Fara í efni

Tumabrekka land 2 (landnr. 220570) - Umsókn um stofnun byggingarreits og beiðni um heimild til að láta vinna deiliskipulag á landinu

Málsnúmer 2403046

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 44. fundur - 07.03.2024

Bjarni Halldórsson, þinglýstur eigandi landsins Tumabrekka land 2, lnr. 220570, Skagafirði, óskar eftir heimild til að stofna 625 m2 byggingarreit á landinu eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 758160001 útg. 4. mars 2024. Afstöðuuppdrátturinn var unnin af Ínu Björk Ársælsdóttur á Stoð ehf. verkfræðistofu.

Um er að ræða byggingarreit fyrir vélageymslu að hámarki 300 m2 að stærð.

Jafnframt óskar undirritaður, Bjarni Halldórsson, þinglýstur eigandi landsins Tumabrekka land 2, lnr. 220570, eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag fyrir landið á eigin kostnað, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagssvæðið er á landbúnaðarlandi skv. Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og verður tillaga að deiliskipulagi unnin á grundvelli þess.

Áformin styðja við markmið aðalskipulags Skagafjarðar um að styrkja búsetugrundvöll í dreifbýli og nýta betur innviði auk þess að gefa fleirum færi á að búa í dreifbýlinu án þess að hafa aðalatvinnu af landbúnaði.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða umbeðinn byggingarreit að fenginni umsögn minjavarðar.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilað að láta vinna deiliskipulag á eigin kostnað.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 25. fundur - 18.03.2024

Bókun frá 44. fundi skipulagsnefndar frá 7. mars sl.

"Bjarni Halldórsson, þinglýstur eigandi landsins Tumabrekka land 2, lnr. 220570, Skagafirði, óskar eftir heimild til að stofna 625 m2 byggingarreit á landinu eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 758160001 útg. 4. mars 2024. Afstöðuuppdrátturinn var unnin af Ínu Björk Ársælsdóttur á Stoð ehf. verkfræðistofu. Um er að ræða byggingarreit fyrir vélageymslu að hámarki 300 m2 að stærð. Jafnframt óskar undirritaður, Bjarni Halldórsson, þinglýstur eigandi landsins Tumabrekka land 2, lnr. 220570, eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag fyrir landið á eigin kostnað, skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið er á landbúnaðarlandi skv. Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og verður tillaga að deiliskipulagi unnin á grundvelli þess. Áformin styðja við markmið aðalskipulags Skagafjarðar um að styrkja búsetugrundvöll í dreifbýli og nýta betur innviði auk þess að gefa fleirum færi á að búa í dreifbýlinu án þess að hafa aðalatvinnu af landbúnaði. Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að afgreiða umbeðinn byggingarreit að fenginni umsögn minjavarðar. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilað að láta vinna deiliskipulag á eigin kostnað."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að umsækjanda verði heimilað að láta vinna deiliskipulag á eigin kostnað."