Fara í efni

Ársfundur Brákar íbúðafélags hses 2025

Málsnúmer 2412171

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 128. fundur - 08.01.2025

Lagt fram fundarboð þar sem stjórn Brákar íbúðafélags hses. boðar til ársfundar sem haldinn verður miðvikudaginn 15. janúar 2025 kl. 13:00. Fundurinn verður rafrænn á Teams.

Í samræmi við 11. gr. samþykkta Brákar íbúðafélags hses. eru stofnaðilar og fulltrúaráð sérstaklega boðaðir til fundarins en skal hann opinn öllum. Stofnaðilar hafa einir atkvæðisrétt á fundinum en stjórnarmenn, stofnaðilar og fulltrúar í fulltrúaráði eru einir bærir til að leggja til breytingar á samþykktum.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að fara með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.