Fara í efni

Ljósheimar

Málsnúmer 2011005

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 938. fundur - 04.11.2020

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 25. október 2020 frá Þ Jónssyni slf. rekstraraðila Félagsheimilisins Ljósheima. Rekstur ársins hefur verið dapur á árinu vegna Covid-19 og er óskað eftir að sveitarfélagið greiði rekstrarkostnað húsnæðisins fyrir nóvember og desembermánuð 2020. Fram kemur að Þ Jónsson slf. mun ekki endurnýja núgildandi leigusamning um húsnæðið. Samningurinn rennur út 31.12. 2020.
Byggðarráð samþykkir að styrkja reksturinn um 76.000 kr. samtals, vegna orkukostnaðar í nóvember og desember 2020.