Lagt fram bréf frá Vélhjólaklúbbi Skagafjarðar, dagsett 6. ágúst 2019, þar sem sótt er um leyfi sveitarfélagsins til að halda Íslandsmót í enduro þolakstri á skíðasvæðinu sem Skíðadeild Tindastóls hefur til umráða, þann 17. ágúst 2019. Með erindinu fylgdi staðfesting á leyfi skíðadeildarinnar fyrir mótshaldinu. Einnig lagt fram leyfisbréf sveitarstjóra dagsett 13. ágúst 2019, þar sem leyfið er veitt fyrir keppninni, svo fremi að önnur skilyrði fyrir mótinu séu uppfyllt. Byggðarráð staðfestir leyfisveitingu sveitarstjóra.
Byggðarráð staðfestir leyfisveitingu sveitarstjóra.