Fara í efni

Leiðbeiningar fyrir sveitarfélög um framkvæmd frístundaþjónustu

Málsnúmer 2001067

Vakta málsnúmer

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 274. fundur - 30.01.2020

Lagðar fram til kynningar leiðbeiningar fyrir sveitarfélög varðandi framkvæmd frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni samkvæmt lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk, með langvarandi stuðningsþarfir. Frístundastjóra hefur verið falið að halda utan um vinnu við gerð verklagsreglna innan Sveitarfélagsins Skagafjarðar, unnar útfrá þessum leiðbeiningum. Myndaður hefur verið starfshópur sem skila mun tillögum á vormánuðum.
Þorvaldur Gröndal sat fundinn undir liðum 1-5 og lið 7

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 278. fundur - 26.08.2020

Kynntar voru leiðbeiningar fyrir sveitarfélög varðandi framkvæmd frístundaþjónustu fyrir fötluð börn og ungmenni skv. lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarndi stuðningsþarfir. Unnið er að því að útfæra og aðlaga reglur og verklag að þjónustu sveitarfélagsins. Jafnframt þarf að meta þann kostnaðarauka sem reglur þessar hafa í för með sér. Málið verður kynnt frekar þegar vinnu við útfærslu er lokið.

Félags- og tómstundanefnd Svf. Skagafjarðar - 300. fundur - 10.03.2022

Reglur Sveitarfélagsins Skagafjarðar um framkvæmd frístundaþjónustu við fötluð börn lagðar fram. Reglur þessar byggja á lögum nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir og leiðbeiningum félagsmálaráðuneytisins frá 20. desember 2019 um framkvæmd frístundaþjónustu. Nefndin fagnar þessum reglum og hvetur til enn frekara starfs til samþættingar í þjónustu við íbúa. Reglunum vísað til byggðarráðs.