fyrirkomulagi áfangaprófa þar sem áhersla er lögð á ábyrgð skóla og val nemenda. Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar fræðslunefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 35 Erindisbréf fræðslunefndar lagt fram til kynningar.

    Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, fulltrúi Vg og óháðra óskar bókað:
    Til viðbótar í erindisbréfi fyrir Fræðslunefnd Skagafjarðar komi eftirfarandi:
    3. gr ? Hlutverk nefndarinnar
    Fylgjast með og stuðla að því að skólar í sveitarfélaginu hafi aðgang að sérfræðiþjónustu.

    Tillaga samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.


    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar fræðslunefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 35 Upplýsingar um breytingar á meðaldvalartíma leikskólabarna í Skagafirði lagðar fram. Þann 1. september 2024 var meðaldvalartími leikskólabarna í Skagafirði 7,77 klst á dag en þann 1. janúar 2025 var meðaldvalartíminn 7,62 klst á dag. Breytingar á gjaldskrá tóku gildi þann 1. október 2024. Helsti munurinn að mati leikskólastjóra er að færri börn eru skráð á milli 7:45 og 08:00 og á milli 16:00 og 16:15 sem leiðir til þess að dagurinn byrjar og endar í meiri rólegheitum. Eins hefur það komið sér vel þegar kemur að mönnun því sjaldnar þarf að greiða yfirvinnu ef einhvern vantar á þessu tímabili. Talsvert hefur verið um að foreldrar hafi gert breytingar á dvalartíma oftar en einu sinni og skapar það mikla vinnu við útreikning gjalda.
    Fræðslunefnd óskar eftir því að fá stöðumat aftur í vor. Samþykkt samhljóða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 35. fundar fræðslunefndar staðfest á 35. fundi sveitarstjórnar 12. febrúar 2025 með níu atkæðum.