Fara í efni

Ristahlið á veginum upp í Deildardal

Málsnúmer 1307042

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 168. fundur - 19.07.2013

Lagt fram bréf frá fjallskilastjórn Deildardals þar sem óskað er eftir að ristahlið sem er á veginum upp Deildardal verði fært neðar á veginn eða að gatnamótunum upp til Deildardals. Með þessu móti telur stjórnin að auðveldara verði að halda við vegagirðingu við þjóðveginn og minnka megi slysahættu af völdum búfjár.
Landbúnaðarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur starfmanni nefndarinnar að fylgja málinu eftir.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 633. fundur - 08.08.2013

Afgreiðsla 168. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 633. fundi byggðarráðs með þremur atkvæðum.

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar - 169. fundur - 15.10.2013

Málið áður á dagskrá 168. fundar landbúnaðarnefndar. Ósk um færslu á ristahliði á veginum upp í Deildardal.
Arnór Gunnarsson skýrði frá viðræðum við Vegagerðina og aðstæðum á svæðinu.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að ristahliðið verði ekki fært að sinni. Unnið verði að úrlausn girðingamála á svæðinu.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 307. fundur - 30.10.2013

Afgreiðsla 169. fundar landbúnaðarnefndar staðfest á 307. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.