Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 88

Málsnúmer 2403012F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 25. fundur - 18.03.2024

Fundargerð 88. fundar byggðarráðs frá 13. mars 2024 lögð fram til afgreiðslu á 25. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Álfhildur Leifsdóttir, Einar E Einarsson, Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Guðlaugur Skúlason og Einar E Einarsson kvöddu sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 88 Lögð fram áskorun, dags. 8. mars 2024, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga sem send var á allar sveitarstjórnir landsins. Í henni kemur fram að formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga hafi skrifað undir yfirlýsingu um stuðning ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga. Yfirlýsingin var gerð til að greiða fyrir gerð langtímakjarasamninga á vinnumarkaði með það að markmiði að ná niður vöxtum og verðbólgu.
    Í yfirlýsingunni kemur m.a. fram að sveitarfélögin komi að því á samningstímanum, ásamt ríkinu, að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og að útfærð verði leið til að skólamáltíðir grunnskólabarna verði gjaldfrjálsar frá og með ágúst 2024 til loka samningstímans. Komi til þess mun ríkið greiða kostnaðarþátttöku sem gæti á landsvísu numið 4,0 milljörðum. Fram kemur að ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga muni útfæra þetta og mun vinna við það fara af stað á næstu dögum og verða nánari upplýsingar veittar þegar nær dregur. Þá er því beint til sveitarstjórna að endurskoða gjaldskrárhækkanir sem tóku gildi um síðustu áramót er varða barnafjölskyldur og fólk í viðkvæmri stöðu. Miða skuli við að hækkun þessa árs verði ekki umfram 3,5%. Þá verði gjaldskrárhækkunum stillt í hóf eins og nokkur kostur er á samningstímanum.
    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að aðilar á vinnumarkaði hafi sameinist um skynsamlega langtíma kjarasamninga með áherslu á minni verðbólgu, lægri vexti, aukinn fyrirsjáanleika og þar með að skapa skilyrði fyrir stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Byggðarráð minnir á að Skagafjörður tók þegar í fjárhagsáætlun ársins 2024 ákvörðun um að gjaldskrár myndu hækka minna en spár um þróun verðlags gerðu ráð fyrir. Mikilvægt er að atvinnurekendur, þ.m.t. sveitarfélögin, og öll stéttarfélög á almennum og opinberum markaði, lýsi yfir stuðningi við það fordæmi sem skapast hefur. Byggðarráð lýsir yfir vilja til að taka þátt í þessari skynsamlegu vegferð með því m.a. að hrinda í framkvæmd lækkun almennra gjaldskráa ársins 2024, bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum Skagafjarðar frá haustinu 2024 og vinna að öðrum þáttum samninganna sem snúa að sveitarfélögunum. Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að vinna að undirbúningi þessara verkefna í samræmi við væntanlegar leiðbeiningar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sem verða í kjölfarið tekin til afgreiðslu í stjórnkerfi sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 88. fundar byggðarráðs staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 88 Lagt fram erindi Lögreglustjórans á Norðurlandi vestra, dags. 20. febrúar 2024, vegna brýnnar þarfar á uppsetningu aðstöðu fyrir aðgerðastjórn í landshlutanum. Í erindinu er lagt til að aðstöðunni verði komið fyrir til bráðabirgða í húsnæði Björgunarsveitarinnar Skagfirðingsveitar á Sauðárkróki. Mun lögregluembættið kosta uppsetningu aðgerðastjórnarinnar en sveitarfélögin í landshlutanum kosta rekstur hennar. Skv. áætlun lögreglustjóra er gert ráð fyrir að heildarkostnaður rekstrarins árið 2024 verði kr. 1,8 millj. og hlutur Skagafjarðar þar af kr. 1.043.781.
    Byggðarráð telur að um brýnt verkefni sé að ræða og samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að undirbúa gerð viðauka vegna þátttöku í verkefninu. Byggðarráð samþykkir jafnframt að farið verði í verkefnið.
    Bókun fundar Einar E Einarsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun:

    Afgreiðsla 88. fundar byggðarráðs staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 88 Einar E Einarsson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
    Lagður fram tölvupóstur, dags. 7. mars 2024, frá foreldrafélagi og skólaráði Varmahlíðarskóla. Í póstinum er fjallað um verkefni sem nemendur í 5.-7. bekk Varmahlíðarskóla unnu í vetur og varðar hönnun draumaskólalóðar fyrir skólann þeirra. Var verkefnið kynnt foreldrum og sveitarstjóra fyrir skemmstu. Í kjölfarið senda nemendur nú óskir um forgangsröðun leiktækjakaupa til byggðarráðs. Óskað er eftir að sveitarfélagið fjármagni kaup á hringekju en félagasamtök hafa sýnt því áhuga að safna fyrir kaupum á köngulóarrólu og jafnvel trampólínum. Jafnframt er óskað eftir því að sveitarfélagið komi umræddum leiktækjum fyrir.
    Byggðarráð samþykkir með 2 atkvæðum að fela sveitarstjóra að kanna mögulegan kostnað við tækjakaupin og uppsetningu þeirra og taka málið fyrir að nýju þegar þær upplýsingar liggja fyrir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 88. fundar byggðarráðs staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 88 Lagt fram aðalfundarboð UB koltrefja ehf. þar sem boðað er til aðalfundar félagsins 15. mars nk. Á dagskrá fundarins er m.a. tillaga um að auka hlutafé um kr. 6 m.kr. til að jafna neikvætt óráðstafað eigið fé sem er forsenda þess að geta slitið félaginu. Hlutur Skagafjarðar í þeirri fjárhæð er kr. 1,2 m.kr.
    Álfhildur Leifsdóttir VG og óháðum leggur fram eftirfarandi tillögu:
    VG og óháð gera það að tillögu sinni að Skagafjörður greiði ekki skuld UB koltrefja heldur verði félagið sett í þrot. Nóg er komið af því að sveitarfélagið greiði upp skuldir tengdum áhættufjárfestingum sem falla alls ekki undir þau lögbundnu verkefni sem sveitarfélaginu er skylt að sinna. Skemmst er að minnast tugmilljóna uppgreiðslu sveitarfélagsins vegna skulda í plastbátafyrirtækinu Mótun, á kostnað skattgreiðenda Skagafjarðar, í stað þess að það færi í þrotaskipt á sínum tíma.
    Tillagan felld með 2 atkvæðum meirihluta gegn 1 atkvæði minnihluta.
    Meirihluti Byggðarráðs Einar E. Einarsson og Sólborg S. Borgarsdóttir óska bókað:
    Meirihluti byggðarráðs leggst alfarið gegn því að umrætt félag verði sett í gjaldþrot. Það væru verulega óeðlileg vinnubrögð með hliðsjón af forsögu málsins. Sveitarfélagið kom að þessu verkefni á sínum tíma af heilum hug og þá ekki sýst þáverandi formaður atvinnumálanefndar Bjarni Jónsson fulltrúi VG. Samstaða hefur því verið um að vinna að framgangi málsins á undanförnum árum, jafnt í sveitarstjórn sem á vettvangi Alþingis og ljóst að vinna liðinna ára mun nýtast verkefninu áfram skapist þær aðstæður að áhugasamir fjárfestar horfi að nýju til Íslands í framleiðslustarfsemi koltrefja.
    Byggðarráð samþykkir með 2 atkvæðum meirihluta að fela sveitarstjóra að vinna að gerð viðauka vegna aukins hlutafjár. Fyrir tilstilli félagsins hefur margvísleg undirbúningsvinna átt sér stað, m.a. greiningarvinna, gerð loftdreifiútreikninga fyrir áformaða starfsemi, stuðningur við kynningu á kostum Skagafjarðar innanlands og erlendis, o.s.frv.
    Byggðarráð samþykkir jafnframt með 2 atkvæðum meirihluta að Gísli Sigurðsson, aðalmaður sveitarfélagsins í stjórn UB koltrefja, fari með atkvæðisrétt sveitarfélagsins á fundinum.
    Bókun fundar Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, VG og óháð óska bókað:
    Þegar fulltrúi VG og óháðra lagði fram tillögu á byggðarráðs fundi þann 13. mars síðastliðinn um að Skagafjörður greiði ekki skuld UB koltrefja, í ljósi þess að sú áhættufjárfesting féll ekki undir lögboðin verkefni sveitarfélagsins, felldi meirihluti þá tillögu og lagði fram bókun. Sú bókun snérist að hluta til um að þáverandi formaður atvinnumálanefndar sveitarfélagsins og fulltrúi VG og óháðra, Bjarni Jónsson, hefði komið að verkinu af heilum hug. Sú vegferð að setja verkefni Sveitarfélagsins varðandi koltrefjaframleiðslu í Skagafirði, sem atvinnumálanefnd sveitarfélagsins hafði haldið utan um, inn í inn í sérstakt félag í meirihlutaeigu KS og félags í eigu Bjarna Ármannssonar, Gasfélagið og sveitarfélagið ætti þar einnig hlut, var aðgerð meirihluta Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins, sem núverandi formaður byggðaráðs tilheyrði. Það sama á við um ákvarðanir um aukningu hlutafjár, en VG átti áheyrnarfulltrúa í Byggðaráði á upphafsárum þess félags og hefur aldrei haft að því afkomu eða átt fulltrúa í stjórn þess. Hlutafjáraukning UB koltrefja upp á 10 milljónir árið 2009 átti sér stað í júlí, þegar byggðarráð fer með fullnaðarvald í sumarleyfi sveitarstjórnar og eins og fyrr segir, fulltrúi VG var á þeim tíma áheyrnarfulltrúi í byggðarráði og því ekki með atkvæðisrétt.
    Þær ávirðingar sem bornar eru fram í bókun meirihluta byggðaráðs gagnvart fyrrverandi sveitarstjórnarfulltrúum eru ósæmandi og til vansa þeim er að standa. Það enn skoðun VG og óháðra að Skagafjörður greiði ekki skuld UB koltrefja heldur verði félagið sett í þrot. Nóg er komið af því að sveitarfélagið greiði upp skuldir tengdum áhættufjárfestingum sem falla alls ekki undir þau lögbundnu verkefni sem sveitarfélaginu er skylt að sinna. Og er þá skemmst að minnast tugmilljóna uppgreiðslu sveitarfélagsins vegna skulda í plastbátafyrirtækinu Mótun, á kostnað skattgreiðenda Skagafjarðar, í stað þess að það færi í þrotaskipti á sínum tíma.

    Einar E Einarsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:
    Meirihluti sveitarstjórnar Framóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óskar bókað.
    Meirihluti sveitarstjórnar leggst alfarið gegn því að umrætt félag verði sett í gjaldþrot. Það væru verulega óeðlileg vinnubrögð með hliðsjón af forsögu málsins. Sveitarfélagið kom að þessu verkefni á sínum tíma af heilum hug og þá ekki sýst þáverandi formaður atvinnumálanefndar Bjarni Jónsson fulltrúi VG. Samstaða hefur verið um að vinna að framgangi málsins á undanförnum árum, jafnt í sveitarstjórn sem á vettvangi Alþingis. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu er ljóst að vinna liðinna ára mun nýtast verkefninu áfram skapist þær aðstæður að áhugasamir fjárfestar horfi að nýju til Íslands í framleiðslustarfsemi koltrefja.

    Afgreiðsla 88. fundar byggðarráðs staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með sjö atkvæðum. Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir óska bókað að þær sitja hjá.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 88 Lagt fram aðalfundarboð Norðurár bs. vegna aðalfundar þann 19. mars 2024. Byggðarráð samþykkir samhljóða að sveitarstjóri verði fulltrúi sveitarfélagsins á fundinum og fari með atkvæðisrétt þess. Bókun fundar Afgreiðsla 88. fundar byggðarráðs staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 88 Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 265/2023, "Endurmat á virkjunarkostum úr 3. áfanga rammaáætlunar - tillögur verkefnastjórnar". Umsagnarfrestur er til og með 15.03.2024.
    Fulltrúar meirihluta, Einar E. Einarsson og Sólborg S. Borgarsdóttir, óska bókað:
    Meirihluti byggðarráðs Skagafjarðar mótmælir þeirri niðurstöðu sem verkefnastjórn rammaáætlunar leggur til nú varðandi virkjunarkosti í Skagafirði. Þann 15. júní 2022 samþykkti Alþingi þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlun, þingskjal nr. 1210, 332. mál á 152. löggjafarþingi). Þingsályktunin byggði á niðurstöðu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar þar sem mikilvægt var talið að ákvarðanir um flokkun virkjunarkosta í verndarflokk eða nýtingarflokk grundvölluðust á mati sem byggðist á bestu mögulegum upplýsingum um viðkomandi svæði og áhrif fyrirhugaðra framkvæmda á náttúru þess og lífríki. Það var talið nauðsynlegt að eyða þeirri óvissu sem uppi var um raunveruleg áhrif viðkomandi virkjunarkosta á þau viðföng sem til staðar eru í Héraðsvötnum áður en tekin yrði ákvörðun um hvort svæðið eigi að fara í verndarflokk eða nýtingarflokk yrði tekinn (þingskjal nr. 1210, 332. mál á 152. löggjafarþingi).
    Á grunni samþykktrar þingsályktunar og nefndarálits meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis fól verkefnisstjórn 5. áfanga rammaáætlunar faghópi 1 að endurmeta ofangreinda virkjunarkosti miðað við þau tilmæli sem Alþingi veitti verkefnisstjórn. Í áliti verkefnastjórnar kemur ekkert fram um að þeir hafi beðið aðra lögbundna faghópa að fjalla um málið sem vekur mikla furðu. Niðurstöður faghóps 1 í endurmatinu liggur nú fyrir og er hún sú að virkjunarkostir Héraðsvatna, Skatastaðavirkjun C, Skatastaðavirkjun D og Villingarnesvirkjun verði aftur færðar í verndarflokk. Lítið virðist þar t.d. gert með minnisblað verkfræðistofunnar Verkíss sem dagsett er 15. desember 2015. Sem fyrr segir er ekki neitt komið fram um vinnu eða álit faghópa nr 2, 3 eða 4 í endurmatinu. Það er líka rétt að benda á að niðurstöður faghópa nr. 3 og 4 hafa aldrei komið fram um virkjunarmöguleikana í Héraðsvötnum. Faghópi 3 er ætlað samkvæmt lögum að meta virkjunarkosti og landsvæði með tilliti til áhrifa þeirra á samfélagið og faghópi 4 er ætlað greina hagkvæmi virkjunarkosta og kostnaðarflokka. Meirihluti byggðarráðs telur því að málið hafi ekki verið rannsakað eins og lög nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun kveða á um.
    Rétt er einnig að minna á stefnu stjórnvalda um að orkuskiptum á Íslandi skuli lokið fyrir árið 2040 og að á Norðurlandi öllu er verulegur skortur á orku ásamt því að vegalengdir frá virkjunum hamla meðal annars möguleikum á nýtingu jarðstrengja í uppbyggingu flutningskerfisins á Norðurlandi. Einnig er rétt að minna á þá miklu jarðfræðilegu óvissu sem ríkir í dag um jarðvarmavirkjanir á Suðvesturhorni landsins en við virkjun Blöndu á sínum tíma voru meðal annars notuð þau rök að hún væri utan eldvirkra svæða. Sömu rök gilda einnig í dag um t.d. virkjun Skatastaðavirkjunar en ógnin af áhrifum eldsumbrota á virkanir á Suðvesturhorninu hefur aldrei verið áþreifanlegri en í dag.
    Fulltrúar meirihluta byggðarráðs Skagafjarðar skora því á umhverfis- og auðlindaráðherra og Alþingi að tryggja að allir virkjunarkostir Héraðsvatna verði skoðaðir ítarlega með hugsanlega nýtingu þeirra í huga. Fyrir því eru margvíslög rök svo sem kemur fram hér að framan en þeirra veigamest eru raforkuöryggi þjóðarinnar sem stendur nú frammi fyrir verulegri ógn vegna áhrifa jarðhræringa á virkjanir og virkjanakosti á Reykjanesskaganum. Jafnframt tökum við heilshugar undir umsögn Landsvirkjunar frá 18. desember 2023, en þar eru færð góð rök fyrir því að ekki séu teknar óafturkræfar ákvarðanir um röðun virkjunarkosta í vernd nema að vel athuguðu máli og með fullum skilningi á mögulegum áhrifum slíkra ákvarðana á orkuskipti og orkuöryggi.
    Álfhildur Leifsdóttir VG og óháðum óskar bókað:
    Héraðsvötnin og Jökulárnar móta ásýnd og ímynd Skagafjarðar og eru undirstaða hins síkvika lífkerfis héraðsins allt frá jöklum til hafs. Tækifæri framtíðarinnar felast í að vernda þau og nýta þau óspjölluð í tengslum við fjölþætta útivist, veiði, ferðaþjónustu, landbúnað og aðra umhverfisvæna atvinnustarfsemi. Þýðing Vatnanna fyrir uppeldi fiskseiða, bæði ferskvatnsfiska og sjávarfiska er einnig ómetanleg. Ferðaþjónusta í Skagafirði er í vexti og hafa fljótasiglingar skapað svæðinu mikla sérstöðu, enda einstakar á heimsvísu.
    Talið var að um ofmat væri að ræða í rökstuðningi faghóps rammaáætlunar 3 og óskað var eftir endurmati á þeim grundvelli. Voru Héraðsvötn færð aftur í biðflokk í síðustu rammaáætlun fyrir vikið. Niðurstöður endurmatsins eru afdráttarlausar. Höfundar greinagerðar um endurmat telja að ekki hafi verið um ofmat að ræða á áhrifum fyrirhugaðra virkjana í Héraðsvötnum á þá þætti náttúrufars sem óskað var nánari skoðunar á.
    Meðal þess sem fram kom í athugunum endurmatsins var:
    Náttúruverndargildi Héraðsvatna er mjög hátt enda meðal umfangsmestu flæðiengja landsins. Þetta endurspeglast í því að svæðið hefur fengið sérstaka stöðu m.t.t. náttúruverndar, bæði innanlands og alþjóðlega, m.a. vegna mikilvægi svæðisins fyrir fugla og líffræðilega fölbreytni.
    Lífverusamfélög og vistkerfi flæðiengjanna hafa þróast í takt við reglubundnar sveiflur í umhverfinu. Aurinn sem berst með flóðum sem veita vatni á landið er vistfræðilega mikilvægur fyrir flæðiengjarnar og forsenda fyrir því að þær geti viðhaldið sér. Vatnsmiðlun vegna virkjunarframkvæmda hefur mikil og ófyrirsjáanleg áhrif á eðli flóða í vatnakerfinu en þau eru grundvöllur vistkerfis flæðiengjanna.
    Flæðiengjar í Skagafirði eru hluti af stærri vistfræðilegri heild og því mikilvægt að huga að því þegar horft er til verðmætamats og mögulegra áhrifa aðgerða á vatnasvið Héraðsvatna. Orravatnsrústir sem eru efst á vatnasviði Héraðsvatna hafa hátt náttúruverndargildi ekki síst vegna rústamýra sem teljast alþjóðlega verndarþurfi og eru fremur sjaldgæfar hérlendis. Lón Skatastaðavirkjunar mun teygja sig inn á svæðið sem lagt er til að verði friðlýst og gæti haft áhrif á rústirnar.
    Niðurstaða höfunda greinargerðar um endurmat á niðurstöðu faghóps 1 í 3. áfanga rammaáætlunar á virkjunarkostum í Héraðsvötnum er að verðmæti vatnasviðs Héraðsvatna sé mjög hátt og hafi þar að leiðandi mikið náttúruverndargildi. Það er einnig álit höfunda að fyrirhugaðir virkjunarkostir myndu hafa mikil áhrif á vistkerfi og vistgerðir með hátt verndargildi. Höfundar greinargerðarinnar eru sammála áliti erlends sérfræðings sem fenginn var til að meta niðurstöður faghóps 1 í 3. áfanga um að ekki sé um ofmat að ræða á mögulegum áhrifum virkjunarhugmynda á vistkerfi svæðisins, þ.m.t. flæðiengjar á láglendi.
    Vinstri græn og óháð í Skagafirði fagna niðurstöðu endurmatsins krefjast þess að farið verði eftir því faglegu mati og um leið þeirri faglegu sátt sem rammaáætlun er ætlað að skapa.
    Bókun fundar Fulltrúar meirihluta ítreka bókun sína frá fundi byggðarráðs svohljóðandi:
    Meirihluti sveitarstjórnar Skagafjarðar mótmælir þeirri niðurstöðu sem verkefnastjórn rammaáætlunar leggur til nú varðandi virkjunarkosti í Skagafirði.
    Þann 15. júní 2022 samþykkti Alþingi þingsályktun um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða (rammaáætlun, þingskjal nr. 1210, 332. mál á 152. löggjafarþingi). Þingsályktunin byggði á niðurstöðu meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar þar sem mikilvægt var talið að ákvarðanir um flokkun virkjunarkosta í verndarflokk eða nýtingarflokk grundvölluðust á mati sem byggðist á bestu mögulegum upplýsingum um viðkomandi svæði og áhrif fyrirhugaðra framkvæmda á náttúru þess og lífríki. Það var talið nauðsynlegt að eyða þeirri óvissu sem uppi var um raunveruleg áhrif viðkomandi virkjunarkosta á þau viðföng sem til staðar eru í Héraðsvötnum áður en tekin yrði ákvörðun um hvort svæðið eigi að fara í verndarflokk eða nýtingarflokk yrði tekinn (þingskjal nr. 1210, 332. mál á 152. löggjafarþingi). Á grunni samþykktrar þingsályktunar og nefndarálits meirihluta umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis fól verkefnisstjórn 5. áfanga rammaáætlunar faghópi 1 að endurmeta ofangreinda virkjunarkosti miðað við þau tilmæli sem Alþingi veitti verkefnisstjórn. Í áliti verkefnastjórnar kemur ekkert fram um að þeir hafi beðið aðra lögbundna faghópa að fjalla um málið sem vekur mikla furðu. Niðurstöður faghóps 1 í endurmatinu liggur nú fyrir og er hún sú að virkjunarkostir Héraðsvatna, Skatastaðavirkjun C, Skatastaðavirkjun D og Villingarnesvirkjun verði aftur færðar í verndarflokk. Lítið virðist þar t.d. gert með minnisblað verkfræðistofunnar Verkíss sem dagsett er 15. desember 2015. Sem fyrr segir er ekki neitt komið fram um vinnu eða álit faghópa nr 2, 3 eða 4 í endurmatinu. Það er líka rétt að benda á að niðurstöður faghópa nr. 3 og 4 hafa aldrei komið fram um virkjunarmöguleikana í Héraðsvötnum. Faghópi 3 er ætlað samkvæmt lögum að meta virkjunarkosti og landsvæði með tilliti til áhrifa þeirra á samfélagið og faghópi 4 er ætlað greina hagkvæmi virkjunarkosta og kostnaðarflokka.
    Meirihluti sveitarstjórnar telur því að málið hafi ekki verið rannsakað eins og lög nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun kveða á um. Rétt er einnig að minna á stefnu stjórnvalda um að orkuskiptum á Íslandi skuli lokið fyrir árið 2040 og að á Norðurlandi öllu er verulegur skortur á orku ásamt því að vegalengdir frá virkjunum hamla meðal annars möguleikum á nýtingu jarðstrengja í uppbyggingu flutningskerfisins á Norðurlandi. Einnig er rétt að minna á þá miklu jarðfræðilegu óvissu sem ríkir í dag um jarðvarmavirkjanir á Suðvesturhorni landsins en við virkjun Blöndu á sínum tíma voru meðal annars notuð þau rök að hún væri utan eldvirkra svæða. Sömu rök gilda einnig í dag um t.d. virkjun Skatastaðavirkjunar en ógnin af áhrifum eldsumbrota á virkanir á Suðvesturhorninu hefur aldrei verið áþreifanlegri en í dag.
    Fulltrúar meirihluta sveitarstjórnar Skagafjarðar skora því á umhverfis- og auðlindaráðherra og Alþingi að tryggja að allir virkjunarkostir Héraðsvatna verði skoðaðir ítarlega með hugsanlega nýtingu þeirra í huga. Fyrir því eru margvíslög rök svo sem kemur fram hér að framan en þeirra veigamest eru raforkuöryggi þjóðarinnar sem stendur nú frammi fyrir verulegri ógn vegna áhrifa jarðhræringa á virkjanir og virkjanakosti á Reykjanesskaganum. Jafnframt tökum við heilshugar undir umsögn Landsvirkjunar frá 18. desember 2023, en þar eru færð góð rök fyrir því að ekki séu teknar óafturkræfar ákvarðanir um röðun virkjunarkosta í vernd nema að vel athuguðu máli og með fullum skilningi á mögulegum áhrifum slíkra ákvarðana á orkuskipti og orkuöryggi.


    Fulltrúar VG og óháðum ítreka bókun sína frá fundi byggðarráðs:
    Héraðsvötnin og Jökulárnar móta ásýnd og ímynd Skagafjarðar og eru undirstaða hins síkvika lífkerfis héraðsins allt frá jöklum til hafs. Tækifæri framtíðarinnar felast í að vernda þau og nýta þau óspjölluð í tengslum við fjölþætta útivist, veiði, ferðaþjónustu, landbúnað og aðra umhverfisvæna atvinnustarfsemi. Þýðing Vatnanna fyrir uppeldi fiskseiða, bæði ferskvatnsfiska og sjávarfiska er einnig ómetanleg. Ferðaþjónusta í Skagafirði er í vexti og hafa fljótasiglingar skapað svæðinu mikla sérstöðu, enda einstakar á heimsvísu. Talið var að um ofmat væri að ræða í rökstuðningi faghóps rammaáætlunar 3 og óskað var eftir endurmati á þeim grundvelli. Voru Héraðsvötn færð aftur í biðflokk í síðustu rammaáætlun fyrir vikið. Niðurstöður endurmatsins eru afdráttarlausar. Höfundar greinagerðar um endurmat telja að ekki hafi verið um ofmat að ræða á áhrifum fyrirhugaðra virkjana í Héraðsvötnum á þá þætti náttúrufars sem óskað var nánari skoðunar á. Meðal þess sem fram kom í athugunum endurmatsins var: Náttúruverndargildi Héraðsvatna er mjög hátt enda meðal umfangsmestu flæðiengja landsins. Þetta endurspeglast í því að svæðið hefur fengið sérstaka stöðu m.t.t. náttúruverndar, bæði innanlands og alþjóðlega, m.a. vegna mikilvægi svæðisins fyrir fugla og líffræðilega fölbreytni. Lífverusamfélög og vistkerfi flæðiengjanna hafa þróast í takt við reglubundnar sveiflur í umhverfinu. Aurinn sem berst með flóðum sem veita vatni á landið er vistfræðilega mikilvægur fyrir flæðiengjarnar og forsenda fyrir því að þær geti viðhaldið sér. Vatnsmiðlun vegna virkjunarframkvæmda hefur mikil og ófyrirsjáanleg áhrif á eðli flóða í vatnakerfinu en þau eru grundvöllur vistkerfis flæðiengjanna. Flæðiengjar í Skagafirði eru hluti af stærri vistfræðilegri heild og því mikilvægt að huga að því þegar horft er til verðmætamats og mögulegra áhrifa aðgerða á vatnasvið Héraðsvatna. Orravatnsrústir sem eru efst á vatnasviði Héraðsvatna hafa hátt náttúruverndargildi ekki síst vegna rústamýra sem teljast alþjóðlega verndarþurfi og eru fremur sjaldgæfar hérlendis. Lón Skatastaðavirkjunar mun teygja sig inn á svæðið sem lagt er til að verði friðlýst og gæti haft áhrif á rústirnar. Niðurstaða höfunda greinargerðar um endurmat á niðurstöðu faghóps 1 í 3. áfanga rammaáætlunar á virkjunarkostum í Héraðsvötnum er að verðmæti vatnasviðs Héraðsvatna sé mjög hátt og hafi þar að leiðandi mikið náttúruverndargildi. Það er einnig álit höfunda að fyrirhugaðir virkjunarkostir myndu hafa mikil áhrif á vistkerfi og vistgerðir með hátt verndargildi. Höfundar greinargerðarinnar eru sammála áliti erlends sérfræðings sem fenginn var til að meta niðurstöður faghóps 1 í 3. áfanga um að ekki sé um ofmat að ræða á mögulegum áhrifum virkjunarhugmynda á vistkerfi svæðisins, þ.m.t. flæðiengjar á láglendi. Vinstri græn og óháð í Skagafirði fagna niðurstöðu endurmatsins krefjast þess að farið verði eftir því faglegu mati og um leið þeirri faglegu sátt sem rammaáætlun er ætlað að skapa.

    Afgreiðsla 88. fundar byggðarráðs staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 88 Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 64/2024, "Aðgerðaáætlun matvælastefnu". Umsagnarfrestur er til og með 21.03. 2024.
    Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða eftirfarandi umsögn:

    Söfnunarkerfi fyrir dýraleifar
    Varðandi hugmyndir um skipulagt söfnunarkerfi á dýraleifum fyrir landið allt leggur byggðarráð áherslu á að sú vinna sem í gang á að fara verði vönduð og unnin í samráði allra hagsmunaaðila eins og bænda, sláturleyfishafa og annarra sem lífrænn úrgangur fellur til hjá. Flutnings- og söfnunarkostnaður á t.d. sjálfdauðum dýrum frá bændum er hár, vegna mikilla vegalengda, ásamt því að bygging sérhæfðra eyðingarstöðva/líforkuvera er mjög hár. Þessar tvær staðreyndir gera það að verkum að eyðingarkostnaður á sjálfdauðu búfé getur orðið óeðlilega hár og ekki í neinu samhengi við t.d. afurðaverð eða umfang búanna eða afurðastöðva.
    Áður en farið er í framkvæmdir er mikilvægt að skoða til þrautar hvaða leiðir eru í boði og hvað þurfi raunverulega að ganga langt í að eyða þessum hluta dýraleyfa (sjálfdauð dýr), með sérhæfðum stöðvum í stað þess að leyfa urðun á þeim á viðurkenndum svæðum innan landshluta eða innan sveitarfélaga. Rétt er líka að minna á að umfang búvöruframleiðslu hér á landi er mjög lítið í samanburði við okkar nágrannaþjóðir og eftirlit með framleiðendum almennt gott. Það gæti sparað mjög mikinn kostnað og væri þá kannski nægjanlegt að hafa eina viðurkennda eyðingarstöð á landinu sem gæti tekið við bústofni úr niðurskurði vegna sjúkdóma, annan lífrænan úrgang sem hætta er talin stafa af, ásamt sláturúrgangi frá afurðastöðvum.

    Stöðumat markmiða um verndun líffræðilegrar fjölbreytni
    Um verndum líffræðilegrar fjölbreytni telur byggðarráð að ekki liggi fyrir nægar forsendur um stöðu núverandi vistkerfa í landinu til að hægt sé að setja markmið um endurheimt slíkra svæða. Eins eru markmið um að hverju eigi að stefna og hvers vegna óskilgreind. Skilgreina þarf miklu betur stöðuna eins og hún er í dag og móta þá um leið stefnu um hvaða land eða lönd eigi að vera landbúnaðarsvæði sem nýtt væru til ræktunar, beitar eða akuryrkju. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur ásamt fjölda einstaklinga, félagasamtaka og sveitarfélaga gagnrýnt verulega fyrirliggjandi drög um sjálfbæra landnýtingu. Þeirri gagnrýni allri þarf að svara og móta um leið miklu heildstæðari stefnu um landnýtingu og gildi einstakra landgerða fyrir t.d. landbúnað og aðra nýtingu lands áður en farið er að setja markmið um endurheimt. Að þessu verkefni þurfa að koma sveitarfélög og fulltrúar bænda ásamt öðrum þeim sem nýta landið.

    Fæðuöryggi
    Byggðarráð fagnar því að leggja eigi áherslu á fæðuöryggi í landinu þannig að þjóðin verði minna háð innfluttum hráefnum og aðföngum og styrkja þá um leið fjölbreytta innlenda matvælaframleiðslu. Jafnframt er fagnaðarefni að efla eigi enn frekar kornrækt í landinu en til að svo megi verða þarf meiri stuðning við þá framleiðslu og skýrari markmið um hvert eigi að stefna. Við heildarendurskoðun á stuðningskerfi landbúnaðarins er nauðsynlegt að hafa víðtækt og gott samráð við bændur um þær breytingar sem ætlunin verður að fara í af hálfu beggja aðila.

    Matvælaöryggi
    Byggðarráð leggur mikla áherslu á að sömu kröfur verði gerðar til innfluttra matvæla og gerðar eru til innlendra matvælaframleiðenda. Á þetta við um allar kröfur, þar með talið notkun lyfja, aðbúnað dýra í framleiðslu og um kröfur sem snúa að vinnslu afurða. Þetta er meðal annars mikilvægt vegna stöðugs vaxandi vandamála sem tengjast notkun sýklalyfja og sýklalyfjaónæmis við stöðuga og mikla notkun eins og viðurkennd er í mörgum öðrum löndum heimsins.
    Matvælaeftirlit verði samræmt og sett undir eina stofnun. Þessu ber að fagna en kerfið eins og það er í dag hefur hátt flækjustig og flókið regluverk. Við sameiningu þessara stofnana er samt mikilvægt að hafa í huga að hin nýja stofnunin hafi starfsstöðvar víðsvegar um landið en þannig verður kostnaður við eftirlitið lægri og nálægð við fyrirtækin meiri sem er kostur. Reynslan sýnir að mjög dýrt er fyrir framleiðendur þegar eftirlitsaðilar fara um langan veg til að taka út fyrirtæki eða starfsstöðvar. Mikilvægt er að við sameiningu þessara stofnanna komi fulltrúar allra stofnana að vinnunni og þar með talin sveitarfélögin en þau bera í dag ábyrgð á rekstri heilbrigðiseftirlitanna.

    Þarfir neytenda.
    Það er mikilvægt að neytendur séu upplýstir með augljósum hætti á umbúðum matvara hver uppruni þeirra matvæla sé sem þeir eru að kaupa eða vinna með og við hvaða skilyrði þau eru framleidd. Þessar merkingar þurfa að vera skýrar þeim sem verslar eða neytir matvælanna hér á landi.
    Til að merkingar sem þessar verði skýrar þarf að setja fram reglur um hvernig merkingarnar eiga að vera og sú stofnun sem fer með eftirlit á því þarf að hafa nægt fjármagn til að geta sinnt þeirri vinnu og eftirliti með að því sé framfylgt. Einnig þurfa að vera skýr sektarákvæði ef reglur eru brotnar.

    Rannsóknir, nýsköpun og menntun
    Mjög nauðsynlegt er að blása til sóknar í rannsóknum á hinum ýmsu þáttum sem tengjast búfjárrækt og ræktun lands, þar með talin kolefnislosun við framleiðsluna. Til að umrædd stefnumið náist verður að fylgja þessum málaflokki verulega aukið fjármagn til rannsókna. Eðlilegast er að þessi vinna sé skipulögð og framkvæmd af Landbúnaðarháskóla Íslands og öðrum hagsmunaaðilum í íslenskri landbúnaðarframleiðslu. Þá má ekki gleyma stuðningi við hefðbundnar greinar íslensks landbúnaðar.

    Almennt sagt um áætlunina í heild minnir byggðarráð á mikilvægi þess að tryggt sé að umrædd markmið og verkefni séu fjármögnuð en það er forsenda þess að þau gangi eftir og skili öllu því jákvæða sem þeim er ætlað.
    Bókun fundar Afgreiðsla 88. fundar byggðarráðs staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 88 Matvælaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 65/2024, "Aðgerðaráætlun landbúnaðarstefnu". Umsagnarfrestur er til og með 21.03. 2024.
    Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða eftirfarandi umsögn:
    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar drögum að aðgerðaáætlun um landbúnaðarstefnu og telur hana að mörgu leiti vel unnið plagg. Mikilvægt er samt að hafa í huga að svo öll þau góðu markmið sem þar koma fram nái fram að ganga þarf auknar rannsóknir á íslenskum aðstæðum og gott samstarf mismunandi hagaðila, þar með gott samstarf við bændur en þeir eru í dag stærstu notkunaraðilar lands og framleiðendur á íslenskra matvæla. Mjög mikilvægt er jafnframt að tryggja fjármögnum þessara verkefna en það er forsenda þess að markmið þeirra náist.
    Það er ákveðin skörun í nokkrum málaflokkum á milli aðgerðaáætlunar í matvælastefnu og aðgerðaáætlunar í landbúnaðarstefnu. Má þar nefna umfjöllun um eyðingu á lífrænum úrgangi, dýrahræjum, breytingar á stuðningskerfi við landbúnað, mat og rannsóknir á landi og fleira. Telur byggðarráð að eðlilega væri að hafa umfjöllun um þessa þætti og fleiri á einum stað í stað þess að deila þeim milli tveggja aðgerðaáætlana. Leggur byggðarráð til að þeir tilheyri aðgerðaáætlun í landbúnaði þannig að aðgerðaáætlun í matvælaframleiðslu taki frekar mið af sjónarhorni neytenda og krafna hans til matvælaframleiðslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 88. fundar byggðarráðs staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 88 Lagt fram til kynningar erindi frá Alþingi, dags. 4. mars 2024, þar sem vakin er athygli á könnun sem sett hefur verið upp á vef Alþingis en mm þessar mundir er unnið að endurskoðun á og mótun framtíðarsýnar fyrir vef Alþingis. Helsta markmið verkefnisins er að gera vefinn notendavænni og aðgengilegri fyrir fjölbreyttan hóp notenda. Ráðgert er að nýr vefur líti dagsins ljós á árinu 2025. Ráðgjafafyrirtækið Sjá hefur umsjón með gerð og úrvinnslu könnunarinnar í samstarfi við vefteymi skrifstofu Alþingis. Farið verður með öll svör sem trúnaðarmál og þau eru ekki rekjanleg til einstaklinga. Mikilvægt er að hafa samráð við helstu hagaðila til þess að fá innsýn í þarfir og kröfur ólíkra hópa sem nota vefinn og er þessi könnun liður í því en hún er opin út þessa viku. Bókun fundar Afgreiðsla 88. fundar byggðarráðs staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.