Fara í efni

Samþykktir um stjórn og fundasköp - breyting

Málsnúmer 2402102

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 84. fundur - 14.02.2024

Lagðar fram tillögur að breytingum á samþykktum sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem varða annars vegar sameiningu landbúnaðarnefndar, umhverfis- og samgöngunefndar og veitunefndar í eina nefnd, landbúnaðar- og innviðanefnd, í samræmi við tillögur HLH ehf., og hins vegar um breytingu sem felst í að fundargerðabækur verða aflagðar samhliða því sem rafrænar undirritanir fundargerða eru teknar upp.
Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögur að breytingum á samþykktum sveitarfélagsins Skagafjarðar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 23. fundur - 21.02.2024

Vísað frá 84. fundi byggðarráðs frá 14. febrúar sl. þannig bókað:
Lagðar fram tillögur að breytingum á samþykktum sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem varða annars vegar sameiningu landbúnaðarnefndar, umhverfis- og samgöngunefndar og veitunefndar í eina nefnd, landbúnaðar- og innviðanefnd, í samræmi við tillögur HLH ehf., og hins vegar um breytingu sem felst í að fundargerðabækur verða aflagðar samhliða því sem rafrænar undirritanir fundargerða eru teknar upp.
Byggðarráð samþykkir samhljóða tillögur að breytingum á samþykktum sveitarfélagsins Skagafjarðar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar."

Framlagaðar tillögur að breytingum á samþykktum sveitarfélagsins Skagafjarðar, bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum og vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 25. fundur - 18.03.2024

Lagðar fram tillögur að breytingum á samþykktum sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem varða annars vegar sameiningu landbúnaðarnefndar, umhverfis- og samgöngunefndar og veitunefndar í eina nefnd, landbúnaðar- og innviðanefnd, í samræmi við tillögur HLH ehf., og hins vegar um breytingu sem felst í að fundargerðabækur verða aflagðar samhliða því sem rafrænar undirritanir fundargerða eru teknar upp.

Samþykkt um breytingar á samþykkt um stjórn Skagafjarðar, sem samþykkt var með níu atkvæðum á 23. fundi sveitarsjórnar þann 22. febrúar 2024 og vísað til síðari umræðu sveitarstjórnar, eru bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.