Fara í efni

Félagsmála- og tómstundanefnd - 21

Málsnúmer 2402023F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 25. fundur - 18.03.2024

Fundargerð 21. fundar félagsmála- og tómstundanefndar frá 7. mars 2024 lögð fram til afgreiðslu á 25. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Sólborg Borgarsdóttir forseti kynnti fundargerð.
Jóhanna Ey Harðardóttir, Einar E Einarssonm, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Einar E Einarsson og Álfhildur Leifsdóttir kvöddu sér hljóðs.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 21 Tekin fyrir beiðni Körfuknattleiksdeildar Tindastóls um gjaldfrjáls afnot af Íþróttahúsinu á Sauðárkróki 30. mars n.k., vegna páskamóts Molduxa og páskaballs körfuknattleiksdeildarinnar. Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks samþykkja gjaldfrjáls afnot vegna páskamótsins.
    Samkvæmt gjaldskrá kostar leiga vegna skemmtana/balla kr. 368.555 pr. sólarhring sem ætlað er að standa straum af vinnu við uppsetningu, gæslu/eftirlits á meðan á viðburði stendur og frágangi/þrifum að honum loknum. Auk þessa fellur undir þetta leiga á búnaði sem og kostnaður við endurnýjun tækja/tóla þar sem öllum viðburðum fylgir ákveðið slit á eignum hússins. Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks samþykkja að fella niður leiguna að mestu en að deildin beri kostnað af vinnulið starfsmanns að upphæð kr. 55.629. Skilyrði er að öll uppsetning og frágangur verði unnin af hálfu deildarinnar.

    Anna Lilja Guðmundsdóttir fulltrúi Byggðalista óskar bókað:
    Íþróttahús gegna vegamiklu hlutverki þegar kemur að Íþróttastarfi barna- og ungmenna í heilsueflandi samfélagi. Þegar skemmtanaviðburðir sem þessi eru haldnir í íþróttahúsinu þurfa æfingar og tímar sem börn og ungmenni hafa til að stunda sitt lýðheilsustarf að víkja í að meðaltali 1-2 daga. Skemmtanahald í íþróttahúsi kemur niður á íþróttastarfi barnanna og tel ég því ekki ábyrgt að veita umbeðinn styrk á niðurfellingu á leigu á Íþróttahúsi Sauðárkróks vegna skemmtanahalds þegar um hagnaðardrifinn viðburð er að ræða.
    Bókun fundar Einar E Einarsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.
    Meirihluti sveitarstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks leggur áherslu á að það félag, Molduxarnir, sem hér sækist eftir húsnæðinu til körfuboltamóts er óhagnaðardrifið áhugamannafélag í Skagafirði sem á sér langa sögu. Jafnframt er körfuknattleiksdeild Tindastóls deild innan Ungmennafélagsins Tindastóls sem hefur það að markmiði að afla fjár fyrir deildina. Við afgreiðslu á erindum sem þessum styðst Félags- og tómstundanefnd jafnframt við vinnureglur nefndarinnar sem eiga að tryggja samræmingu í afgreiðslum nefndarinnar til þeirra sem sækjast eftir að leigja aðstöðuna.

    Fulltrúar Byggðalista ítreka bókun sína frá fundi byggðarráðs: Íþróttahús gegna vegamiklu hlutverki þegar kemur að Íþróttastarfi barna- og ungmenna í heilsueflandi samfélagi. Þegar skemmtanaviðburðir sem þessi eru haldnir í íþróttahúsinu þurfa æfingar og tímar sem börn og ungmenni hafa til að stunda sitt lýðheilsustarf að víkja í að meðaltali 1-2 daga. Skemmtanahald í íþróttahúsi kemur niður á íþróttastarfi barnanna og tel ég því ekki ábyrgt að veita umbeðinn styrk á niðurfellingu á leigu á Íþróttahúsi Sauðárkróks vegna skemmtanahalds þegar um hagnaðardrifinn viðburð er að ræða.

    Afgreiðsla 21. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með átta atkvæðum. Guðlaugur Skúlason óskar bókað að hann vék af fundi undir afgreiðslu málsins.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 21 Tekin fyrir beiðni Skíðadeilar Tindastóls um gjaldfrjáls afnot af Íþróttahúsinu á Sauðárkróki 23. mars n.k., vegna Tindastuðs.
    Samkvæmt gjaldskrá kostar leiga vegna skemmtana/balla kr. 368.555 pr. sólarhring sem ætlað er að standa straum af vinnu við uppsetningu, gæslu/eftirlits á meðan á viðburði stendur og frágangi/þrifum að honum loknum. Auk þessa fellur undir þetta leiga á búnaði sem og kostnaður við endurnýjun tækja/tóla þar sem öllum viðburðum fylgir ákveðið slit á eignum hússins. Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks samþykkja að fella niður leiguna að mestu en að deildin beri kostnað af vinnulið starfsmanns að upphæð kr. 55.629. Skilyrði er að öll uppsetning og frágangur verði unnin af hálfu deildarinnar.

    Anna Lilja Guðmundsdóttir fulltrúi Byggðalista ásamt Álfhildi Leifsdóttur fulltrúa VG og óháðra, óska bókað:
    Íþróttahús gegna vegamiklu hlutverki þegar kemur að Íþróttastarfi barna- og ungmenna í heilsueflandi samfélagi. Þegar skemmtanaviðburðir sem þessi eru haldnir í íþróttahúsinu þurfa æfingar og tímar sem börn og ungmenni hafa til að stunda sitt lýðheilsustarf að víkja í að meðaltali 1-2 daga. Skemmtanahald í íþróttahúsi kemur niður á íþróttastarfi barnanna og teljum við því ekki ábyrgt að veita umbeðinn styrk á niðurfellingu á leigu á Íþróttahúsi Sauðárkróks vegna skemmtanahalds þegar um hagnaðardrifinn viðburð er að ræða.
    Bókun fundar Einar E Einarsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.
    Meirihluti sveitarstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks leggur áherslu á að það félag sem hér óskar eftir leigu á íþróttahúsnæðinu er ekki hagnaðardrifið af óháðum aðila heldur sé þetta íþróttafélag á vegum Ungmennafélagsins Tindastóls sem hefur það að markmiði að afla fjár fyrir skíðadeildina. Við afgreiðslu á erindum sem þessum styðst Félags- og tómstundanefnd jafnframt við vinnureglur nefndarinnar sem eiga að tryggja samræmingu í afgreiðslum nefndarinnar til þeirra sem sækjast eftir að leigja aðstöðuna.

    Fulltrúar Vg og óháðar ásamt fulltrúum Byggðalista ítreka bókun sína frá fundi byggðarráðs:
    Íþróttahús gegna vegamiklu hlutverki þegar kemur að Íþróttastarfi barna- og ungmenna í heilsueflandi samfélagi. Þegar skemmtanaviðburðir sem þessi eru haldnir í íþróttahúsinu þurfa æfingar og tímar sem börn og ungmenni hafa til að stunda sitt lýðheilsustarf að víkja í að meðaltali 1-2 daga. Skemmtanahald í íþróttahúsi kemur niður á íþróttastarfi barnanna og teljum við því ekki ábyrgt að veita umbeðinn styrk á niðurfellingu á leigu á Íþróttahúsi Sauðárkróks vegna skemmtanahalds þegar um hagnaðardrifinn viðburð er að ræða.
    Afgreiðsla 21. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 21 Tekið fyrir erindi frá formanni Frjálsíþróttasambands Íslands þar sem fram kemur að halda eigi frjálsíþróttaþing á Sauðárkróki 15.-16. mars nk. Óskað er eftir því að sveitarfélagið bjóði þinggestum upp á kvöldverð að lokinni þingsetningu.
    Nefndin fagnar því að frjálsíþróttaþing sé haldið á Sauðárkróki og samþykkir samhljóða að útvega aðstöðu fyrir frjálsíþróttaþingið en sér sér ekki fært um að verða við beiðni um kvöldverð að lokinni þingsetningu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 21 Lagður fram tölvupóstur frá 22. desember 2023 þar sem mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 264/2023, „Áform um frumvarp til laga um æskulýðs og frístundastarf“. Umsagnarfrestur var til 26. janúar sl. Frumvarpið felur í sér ný heildarlög um æskulýðs- og frístundastarf til samræmis við Barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna og lög um samþættingu þjónustu í þágu barna. Þörf er á nýrri heildstæðri löggjöf þar sem núverandi æskulýðslög hafa ekki sætt endurskoðun frá árinu 2007.

    Nefndin fagnar frumvarpi til laga um æskulýðs og frístundastarf. Í stefnu um tómstunda- og félagsstarf barna og ungmenna til 2030 sem er vegvísir til framtíðar kemur fram að mennta- og barnamálaráðuneytið hyggst leggja áherslu á til að styðja við skipulagt félags- og tómstundastarf þar sem börn og ungmenni hafa tækifæri til að taka þátt á eigin forsendum, þroskast í öruggu umhverfi og styðja um leið við þau grunngildi sem þátttaka í lýðræðissamfélagi felur í sér. Því miður hefur aldurinn 15-18 ára oft orðið útundan í slíku starfi þar sem ungmennahús eru ekki starfrækt í öllum sveitarfélögum. Markmiðið frumvarpsins er að styðja við tómstunda- og félagsstarf barna og ungmenna, faglegan vettvang frístundastarfs og starfsemi félagsmiðstöðva á landsvísu þar sem aukið vægi og áhersla er lögð á að öllum börnum og unglingum standa til boða skipulagt frístundastarf sem hefur forvarnar-, uppeldis- og menntunargildi sem tekur mið af aldri þeirra og þroska og er það mjög þarft málefni til að efla um land allt.
    Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 21 Lagt fram erindi um lengri opnunartíma sundlaugarinnar á Hofsósi mánuðina júní, júlí og ágúst. Farið er fram á að laugin verði opnuð klukkan 7:00 í stað 9:00. Með hliðsjón af hve fáir hafa nýtt sér þennan opnunartíma undangengin sumur sjá fulltrúar meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks sér ekki fært að verða við erindinu. Kostnaður vegna lengri opnunar á Hofsósi myndi hafa í för með sér kostnaðarauka sem gæti hlaupið á u.þ.b. 1,2 milljón króna yfir þennan tíma sem óskað er eftir. Ekki var gert ráð fyrir þeim kostnaði í fjárhagsáætlun. Bent er á að nú er fjöldi opnunartíma lauga sem sveitarfélagið rekur sá sami, eða 84 klukkustundir í viku hverri á þessu tímabili.

    Álfhildur Leifsdóttir VG og óháðum og Anna Lilja Guðmundsdóttir Byggðalista óska bókað:
    Sundlaugin á Hofsósi á ekki síst að vera til að þjónusta íbúa þar og í nágrenni. Lengdur opnunartími sundlaugarinnar stuðlar að aukinni lýðheilsu í heilsueflandi samfélagi.
    Það er því miður að lengdum opnunartíma sé hafnað í sundlauginni á Hofsósi á meðan sá opnunartími sem óskað er eftir á virkum dögum þar er í sundlaugum Varmahlíðar og Sauðárkróks yfir sumartímann.
    Bókun fundar Fulltrúar Vg og óháðar ásamt fulltrúum Byggðalista ítreka bókun sína frá fundi byggðarráðs:
    Sundlaugin á Hofsósi á ekki síst að vera til að þjónusta íbúa þar og í nágrenni. Lengdur opnunartími sundlaugarinnar stuðlar að aukinni lýðheilsu í heilsueflandi samfélagi. Það er því miður að lengdum opnunartíma sé hafnað í sundlauginni á Hofsósi á meðan sá opnunartími sem óskað er eftir á virkum dögum þar er í sundlaugum Varmahlíðar og Sauðárkróks yfir sumartímann.

    Einar E Einarsosn tók til máls og lagði fram bókun: Meirihluti sveitarstjórnar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks leggur áherslu á að við gerð fjárhagsætlunar komi fram óskir um lengdan eða breyttarn opnunnatíma sundlauga. Þá er hægt að taka þar afstöðu til þeirra, en sú breyting sem hér er verið að biðja um kostar u.þ.b. 1,2 milljónir umfram núgildandi fjárhagsáætlun. Við ákvörðun á auknum opnunartíma verður líka að horfa á fyrirliggjandi tölur um fjölda gesta sem sækja laugarnar á þessum tíma sem lengdur opnunnar tími myndi ná yfir. Jafnframt má benda á að opnunartími þeirra sundlauga í Skagafirði sem sveitarfélagið rekur er sá sami í þeim öllum, eða 84 klukkustundir í viku hverri á þessu tímabili. Forsvarsmenn sundlauga geta gert breytingar á skiptingu opnunartíma innan þess ramma.

    Afgreiðsla 21. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 21 Áður tekið fyrir á fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 5. febrúar sl. þar sem nefndin vísaði beiðni um afnot af íþróttahúsi til félagsmála- og tómstundanefndar.

    Lagður fram tölvupóstur frá Karli Jónssyni, fyrir hönd Herramanna, þar sem óskað er eftir afnotum að íþróttahúsinu á Sauðárkróki endurgjaldslaust vegna dansleiks í Sæluviku. Nefndin fagnar framtakinu en hafnar beiðninni samhljóða með vísan í gjaldskrá íþróttamannvirkja. Mikilvægt er að árétta að afnot af íþróttahúsinu til slíkra viðburða felur óhjákvæmilega í sér kostnað sem fellur á íþróttahúsið. Kostnaður þessi er fyrst og fremst aukinn launakostnaður vegna uppsetningar á sviði, lagningar hlífðarlags á gólf, skreytinga og ljósabúnaðar, þrifa, aukins eftirlits á meðan á leigu stendur o.fl. Vegna þessa hefur verið sett sértök gjaldskrá fyrir útleigu til ýmissa menningarviðburða/dansleikja. Gjaldskránni er ætlað að koma að einhverju leyti til móts við þann kostnað sem slík úleiga felur í sér.
    Bókun fundar Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun.
    Álfhildur Leifsdóttir og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, VG og óháð óska bókað: Ekki er nóg að vera einungis með gjaldskrá íþróttamannvirkja í Skagafirði heldur þarf félagsmála- og tómstundanefnd að setja á verklagsreglur varðandi úthlutun íþróttamannvirkja til skemmtanahalds, sérstaklega hvað varðar gjaldfrjáls afnot við hagnaðardrifna viðburði. Munu þær reglur færa nefndarmönnum greinargóðar upplýsingar í umsókn sem auðveldar þeim að gæta jafnræði við ákvörðunartöku.

    Afgreiðsla 21. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 21 Yfirlit yfir rekstur málaflokks 06, frístunda- og íþróttamál á fjórða ársfjórðungi 2023 lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 21 Yfirlit yfir rekstur málaflokks 02, félagsþjónustu á fjórða ársfjórðungi 2023 lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 21 Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar 112. mál, frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003 (greiðsla meðlags). Lagt fram til kynningar. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 21 Lagður fram tölvupóstur frá Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála dags. 29.02.2024. Óskað er eftir því að sveitarfélagið svari spurningalista Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV). Spurningalistinn snýr að reglum um stoð- og stuðningsþjónustu sem sveitarfélögum er annars vegar skylt og hins vegar heimilt að setja samkvæmt lögum nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga og lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 21 Lagt fram eitt mál. Fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 21. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 25. fundi sveitarstjórnar 18. mars 2024 með níu atkvæðum.