Fara í efni

Ósk um kaup á landi

Málsnúmer 2409294

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 158. fundur - 20.08.2025

Lagt fram fyrir byggðarráð bréf frá Ævari Jóhanssyni, dagsett 11. ágúst sl. Í erindi sínu óskar Ævar eftir samtali við sveitarfélagið Skagafjörð vegna áhuga hans á kaupum á tilteknum landsvæðum í eigu sveitarfélagsins.

Á 33. fundi Skipulagsnefndar, dags. 19. september 2023, málsnúmer 2309165, var samþykkt stofnun 7275 m² spildu með landnúmeri 237067 og heitinu Naustabakki. Jafnframt var samþykktur 4254 m² byggingarreitur á sömu spildu ásamt aðkomu að lóð. Málshefjandi, sem stefnir á byggingu íbúðarhúss á Naustabakka, óskar eftir að ræða kaup á tveimur aðliggjandi landsvæðum.

Landsvæðin sem um ræðir eru:

Hofsós lóð 4, landnúmer 219946 og brekkan vestan við Naustabakka ásamt hluta af Hofsós lóð 1, landnúmer 219944.

Hofsós lóð 4 er 4040 m² að stærð og liggur á milli Naustabakka og svokallaðs Berlínarvegar. Samþykkt aðkoma að Naustabakka liggur þvert í gegnum þessa lóð, sem klýfur hana í sundur.

Hofsós lóð 1 er tún sem er 2925 m² í heild sinni. Eftir breytingu væri stærð hennar um 2174 m², sem þýðir að 751 m² myndu falla utan hennar.

Tilgangur með kaupum á umræddum landsvæðum væri að þurrka betur lóðina Naustabakka og bæta byggingarlandið.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að bjóða Ævari á næsta fund ráðsins.

Byggðarráð Skagafjarðar - 159. fundur - 27.08.2025

Mál áður á dagskrá 158. fundar byggðarráðs þann 20. ágúst sl., þar sem ákveðið var að boða Ævari Jóhannssyni á fund byggðarráðs til að ræða nánar ósk hans um kaup á landi.

Ævar Jóhannsson sat fundinn undir þessum lið.

Ævar fór betur yfir ósk sína um kaup á Hofsós lóð 4, landnúmer 219946 og brekkunni vestan við Naustabakka ásamt hluta af Hofsós lóð 1, landnúmer 219944.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að auglýsa lóð 4, landnúmer 219946 til sölu og afla nánari upplýsinga um aðrar aðliggjandi lóðir.