Fara í efni

Hraun Fljótum - flutningur og endurgerð á gamla íbúðarhúsinu

Málsnúmer 1403225

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 656. fundur - 27.03.2014

Lagt fram bréf frá Minjastofnun Íslands varðandi gamla íbúðarhúsið að Hraunum í Fljótum sem er byggt 1873, líkrar gerðar og Áshúsið á Byggðasafni Skagfirðinga í Glaumbæ. Núverandi eigendur hússins hafa ekki hug á að viðhalda húsinu og vilja það burt af staðnum. Mat stofnunarinnar er að mikilvægt sé að varðveita húsið innan héraðsins og björgun þess forgangsverkefni á sviði húsverndar í Skagafirði.
Byggðarráð samþykkir að senda erindið til umsagnar atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 313. fundur - 09.04.2014

Afgreiðsla 656. fundar byggðaráðs staðfest á 313. fundi sveitarstjórnar 9. apríl 2014 með níu atkvæðum.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd Svf Skagafjarðar - 7. fundur - 02.05.2014

Tekin fyrir umsagnarbeiðni byggðarráðs um flutning og endurgerð á gamla íbúðarhúsinu að Hraunum í Fljótum. Með tilvísun í forstöðumann Byggðasafns Skagfirðinga telur nefndin ekki rétt að þiggja húsið til varðveislu þar sem sveitarfélagið á nú þegar hús sömu gerðar, þ.e. Áshúsið í Glaumbæ, enda væri verulega kostnaðarsamt að flytja og endurbyggja húsið á nýjum stað.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 315. fundur - 07.05.2014

Sigurjón Þórðarson kvaddi sér hljóðs og lagði fram eftirfarandi bókun.
Að mati Minjastofnunar Íslands er það forgangsverkefni á sviði húsverndar í Skagafirði að vernda reisulegt Hraunshúsið sem er að stofni til eitt elsta timburhús í Skagafirði. Það er mikilvægt að sveitarfélagið stuðli að verndun hússins í Skagafirði í samvinnu við fleiri aðila.

Afgreiðsla 7. fundar atvinnu- menningar og kynningarnefndar staðfest á 315. fundi sveitarstjórnar 7. maí 2014 með níu atkvæðum.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 660. fundur - 08.05.2014

Málið áður á dagskrá 656. fundi byggðarráðs. Lögð fram eftirfarandi umsögn atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar sem bókuð var á 7. fundi nefndarinnar: "Tekin fyrir umsagnarbeiðni byggðarráðs um flutning og endurgerð á gamla íbúðarhúsinu að Hraunum í Fljótum. Með tilvísun í forstöðumann Byggðasafns Skagfirðinga telur nefndin ekki rétt að þiggja húsið til varðveislu þar sem sveitarfélagið á nú þegar hús sömu gerðar, þ.e. Áshúsið í Glaumbæ, enda væri verulega kostnaðarsamt að flytja og endurbyggja húsið á nýjum stað."
Byggðarráð tekur undir bókun atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar og miðað við fyrirliggjandi forsendur sér ráðið sér ekki fært að taka við húsinu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 316. fundur - 11.06.2014

Afgreiðsla 660. fundar byggðaráðs staðfest á 316. fundi sveitarstjórn 11. júní 2014 með níu atkvæðum.