Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 86

Málsnúmer 2402025F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 25. fundur - 18.03.2024

Fundargerð 86. fundar byggðarráðs frá 28. febrúar 2024 lögð fram til afgreiðslu á 25. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 86 Undir þessum dagskrárlið kom Jón Örn Berndsen frá veitu- og framkvæmdasviði til fundarins og kynnti gögn fyrirhugaðs útboðs á fyrri áfanga nýrrar byggingar leikskóla í Varmahlíð.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela veitu- og framkvæmdasviði sveitarfélagsins að bjóða framkvæmdina út í opnu útboði á grundvelli framlagðra gagna og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar byggðarráðs staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 86 Staða sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Skagafjarðar var auglýst laus til umsóknar 12. janúar 2024. Alls bárust 7 umsóknir um stöðuna en 2 umsækjendur drógu umsókn sína til baka eftir að viðtöl hófust.
    Eftir ítarlegt mat og viðtöl er sameiginlegt mat þeirra sem komu að ráðningarferlinu að enginn þeirra umsækjanda sem eftir standa uppfylli nægilega vel þær kröfur um menntun eða reynslu sem gerðar eru til stöðu sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs og er því lagt til að staðan verði auglýst að nýju þar sem lögð verður ríkari áhersla á bæði menntun og reynslu á sviði lögfræði.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að staða sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs verði auglýst laus til umsóknar að nýju.
    Bókun fundar Afgreitt á 24. fundi sveitarstjórnar 28. febrúar 2024
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 86 Staða sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar var auglýst laus til umsóknar 12. janúar 2024. Alls bárust 6 umsóknir um stöðuna en 2 umsækjendur drógu umsókn sína til baka eftir að viðtöl hófust. Eftir ítarlegt mat og þrjú viðtöl er sameiginlegt mat þeirra sem komu að ráðningarferlinu að Hjörvar Halldórsson, verksmiðjustjóri hjá Steinull hf. sé hæfastur til að gegna starfi sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs.
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að Hjörvar Halldórsson verði ráðinn sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs Skagafjarðar.
    Bókun fundar Afgreitt á 24. fundi sveitarstjórnar 28. febrúar 2024
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 86 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar byggðarráðs staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 86 Sjá trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar byggðarráðs staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 86 Erindinu vísað frá 13. fundi veitunefndar Skagafjarðar, 5.2. 2024 þannig bókað:
    Farið var yfir verklýsingu fyrir vinnsluholu BM-14 sem til stendur að bora fyrir Skagafjarðarveitur í landi Sauðárkróks við Borgarmýri. Áætlað bordýpi er um 800m. Áætlað er að holan verði fóðrið niður í 200 m með 10¾" vinnslufóðringu. Opni hluti holunnar fyrir neðan vinnslufóðringu verður boraður með 9⅞" borkrónu. Verklýsing og hönnun holunnar er unnin af Ísor ohf. í samstarfi við starfsmenn Skagafjarðarveitna. Verkið er tilbúið til útboðs.
    Veitunefnd samþykkir áformin og vísar málinu áfram til afgreiðslu í Byggðarráði.
    Álfhildur Leifsdóttir, VG og óháðum óskar bókað:
    Í drögum að skýrslu frá Ísor “Meira vatn við Áshildarholtsvatn? frá því í janúar 2024 stendur eftirfarandi:
    “Hitamælingar í borholum og niðurstöður efnafræðinnar gefa vísbendingu um að hitastig sé heldur hærra á syðri hluta vinnslusvæðisins við Áshildarholtsvatn/Borgarmýrar. Vatn rennur enn úr laugum á svæðinu og upp úr gömlum grunnum holum og því virðist þrýstingur í jarðhitakerfinu lítið hafa breyst, en það á reyndar líka við norðurhluta svæðisins. Það er því áhugavert að bora nýja vinnsluholu á þeim hluta jarðhitasvæðisins. Jafnframt verður hola þar í allnokkurri fjarlægð frá núverandi vinnsluholum og hefði líklega minni áhrif á þær. Því er lagt til út frá öllu sem rakið er hér að ofan að bora holu nærri holu 6 (mynd 9). Ef það gengur ekki að bora á Sjávarborgarlandi þá ætti að bora vestan við holu 10.?
    Hola 6 á mynd 9 stendur í Sjávarborgarlandi.
    Það er afar sérstakt að ekki eigi að bíða eftir lokaskýrslu Ísor áður en ákvörðun um borholu er tekin, sérstaklega í ljósi þess að það eigi ekki að fara eftir þeirri sérfræðiráðgjöf sem Ísor veitir og bora holu á öðrum stað en er fyrsti kostur sérfræðinganna þar.
    Óskað er eftir formlegum rökstuðningi fyrir því að ekki eigi að bora í landi Sjávarborgar eins og lagt er til í drögum umræddrar skýrslu Ísor og að málinu sé frestað þar til sá rökstuðningur liggur fyrir.
    Einnig mælast VG og óháð til að hafin verði rannsóknarvinna við leit á heitu vatni fyrir stærsta þéttbýliskjarna Skagafjarðar á öðru svæði og öðru kerfi en því sem nýtt er nú, í ljósi aukinnar notkunar á heitu vatni með fjölgun fólks og fyrirtækja og í ljósi tilfallandi skorts á heitu vatni síðustu ár.
    Einar E Einarsson og Sólborg S. Borgarsdóttir, fulltrúar meirihluta óska bókað:
    Það hefur legið fyrir í nokkurn tíma að bora þyrfti nýja holu fyrir Skagafjarðarveitur í Borgarmýrum, en í dag er verið að taka þar vatn úr 4 holum í landi Skagafjarðar og úr einni holu til viðbótar á álagstímum úr landi Sjávarborgar. Um er að ræða sama vatnakerfi undir öllum holunum en ekki er vitað með vissu hvað vatnakerfið í heild er stórt. Ákvörðun um staðsetningu nýju holunnar hefur alfarið verið í höndum sérfræðinga Ísor og yfirmanna veitu- framkvæmdarsviðs sveitarfélagsins, en það er nákvæmlega sama aðferðafræði og alltaf er unnið er eftir við staðsetningu borhola í Skagafirði. Fyrirhuguð borhola verður staðsett nákvæmlega þar sem okkar sérfræðingar eru sammála um að skynsamlegast sé að bora og staðfest er í greinargerð með útboðsgögnum Ísor frá 15. febrúar 2024. Nýja holan verður rétt vestan við borholu 10 og sunnan við borholu 13 sem jafnframt er okkar aðalorkugjafi í dag og jafnframt með heitasta vatnið.
    Það er von okkar að þessi fyrirhugaða borun takist vel og skili auknu vatnsmagni en orkuþörf sveitarfélagsins fer vaxandi með fjölgun íbúa og aukinni starfsemi.
    Byggðarráð samþykkir með 2 atkvæðum meirihluta að fela veitu- og framkvæmdasviði sveitarfélagsins að bjóða framkvæmdina út á grundvelli framlagðra gagna og vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar byggðarráðs staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 86 Málið áður tekið fyrir á 85. fundi byggðarráðs Skagafjarðar 21.2. 2024 en fræðslunefnd hafði áður vísað til ráðsins tillögu um að skipa spretthóp sem ætlað er að skoða hvað önnur sveitarfélög hafa gert í tengslum við breytingar á skipulagi og starfsumhverfi leikskóla með dvalartíma, vellíðan og velferð barna og starfsfólks í huga.
    Byggðarráð samþykkti á fyrrgreindum fundi ráðsins að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að kalla eftir tilnefningum úr hópi foreldra, þ.e. 1 frá hverjum hinna þriggja leikskóla sem eru í Skagafirði, sem og 1 fulltrúa úr hópi stjórnenda frá hverjum leikskólanna og 1 úr hópi starfsmanna frá hverjum leikskóla. Í hópnum munu jafnframt sitja pólitískt kjörnir fulltrúar fræðslunefndar. Með hópnum starfa sviðsstjóri fjölskyldusviðs og sérfræðingur. Þegar tilnefndingar liggja fyrir mun byggðarráð formlega skipa hópinn.
    Tilnefningar liggja nú fyrir en þær eru eftirfarandi:
    Fulltrúi stjórnenda Ársala: Sólveig Arna Ingólfsdóttir
    Fulltrúi stjórnenda Birkilundar: Steinunn Arnljótsdóttir
    Fulltrúi stjórnenda Tröllaborgar: Jóhanna Sveinbj. Traustadóttir
    Fulltrúi foreldra Ársala: Inga Jóna Sveinsdóttir, til vara Ragnhildur Friðriksdóttir
    Fulltrúi foreldra Birkilundar: Salah Holzem, til vara Ingvi Bessason
    Fulltrúi foreldra Tröllaborgar: Sara Katrín Sandholt
    Fulltrúi starfsmanna Ársala: Ásbjörg Valgarðsdóttir
    Fulltrúi starfsmanna Birkilundar: Eva Dögg Sigurðardóttir
    Fulltrúi starfsmanna Tröllaborgar: Ásrún Leósdóttir
    Byggðarráð samþykkir samhljóða að skipa í spretthópinn þau Kristófer Má Maronsson, Hrund Pétursdóttur, Steinunni Rósu Guðmundsdóttur, Agnar Halldór Gunnarsson, Sólveigu Örnu Ingólfsdóttur, Steinunni Arnljótsdóttur, Jóhönnu Sveinbjörgu Traustadóttur, Ingu Jónu Sveinsdóttur, Söruh Holzem, Söru Katrínu Sandholt, Ásbjörgu Valgarðsdóttur, Evu Dögg Sigurðardóttur og Ásrúnu Leósdóttur, Með hópnum munu starfa Bryndís Lilja Hallsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Ragnar Helgason sérfræðingur á fjölskyldusviði. Hópurinn verður boðaður til funda utan dagvinnutíma en í boði verður að sitja bæði stað- og fjarfundi. Ekki er um launaðan hóp að ræða.
    Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar byggðarráðs staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 86 Lagt fram erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 16.2. 2024, þar sem sent er til umsagnar 115. mál, Búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 1. mars nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is. Ef engar athugasemdir eru þarf ekki að senda sérstaka tilkynningu þess efnis. Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar byggðarráðs staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 86 Menningar- og viðskiptaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 55/2024, "Breyting á lögum um opinber skjalasöfn". Umsagnarfrestur er til og með 07.03.2024.
    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar þeim breytingum á lögum um opinber skjalasöfn sem eru hér til kynningar. Byggðarráð telur að þessar breytingar séu jákvæð skref í átt að auknu jafnræði sveitarfélaga hvað varðar rekstur á opinberum skjalasöfnum. Tvö atriði mættu þó vera skýrari í lögunum. Í fyrsta lagi segir í 6. grein að gjaldskrár „... opinberra skjalasafna skulu miða við þann kostnað sem hlýst í rekstri skjalasafns af varðveislu skjala með hliðsjón af eðli þeirra og magni. Gjöld skulu ekki vera hærri en raunkostnaður af þeim þáttum sem þeim er ætlað að mæta að teknu tilliti til launa starfsfólks sem sinnir þjónustunni, sérstaks efniskostnaðar vegna þjónustunnar og eðlilegra afskrifta af þeim búnaði sem notaður er við veitingu þjónustunnar“. Hér þyrfti að einnig að telja til kostnað vegna húsnæðis en rekstur varðveislurýmis er einn af stærstu kostnaðarliðum í rekstri skjalasafna. Í öðru lagi þarf að skýra hvað átt er við með þeirri meginreglu að „gögnum skuli skilað á því sniði sem þau urðu til á“. Gera má ráð fyrir að hér sé átt við að gögn sem verði til rafrænt sé skilað inn rafrænt og þá eftir þeim reglum sem Þjóðskjalasafn Íslands hefur sett um þau skil, þ.e. í svokölluðum vörsluútgáfum. Það er þó einnig hægt að skilja þetta ákvæði svo að hægt sé að skila inn gögnum í margs konar rafrænu sniði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 86. fundar byggðarráðs staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.