Fræðslunefnd - 166
Málsnúmer 2103001F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 408. fundur - 17.03.2021
Fundargerð 166. fundar fræðslunefndar frá 3. mars 2021 lögð fram til afgreiðslu á 408. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Fræðslunefnd - 166 Rætt um stöðu biðlista við leikskólann Tröllaborg á Hólum. Búist er við að hægt verði að taka öll eins árs börn og eldri inn næsta haust. Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar fræðslunefndar staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
-
Fræðslunefnd - 166 Steinn Leó Sveinsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs, kom á fundinn og kynnti hugmyndir að nýrri byggingu við leikskólann Ársali. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir einni deild, anddyri fyrir tvær deildir og starfsmannarými. Í seinni áfanga er gert ráð fyrir að annarri deild. Fræðslunefnd vill horfa til framtíðarlausna í uppbyggingu leikskóla á Sauðárkróki. Bókun fundar Afgreiðsla 166. fundar fræðslunefndar staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.