Veitunefnd - 36
Málsnúmer 1704010F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 354. fundur - 08.05.2017
Fundargerð 36. fundar veitunefndar lögð fram til afgreiðslu á 354. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Gunnsteinn Björnsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
-
Veitunefnd - 36 Haldin var kynningarfundur með íbúum Efribyggðar, Hegraness og Reykjastrandar þar sem kynnt voru hönnunardrög af mögulegum hitaveitulögnum um hvert svæði ásamt hagkvæmnisathugun. Bókun fundar Afgreiðsla 36. fundar veitunefndar staðfest á 354. fundi sveitarstjórnar 8. maí 2017 með níu atkvæðum.