Umhverfis- og samgöngunefnd - 178
Málsnúmer 2102029F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 408. fundur - 17.03.2021
Fundargerð 178. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 8. mars 2021 lögð fram til afgreiðslu á 408. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 178 Starfsfólk Flokku kynna fyrir nefndini hvað hefur áunnist seinustu þrjú ár í endurvinnslu. Einnig verður farið yfir ýmis mál sem tengjast sorphirðu og urðun.
Nefndin þakkar starfsmönnum Flokku fyrir greinargóðar upplýsingar og góðar umræður. Bókun fundar Afgreiðsla 178. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 178 Samkvæmt samþykktum umhverfis- og samgöngunefndar 13. janúar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar 15. janúar 2020 er Dögun ehf. kt. 550284-0659. leigð tímabundið lóð/landspildu, nánar tiltekið austan lóðarinnar Hesteyri 1, L143444.
Sviðsstjóri fór yfir samninginn og var honum falið að sjá um endlegan frágang og undirritun samningsins. Bókun fundar Afgreiðsla 178. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 178 Með dagsettu bréfi 28. desember 2020 frá Hafnarsjóði hefur leigusamningi verið sagt upp með 6 mánaða fyrirvara og Fiskmarkaði Íslands hf gert að rýma húsnæðið fyrir kl 13:00 þann 30.06.2021. Fiskmarkaður Íslands hf óskar eftir að fá framlengingu á leigusamningi til áramóta eða 31.12.2021.
Nefndin samþykkir að Fiskmarkaður Íslands hf leigi húsnæðið til 31.okt. 2021. Greiðslur verða í samræmi við núgildandi leigusamning. Bókun fundar Afgreiðsla 178. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 178 Lögð var fram til kynningar skýrsla um viðbragðsáætlun Heilbrigðisnefndar Norðurlands vestra vegna loftmengunar. Bókun fundar Afgreiðsla 178. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 178 Dagur Þór Baldvinsson lagði fram til kynningar skýrsla um viðbragðáætlun Skagafjarðarhafna sem unnin var í febrúar 2021.
Nefndin þakkaði Degi fyrir greinargóða framsetningu. Bókun fundar Afgreiðsla 178. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 178 Lögð voru fram kynningar gögn frá Vegagerðinni er varða hafnarframkvæmdir í Hofsósi. Bókun fundar Afgreiðsla 178. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.
-
Umhverfis- og samgöngunefnd - 178 Beiðni frá Jakobínu Helgu Hjálmarsdóttur um að færa veg nr. 7827 Hólkotsveg fjær Hólkotsbænum þar sem hann liggur í gegnum bæjarhlaðið á Hólkoti.
Nefndin telur að færsla eða breytingar á þessum vegi falli ekki innan verkahrings Sveitarfélagsins. Mögulega er hægt að sækja um styrk til framkvæmdarinnar til Vegagerðarinnar og er viðkomandi bent á að hafa samband við Vegagerðina. Bókun fundar Afgreiðsla 178. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum. -
Umhverfis- og samgöngunefnd - 178 Finnur Sigurðarson leggur fram fyrirspurn um stöðu sorphirðu á Steinssöðum. Hann veltir fyrir sér hvernig standi á því að ekki sé náð í rusl heim að íbúðarhúsum í Þéttbýliskjarnanum Steinsstöðum líkt og öðrum þéttbýliskjörnum í Skagafirði.
Við undirbúning útboðs vegna sorphirðu í Skagafirði er unnið að endurskipulagningu málaflokksins í heild sinni. Ekki er gert ráð fyrir að breytingar verði gerðar á sophirðu á Steinsstöðum fyrr en að nýr samningur hefur verið gerður og tekið gildi. Gert er ráð fyrir að nýr samningur taki gildi á þessu ári.
Málið er í skoðun hjá Sveitarfélaginu er varðar stöðu Steinsstaða sem þéttbýliskjarna. Bókun fundar Afgreiðsla 178. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 408. fundi sveitarstjórnar 17. mars 2021 með níu atkvæðum.