Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar - 823

Málsnúmer 1804006F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 366. fundur - 18.04.2018

Fundargerð 823. fundar byggðarráðs lögð fram til afgreiðslu á 366. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Stefán Vagn Stefánsson kynnti fundargerð. Stefán Vagn Stefánsson, Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, Bjarni Jónsson og Stefán Vagn Stefánsson, Bjarni Jónsson og Viggó Jónsson kvöddu sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 823 Málið áður á dagskrá 822. fundar byggðarráðs þann 5. apríl 2018. Lagt fram bréf dagsett 16. mars 2018 frá landeigendum bæja sem liggja að Höfðavatni á Höfðaströnd. Óska þeir eftir fjárhagslegum stuðningi við landfyllingu á Bæjarmöl við Höfðavatn í Skagafirði. Tilgangur framkvæmdanna er að loka skarði sem hefur myndast og sjór flæðir inn í vatnið og seltustig þess er að nálgast seltustig sjávar með tilheyrandi skaða. Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
    Byggðarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 1 milljón krónur og taka fjármagnið af málaflokki 11 - umhverfismál.
    Bókun fundar Afgreiðsla 823. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 823 Sjá bókun í trúnaðarbók.

    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir og Bjarni Jónsson óska bókað:
    Við undirrituð lýsum áhyggjum okkar af málsmeðferð sveitarfélagsins að því er varðar samning þess um uppbyggingu og stuðning við Sýndarveruleika ehf. Teljum við að fjölmörgum spurningum sé ósvarað um verkefnið sem helgast meðal annars af því hversu takmarkaðar upplýsingar hafa verið veittar. Í þessu sambandi bendum við á nauðsyn þess áður en lengra er haldið við afgreiðslu málsins að farið sé vandlega yfir lagaleg atriði, t.d. hvort sveitarfélagið hafi fullnægjandi lagaheimildir til þessara ráðstafana og hvort stuðningur þess feli í sér ólögmæta fjárhagsaðstoð við við einkaaðila í samkeppnisrekstri. Þá þarf sérstaklega að gæta að því að farið sé að leikreglum stjórnsýslulaga, þannig að íbúarnir og fyrirtæki í sveitarfélaginu njóti jafnræðis þegar kemur að ráðstöfun eigna og aðgangi að fjármunum og auðlindum sveitarfélagsins. Við óskum eftir því að þessi atriði verði skoðuð vandlega og niðurstöður athugana verði kynntar fyrir kjörnum fulltrúum áður en málið verður afgreitt af hálfu sveitarfélagsins.
    Þá undrumst við þá leynd sem farið er fram á um samning sveitarfélagsins við Sýndarveruleika ehf. Óskum við eftir ítarlegum rökstuðningi fyrir þeirri kröfu að upplýsingum um innihald samninga sem fela í sér ráðstöfun eigna sveitarfélagsins og fjárhagsskuldbindingar til langs tíma skuli haldið leyndum. Við óskum meðal annars eftir því að rökstutt sé á hvaða lagagrundvelli þessi krafa um þögn er byggð. Enn fremur hvaða sjónarmið um meðferð persónuupplýsinga réttlæti að leynt sé farið með hvað opinber aðili eins og sveitarfélagið leggi verkefninu og fyrirtækinu til fjárhagslega vegna uppbyggingar þess og starfsemi.
    Eins og staðan er nú virðist til þess ætlast að sveitarstjórnarfulltrúar samþykki að sveitarfélagið undirgangist verulegar skuldbindingar og leggi fram umtalsvert fé, án þess fullnægjandi upplýsingar liggi fyrir. Á sama tíma virðist þess krafist að upplýsingum sé haldið frá almenningi. Við álítum að það sé skylda okkar sem fulltrúa íbúa í sveitarstjórn að fara fram á að framangreindum spurningum sé svarað og að fullnægjandi upplýsingar séu veittar um málið, þannig að ekki séu lagðar hömlur á að við getum rækt skyldur okkar gagnvart íbúum sveitarfélagsins þegar verið er að ráðstafa eignum og fjármunum þess.
    Bjarni Jónsson VG og óháðum
    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir K - lista

    Engum gögnum hefur verið haldið frá fulltrúum í byggarráði varðandi samninga við Sýndarveruleika ehf. Samningurinn sem um ræðir var samþykktur á fundi ráðsins 2. mars s.l. án athugasemda fulltrúa minnihlutans í sveitarstjórn. Í vinnsluferli samningsins komu aldrei fram efasemdir eða athugasemdir frá fulltrúum minnihlutans hvort umræddur samningur stæðist lög og verður það að teljast sérstök vinnubrögð að taka þátt í vinnslu á umræddum samningi og koma svo eftir að hafa samþykkt umræddan samning og gagnrýna innihald hans.
    Stefán Vagn Stefánsson B-lista
    Sigríður Svavarsdóttir D-lista

    Bjarni Jónsson óskar bókað:
    Öll málsmeðferð er á ábyrgð meirihluta sveitarstjórnar.

    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
    Málið er enn á vinnslustigi og ég tel eðlilegt að spyrja spurninga.
    Bókun fundar Stefán Vagn Stefánsson kvaddi sér hljóðs og óskar bókað:
    Í ljósi umræðna og bókana fulltrúa minnihlutans í sveitarstjórn vill meirihluti sveitarstjórnar leiðrétta þær rangfærslur sem komið hafa fram í málflutningi þeirra. Mikilvægt er að rétt sé farið með staðreyndir.
    Hugmyndir um sýndarveruleikasýningu í Skagafirði komu fyrst upp af hálfu forsvarsmanna hennar seinni hluta árs 2016 og var jákvætt tekið í að skoða þessar hugmyndir um að efla enn frekar ferðamennsku og aðdráttarafl Skagafjarðar fyrir þann hóp og aðra gesti sem heimsækja héraðið, eins og önnur áform sem lúta að fjölbreyttri atvinnuuppbyggingu vítt og breytt um héraðið.
    Var óformlega rætt um málið á fundum byggðarráðs í kjölfarið og ákváðu aðalmenn í byggðarráði Sveitarfélagsins Skagafjarðar ásamt öðrum sveitarstjórnarfulltrúum m.a. að kynna sér um hvað sýndarveruleiki (Virtual Reality) snerist í Háskólanum í Reykjavík í tengslum við fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga í lok september það ár. Í þá heimsókn fóru allir aðalmenn í byggðarráði utan fulltrúa K-lista sem komst ekki með en var meðvitaður um heimsóknina og málið á þeim tíma.
    Síðan þetta gerðist hefur oftsinnis verið rætt um málið í byggðarráði, atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd og í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar, bæði óformlega og formlega, með bókunum í trúnaðarbók og einnig á seinni stigum með opnum bókunum.
    Þannig var formlega rætt um málið og framkvæmdir því tengdar á 6 fundum atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar og byggðarráðs á árunum 2017-2018 og þær fundargerðir staðfestar í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar mótatkvæðalaust og með öllum greiddum atkvæðum.
    Var m.a. rætt um málið á fundi byggðarráðs 21. desember 2017 þar sem undir þeim dagskrárlið voru einnig viðstaddir allir aðrir aðalmenn í sveitarstjórn utan eins fulltrúa frá meirihluta, sem og allir aðalmenn og áheyrnarfulltrúi í atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd. Var þar bókað: „Til fundarins kom Ingvi Jökull Logason og kynnti áform um atvinnuuppbyggingu í húsnæði sveitarfélagins að Aðalgötu 21. Byggðarráð samþykkir að halda áfram viðræðum við Ingva Jökul og verja allt að 2,5 m.kr. af þeim 80 m.kr. sem tilgreindar eru í fjárhagsáætlun vegna Aðalgötu 21 og 21a, til verkáætlunar innanhúss.“ Var málið þannig komið á það stig á þessum tíma að tekin var ákvörðun með samþykki allra flokka í sveitarstjórn, fulltrúum þeirra í byggðarráði og fulltrúum þeirra í atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd um að ráðast í verkáætlun innanhúss í fyrrgreindum húsum með sýndarveruleikasýningu í huga. Engum duldist á þessum tíma hvað til stóð.
    Þann 20. febrúar sl. var byggðarráð kallað saman til óformlegs fundar til að fara yfir fyrstu drög að samningi við Sýndarveruleika ehf. Á þann fund mættu allir byggðarráðsfulltrúar.
    Á byggðarráðsfundi þann 1. mars sl. var rætt utan dagskrár að boðað yrði til aukafundar í byggðarráði daginn eftir þar sem fulltrúar Sýndarveruleika myndu koma til þess að ljúka samningsgerðinni. Um það voru allir byggðarráðsfulltrúar sammála og var boðað til fundar.
    Á fundinum 2. mars sl. voru lögð fram uppfærð drög að samstarfssamningi milli Sýndarveruleika ehf. og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um uppbyggingu sýndarveruleikasafns á Sauðárkróki. Undir þessum dagskrárlið sat fundinn ásamt öllum fulltrúum í byggðarráði, Ingvi Jökull Logason fulltrúi Sýndarveruleika ehf. Að loknum þeim fundi þar sem farið var vandlega yfir alla liði samningsins samþykkti byggðarráð framlögð samningsdrög án nokkurra athugasemda.
    Það var ekki fyrr en á byggðarráðsfundi þann 8. mars sl. að Bjarni Jónsson áheyrnarfulltrúi VG í byggðarráði fór að bóka á annan máta um málið. Það gerði hann þrátt fyrir að fulltrúar minnihlutans í byggðarráði hafi tekið fullan þátt með fulltrúum meirihlutans í yfirferð og mótun samstarfssamnings við Sýndarveruleika ehf. vikurnar á undan og samþykktu m.a. aðeins viku fyrr samstarfssamninginn án nokkurra athugasemda, enda höfðu fulltrúar minnihlutans tekið fullan og virkan þátt í gerð og breytingum samningsdraganna með fulltrúum meirihlutans.
    Það er því holur hljómur í máli fulltrúa minnihlutans í sveitarstjórn í þessu máli og ekki laust við að kosningaskjálfta virðist farið að gæta þar. Er sorglegt að slíkur skjálfti beinist að áformum um verulega fjárfestingu og atvinnuuppbyggingu á sviði ferðaþjónustu í Skagafirði sem mun hafa mikil og jákvæð áhrif á aðra ferðaþjónustu og stoðþjónustu hennar á svæðinu, enda oft verið rætt um að það vanti aukið aðdráttarafl fyrir ferðamenn og aðra gesti á svæðið.
    Sveitarstjórnarfulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks munu áfram leita leiða til að efla og styrkja samfélagið í Skagafirði með ráðum og dáð. Fjölbreytt atvinna er forsenda búsetu og velferðar íbúanna og eykur um leið margbreytileika í þjónustu og afþreyingu sem styrkir samkeppnishæfni Skagafjarðar og mikilvægt er að efla. Sjaldan eða aldrei hefur verið ráðist í eins mörg uppbyggingarverkefni víða um hérað eins og á þessu kjörtímabili, um leið og gætt hefur verið ábyrgðar í rekstri líkt og fjárhagsáætlanir og rekstrarafkoma Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur borið vitni um á kjörtímabilinu.
    Allir fulltrúar meirihluta sveitarstjórnar: Stefán Vagn Stefánsson, Sigríður Svavarsdóttir,Sigríður Magnúsdóttir, Bjarki Tryggvason, Gunnsteinn Björnsson, Sigríður Magnúsdóttir og Þórdís Friðbjörnsdóttir.

    Gréta Sjöfn kvaddi sér hljóðs og óskar bókað:
    Málið er enn á vinnslustigi og ég tel eðlilegt að spyrja spurninga.

    Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og óskar bókað:
    Sýndarveruleika og rangfærslum meirihlutans um aðkomu minni hluta að málsmeðferð, ákvörðunum og skuldbindingum er algerlega hafnað sem ævintýralegu yfirklóri vegna eigin framgöngu, vandræðagangs og leyndarhyggju. Ef verkefnið hefur verið svo lengi í undirbúningi hefur láðst að kynna það fyrir fulltrúum minnihlutans og til stæði að ofra til þess þvílíkum skuldbindingum og ívilnunum og raun ber vitni.
    Þeir samningar og skuldbindingar sem tengjast aðkomu sveitarfélagsins að uppbyggingu Sýndarveruleika ehf. hafa aldrei verið kynntir fyrir fulltrúum í atvinnu, menningar og kynningarnefnd. Þá hafa fulltrúar VG og óháðra aldrei samþykkt neina þá gjörninga enda nú um stundir áheyrnarfulltrúar í byggðaráði og fagnefndinni án atkvæðisréttar. Vakinn er sérstök athygli á því að enn betur er að koma í ljós nú hversu gríðarlega miklar skuldbindingar er um að ræða fyrir sveitarfélagið. Það er langur vegur frá kynningu á smellinni hugmynd og fjárskuldbindingum fyrir hundruðir milljóna króna og reyna að leyna þeim. Málið er greinilega vont fyrir meirihlutann.
    Undirritaður ítrekar áhyggjur sínar yfir málsmeðferð sveitarfélagsins að því er varðar samning þess um uppbyggingu og stuðning við Sýndarveruleika ehf. Tel ég að fjölmörgum spurningum sé ósvarað um verkefnið sem helgast meðal annars af því hversu takmarkaðar upplýsingar hafa verið veittar. Í þessu sambandi er bent á nauðsyn þess áður en lengra er haldið við afgreiðslu málsins að farið sé vandlega yfir lagaleg atriði, t.d. hvort sveitarfélagið hafi fullnægjandi lagaheimildir til þessara ráðstafana og hvort stuðningur þess feli í sér ólögmæta fjárhagsaðstoð við einkaaðila í samkeppnisrekstri. Þá þarf sérstaklega að gæta að því að farið sé að leikreglum stjórnsýslulaga, þannig að íbúarnir og fyrirtæki í sveitarfélaginu njóti jafnræðis þegar kemur að ráðstöfun eigna og aðgangi að fjármunum og auðlindum sveitarfélagsins. Því er óskað eftir því að þessi atriði verði skoðuð vandlega og niðurstöður athugana verði kynntar fyrir kjörnum fulltrúum áður en málið verður afgreitt af hálfu sveitarfélagsins.
    Þá er lýst undrun yfir þeirri leynd sem farið er fram á um samning sveitarfélagsins við Sýndarveruleika ehf. Óskað er eftir ítarlegum rökstuðningi fyrir þeirri kröfu að upplýsingum um innihald samninga sem fela í sér ráðstöfun eigna sveitarfélagsins og fjárhagsskuldbindingar til langs tíma skuli haldið leyndum. Meðal annars er óskað eftir því að rökstutt sé á hvaða lagagrundvelli þessi krafa um þögn er byggð. Enn fremur hvaða sjónarmið um meðferð persónuupplýsinga réttlæti að leynt sé farið með hvað opinber aðili eins og sveitarfélagið leggi verkefninu og fyrirtækinu til fjárhagslega vegna uppbyggingar þess og starfsemi.
    Eins og staðan er nú virðist til þess ætlast að sveitarstjórnarfulltrúar samþykki að sveitarfélagið undirgangist verulegar skuldbindingar og leggi fram umtalsvert fé, án þess fullnægjandi upplýsingar liggi fyrir. Á sama tíma virðist þess krafist að upplýsingum sé haldið frá almenningi. Undirritaður álítur það skyldu sína sem fulltrúa íbúa í sveitarstjórn, að fara fram á að framangreindum spurningum sé svarað og að fullnægjandi upplýsingar séu veittar um málið, þannig að ekki séu lagðar hömlur á að við sveitarstjórnarfulltrúar getum rækt skyldur okkar gagnvart íbúum sveitarfélagsins þegar verið er að ráðstafa eignum og fjármunum þess.
    Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi VG og óháðra

    Stefán Vagn Stefánsson kvaddi ér hljóðs og óskar bókað:
    Fulltrúi VG og óháðra gerði engar athugasemdir við samninginn í byggðarráði þegar hann var samþykktur og vann með meirihlutanum að yfirferð samningsins í aðdraganda samþykkis hans.

    Bjarni Jónsson kvaddi sér hljóðs og óskar bókað:
    Undirritaður mótmælir því sem kemur fram í bókun formanns byggðaráðs.
    Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi VG og óháðra

    Afgreiðsla 823. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 823 Lagt fram bréf frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, dagsett 27. mars 2018 þar sem óskað er eftir umsögn Sveitarfélagsins Skagafjarðar um efni kvörtunar sem ráðuneytinu barst frá Sigurjóni Þórðarsyni þann 23.mars s.l.
    Byggðarráð samþykkir að fela lögmanni að taka saman umsögn fyrir sveitarfélagið.
    Bókun:
    Við undirrituð lýsum áhyggjum okkar af málsmeðferð sveitarfélagsins að því er varðar samning þess um uppbyggingu og stuðning við Sýndarveruleika ehf. Teljum við að fjölmörgum spurningum sé ósvarað um verkefnið sem helgast meðal annars af því hversu takmarkaðar upplýsingar hafa verið veittar. Í þessu sambandi bendum við á nauðsyn þess áður en lengra er haldið við afgreiðslu málsins að farið sé vandlega yfir lagaleg atriði, t.d. hvort sveitarfélagið hafi fullnægjandi lagaheimildir til þessara ráðstafana og hvort stuðningur þess feli í sér ólögmæta fjárhagsaðstoð við við einkaaðila í samkeppnisrekstri. Þá þarf sérstaklega að gæta að því að farið sé að leikreglum stjórnsýslulaga, þannig að íbúarnir og fyrirtæki í sveitarfélaginu njóti jafnræðis þegar kemur að ráðstöfun eigna og aðgangi að fjármunum og auðlindum sveitarfélagsins. Við óskum eftir því að þessi atriði verði skoðuð vandlega og niðurstöður athugana verði kynntar fyrir kjörnum fulltrúum áður en málið verður afgreitt af hálfu sveitarfélagsins.

    Þá undrumst við þá leynd sem farið er fram á um samning sveitarfélagsins við Sýndarveruleika ehf. Óskum við eftir ítarlegum rökstuðningi fyrir þeirri kröfu að upplýsingum um innihald samninga sem fela í sér ráðstöfun eigna sveitarfélagsins og fjárhagsskuldbindingar til langs tíma skuli haldið leyndum. Við óskum meðal annars eftir því að rökstutt sé á hvaða lagagrundvelli þessi krafa um þögn er byggð. Enn fremur hvaða sjónarmið um meðferð persónuupplýsinga réttlæti að leynt sé farið með hvað opinber aðili eins og sveitarfélagið leggi verkefninu og fyrirtækinu til fjárhagslega vegna uppbyggingar þess og starfsemi.
    Eins og staðan er nú virðist til þess ætlast að sveitarstjórnarfulltrúar samþykki að sveitarfélagið undirgangist verulegar skuldbindingar og leggi fram umtalsvert fé, án þess fullnægjandi upplýsingar liggi fyrir. Á sama tíma virðist þess krafist að upplýsingum sé haldið frá almenningi. Við álítum að það sé skylda okkar sem fulltrúa íbúa í sveitarstjórn að fara fram á að framangreindum spurningum sé svarað og að fullnægjandi upplýsingar séu veittar um málið, þannig að ekki séu lagðar hömlur á að við getum rækt skyldur okkar gagnvart íbúum sveitarfélagsins þegar verið er að ráðstafa eignum og fjármunum þess.

    Bjarni Jónsson VG og óháðum
    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir K - lista

    Bókun:
    Engum gögnum hefur verið haldið frá fulltrúum í byggarráði varðandi samninga við Sýndarveruleika ehf. Samningurinn sem um ræðir var samþykktur á fundi ráðsins 2. mars s.l. án athugasemda fulltrúa minnihlutans í sveitarstjórn. Í vinnsluferli samningsins komu aldrei fram efasemdir eða athugasemdir frá fulltrúum minnihlutans hvort umræddur samningur stæðist lög og verður það að teljast sérstök vinnubrögð að taka þátt í vinnslu á umræddum samningi og koma svo eftir að hafa samþykkt umræddan samning og gagnrýna innihald hans.

    Stefán Vagn Stefánsson B-lista
    Sigríður Svavarsdóttir D-lista

    Bjarni Jónsson óskar bókað:
    Öll málsmeðferð er á ábyrgð meirihluta sveitarstjórnar.

    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir óskar bókað:
    Málið er enn á vinnslustigi og ég tel eðlilegt að spyrja spurninga.
    Bókun fundar Afgreiðsla 823. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 823 Lagt fram bréf frá Íbúðalánasjóði, dagsett 27. mars 2018 þar sem sjóðurinn býður sveitarfélaginu að leigja fasteign undir skjólstæðinga sína.
    Byggðarráð þakkar fyrir erindið en afþakkar boðið.
    Bókun fundar Afgreiðsla 823. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 823 Lagður fram tölvupóstur dagsettur 5. apríl 2018 frá Lovísu Heiðrúnu Hlynsdóttur og Þórði Grétari Árnasyni þar sem þau inna eftir því hvort fasteignin Austurgata 5 á Hofsósi sé föl til kaups.
    Byggðarráð samþykkir að fasteignin Austurgata 5 á Hofsósi verði auglýst til sölu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 823. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • .6 1803193 Aðalgata 24
    Byggðarráð Skagafjarðar - 823 Málið áður á dagskrá 821. fundar byggðarráðs þann 22. mars 2018 og var sveitarstjóra falið að skoða kaup á fasteigninni Aðalgötu 24.
    Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að gera tilboð í fasteignina.
    Bókun fundar Afgreiðsla 823. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 823 Lagt fram bréf dagsett 6. apríl 2018 frá Stapa lífeyrissjóði varðandi fundarboð ársfundar sjóðsins þann 9. maí n.k. í Menningarhúsinu Hofi, Akureyri.
    Byggðarráð samþykkir að Margeir Friðriksson verði fulltrúi sveitarfélagsins og fari með atkvæðisrétt þess á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 823. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 823 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur 4. apríl 2018, varðandi myndræna framsetningu á aldursdreifingu íbúa sveitarfélaga fyrir árin 1998 og 2018, sem er að finna á heimasíðu sambandsins. Bókun fundar Afgreiðsla 823. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 823 Lögð fram til kynningar fundargerð 27. fundar stjórnar SSNV frá 6. mars 2018. Bókun fundar Afgreiðsla 823. fundar byggðarráðs staðfest á 366. fundi sveitarstjórnar 18. apríl 2018 með níu atkvæðum.