Fara í efni

Samningur um gamla bæinn í Glaumbæ 2017

Málsnúmer 1706097

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 47. fundur - 14.06.2017

Undir þessum lið komu Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður og Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri Byggðasafns Skagfirðinga til fundarins. Rætt var um framtíðarfyrirkomulag rekstrar safnsvæðisins í Glaumbæ og gerð nýs samnings þar að lútandi en þar er lykilatriði að samkomulagi um deiliskipulag fyrir svæðið verði náð hið fyrsta.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 55. fundur - 07.03.2018

Undir þessum dagskrárlið kom Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður til fundar við atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd til að ræða um endurnýjun samnings á milli Þjóðminjasafnsins og Sveitarfélagsins Skagafjarðar um rekstur gamla bæjarins í Glaumbæ. Nefndin samþykkir að taka málið fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 56. fundur - 19.03.2018

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fagnar áhuga Þjóðminjasafns Íslands á gerð nýs samnings um safnstarfsemi í Glaumbæ og lýsir yfir áhuga sínum á áframhaldandi samstarfi og uppbyggingu starfsemi á staðnum. Byggðasafn Skagfirðinga og Þjóðminjasafn Íslands hafa í áratugi átt farsælt samstarf um varðveislu og sýningu á menningararfi Íslendinga með því að hafa m.a. gamla torfbæinn aðgengilegan fyrir áhugasama gesti og sýna þar jafnframt merkilega muni í eigu Byggðasafns Skagfirðinga. Að auki fer starfsemi Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ fram í Áshúsi og Gilsstofu sem eru í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps.

Sveitarfélögin í Skagafirði hafa verið traustur bakhjarl Byggðasafns Skagfirðinga og lagt verulega fjármuni til reksturs þess um langt skeið. Sveitarfélögin í Skagafirði hafa engin áform um annað en að fagleg og rekstrarleg starfsemi safnsins verði áfram tryggð og hafa metnað til þess að byggja enn frekar upp og bæta aðbúnað safnsins í Glaumbæ. Má þar nefna að jákvæðar viðræður hafa staðið yfir við Þjóðkirkjuna um deiliskipulag fyrir Glaumbæ, áform um uppbyggingu bílastæða, um byggingu nýs þjónustuhúss o.s.frv.

Í ljósi áforma um breytingar og aukningar á tekjuöflun Þjóðminjasafns Íslands frá rekstraraðilum Byggðasafns Skagfirðinga, m.a. með beiðni um hlutdeild í aðgangseyri gamla torfbæjarins í Glaumbæ sem er fordæmisgefandi fyrir önnur hús í húsasafni Þjóðminjasafns á landsvísu, óskar atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd eftir afstöðu mennta- og menningarmálaráðherra til þeirra áforma. Jafnframt óskar nefndin eftir upplýsingum um hvort fyrirætlan ríkisins sé að draga úr eigin fjárveitingum til viðhalds húsasafns Þjóðminjasafnsins sem er nær allt staðsett á landsbyggðinni.

Ákvörðun um fyrirliggjandi samningsdrög verður tekin þegar afstaða mennta- og menningarmálaráðherra liggur fyrir.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 59. fundur - 18.09.2018

Lagt fram til kynningar endurskoðað ársyfirlit 2017 vegna rekstrarstarfsemi í Glaumbæ.