Fara í efni

Skipulagsnefnd - 45

Málsnúmer 2403017F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 25. fundur - 18.03.2024

Fundargerð 45. fundar skipulagsnefndar frá 15. mars 2024 lögð fram til afgreiðslu á 25. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 45 Þórólfur Gíslason fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga, þinglýsts lóðarhafa iðnaðar-og athafnalóðarinnar Borgarmýrar 1, óskar eftir heimild sveitarstjórnar til að láta vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir lóðina á kostnað framkvæmdaraðila skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Skipulagssvæðið er afmörkun lóðarinnar Borgarmýri 1, eins og hún er hnitsett á afstöðuupdrætti nr. S01, dags. 13. feb. 2024, sem fylgdi með umsókn um breytta afmörkun lóðar sem samþykkt var á fundi skipulagsnefndar þann 07. mars 2024. Stærð skipulagssvæðis er 3.590 m². Skipulagssvæðið er á athafnasvæði nr. AT403, í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035.
    Helstu meginforsendur liggja fyrir í aðalskipulagi, s.s. varðandi frágang lóða og ásýnd svæða, og því er óskað eftir því að falla frá gerð og auglýsingu skipulagslýsingar, sbr. ákvæði 5.2.2. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.
    Framkvæmdir í tengslum við deiliskipulagstillöguna falla ekki undir lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana. Þó verður unnið mat á líklegum áhrifum fyrirhugaðra framkvæmda á valda umhverfisþætti skv. 5.4.1. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.

    Að fenginni heimild, til að láta vinna deiliskipulag skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er lögð fram meðfylgjandi tillaga að deiliskipulagi fyrir Borgarmýri 1, greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. DS01, í verki 56293301, dags. 12.03.2024, unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Óskað er eftir því, að fengnu samþykki skipulagsnefndar og sveitarstjórnar, að tillagan hljóti meðferð skv. 41. og 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Skipulagsnefnd samþykkir að framkvæmdaraðili láti vinna deiliskipulag á eigin kostnað og fellst á að meginforsendur liggi fyrir í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020- 2035 og því leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna fyrir Borgarmýri 1 skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Borgarmýri 1 - Deiliskipulag, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 45 Málið áður á dagskrá á 23. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 21.02.2024, þá bókað:
    “Vísað frá 42. fundi skipulagsnefndar frá 25. janúar sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar þannig bókað: "Fyrir hönd Veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar sækir Jón Örn Berndsen um óverulega breytingu á deiliskipulagi Leik- og grunnskólasvæðis á Hofsósi. Fyrirhugaðar eru framkvæmdir og endurbætur við skólahús Grunnskólans austan Vatna við Skólabraut á Hofsósi. Eitt af meginmarkmiðum með framkvæmdinni er að bæta aðgengi hreyfihamlaðra um hús og lóð. Til að ná fram þeim markmiðum er stór liður í framkvæmdinni að byggja lyftuhús norðan á elstu skólabygginguna. Byggt verður samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum sem gerðir eru hjá Úti-Inni teiknistofu, af Jóni Þór Þorvaldssyni arkitekt. Uppdrættir eru dagsettir 15.12.2023 og bera heitið GAV lyfta gluggar, klæðningar. Númer uppdrátta A100 og A101. Samkvæmt samþykktu deiliskipulagi skólasvæðisins er ekki gert ráð fyrir viðbyggingarmöguleikum við skólann til norðurs og því er þessi fyrirhugaða 10,18 m2 viðbygging utan samþykkts byggingarreits. Skipulagsnefnd telur að umbeðin framkvæmd víki að engu leiti frá samþykktri notkun svæðisins og hafi að mjög óverulegu leiti áhrif á útliti, form og nýtingarhlutfall viðkomandi svæðis. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn grenndarkynna óverlega breytingu á gildandi deiliskipulagi, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga, fyrir lóðarhöfum/hagsmunaaðilum, Björgunarsveitinni Gretti Hofsósi, lóðarhöfum Lindarbrekku og Skólagötu L146723." Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir, með níu atkvæðum, að grenndarkynna óverlega breytingu á gildandi deiliskipulagi, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og að tillagan verði grenndarkynnt skv. 44. gr. skipulagslaga, fyrir lóðarhöfum/hagsmunaaðilum, Björgunarsveitinni Gretti Hofsósi, lóðarhöfum Lindarbrekku og Skólagötu L146723."

    Grenndarkynning vegna málsins var send út 22.02.2024, nú hafa borist svör frá öllum aðilum þar sem þeir aðilar sem grenndarkynnt er fyrir gera ekki athugasemd.
    Skipulagsnefnd leggur til sveitarstjórn að samþykkja óverulega breytingu á deiliskipulagi Leik- og grunnskólasvæðis á Hofsósi þar sem kynning hefur farið fram skv. 44. gr skipulagslaganna.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Hofsós Skólagata (L146652) - Ósk um grenndarkynningu, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.