Aðkoma að þéttbýlisstöðum Skagafjarðar
Málsnúmer 2405270
Vakta málsnúmerLandbúnaðar- og innviðanefnd - 26. fundur - 15.05.2025
Málinu frestað
Landbúnaðar- og innviðanefnd - 27. fundur - 28.05.2025
Helga Björk Gunnlaugsdóttir garðyrkjustjóri kom á fundinn til að ræða aðkomu þéttbýlisstaða í Skagafirði og hvað betur má fara í umgengni og garðyrkju. Rætt meðal annars um jarðvegstippinn austan við Ársali, en þar er ætlunin að bæta ásýnd með gróðri, beit og bættri umgengni. Einnig farið yfir umhverfisverkefni í Varmahlíð, Steinsstöðum og á Hofsósi. Sláttuplan garðyrkjudeildar fyrir sumarið er aðgengilegt á heimasíðu Skagafjarðar og eru íbúar hvattir til að kynna sér það. Sviðstjóra veitu- og framkvæmdasviðs falið að ræða við Vegagerðina um sameiginleg svæði og umhirðu á þeim.