Fara í efni

Umhverfis- og samgöngunefnd - 163

Málsnúmer 1911018F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 391. fundur - 12.12.2019

Fundargerð 163. fundar umhverfis- og samgöngunefndar frá 27. nóvember 2019 lögð fram til afgreiðslu á 391. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Ingibjörg Huld Þórðardóttir kynnti fundargerð. Bjarni Jónsson, Ingibjörg Huld Þórðardóttir, Bjarni Jónsson og Ingibjörg Huld Þórðardóttir kvöddu sér hljóðs.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 163 Lögð voru fram til samþykktar drög að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags hafnarsvæðisins á Sauðárkróki. Drögin eru unnin af Verkfræðistofunni Stoð ehf. og eru dagsett 25.11.2019.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög að skipulagslýsingu og vísar til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 163 Lagður var fyrir fundinn tölvupóstur frá Cruise Europe um starfssemi félagsins og aðildagjöld.
    Hafnarstjóri leggur til að Skagafjarðarhafnir gerist aðildarfélagi í Cruise Europe til að markaðssetja Skagafjörð sem áfangastað skemmtiferðaskipa.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir aðild Skagafjarðarhafna að Cruise Europe og að aðildargjöld og annar kostnaður greiðist af hafnarsjóði.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 11. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 163 Lögð voru fram til samþykktar drög af leigusamningi á milli Sveitarfélagsins og Verðandi - miðstöð endurnýtingar um afnot Verðandi af gamla vigtarhúsinu á Hofsósi.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir drög af leigusamningi og felur sviðstjóra og hafnarstjóra að ganga frá samningnum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 163 Lögð var fram tillaga að gjaldskrá sorphirðu og sorpurðunar fyrir árið 2020.
    Í tillögunni er gert ráð fyrir 2,5% hækkun á sorphirðu- og sorpeyðingargjöldum.
    Einnig er gerð tillaga að breytingu 1. greinar gjaldskrár og eftirfarandi gjaldskrárlið bætt við gjaldskrána;
    "Boðið er upp á að sækja dýrahræ heim á bæi í dreifbýli vikulega frá apríl til október og á tveggja vikna fresti frá nóvember til mars. Þjónustan er gjaldfráls en greiða skal urðunargjald samkvæmt vigt og miðast gjaldið við gjaldskrá urðunarstaðarins í Stekkjarvík hverju sinni."
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og vísar til byggðarráðs.

    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 163 Lögð voru fyrir fundinn drög að viljayfirlýsingu á milli Kiwanisklúbbsins Freyju og Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna uppbyggingar á fjölskyldugarði á Sauðárkróki.
    Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkir framlögð drög og felur sviðstjóra að ganga frá undirskrift við Kiwanisklúbbinn Freyju.

    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 163 Frágangi á hundasvæði á Sauðárkróki er að ljúka. Búið er að steypa niður girðingastaura og unnið er að uppsetningu girðingar ásamt göngu- og aksturshliða.
    Settar verða upp umgengnisreglur um svæðið áður en það verður tekið í notkun.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 163 Lagðar voru fyrir fundinn endanlegar teikningar af útivistarskýli í Sauðárgili.
    Teikningar eru unnar af Teiknistofu Norðurlands, dagsettar 12.11.2019.
    Umhverfis- og samgöngunefnd felur sviðstjóra að vinna að efnisútvegun innan ramma fjárhagsáætlunar 2019.
    Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.
  • Umhverfis- og samgöngunefnd - 163 Lagður var fram til kynningar tölvupóstur frá Umhverfisstofnun þar sem kynntur er nýútgefinn upplýsingabæklingur sem ætlaður er sem handbók fyrir sveitarfélög. Í bæklingnum er að finna upplýsingar um leyfisveitingar, sérstaka vernd, umsagnir, friðlýsingar, akstur utan vega, vegaskrá og almennt um hlutverk sveitarfélaga og náttúruverndarnefnda skv. náttúruverndarlögum nr. 60/2013 Bókun fundar Afgreiðsla 163. fundar umhverfis- og samgöngunefndar staðfest á 391. fundi sveitarstjórnar 12. desember 2019 með níu atkvæðum.