Fara í efni

Samningur um skammtímafjármögnun

Málsnúmer 0906026

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 480. fundur - 11.06.2009

Lögð fram drög að samkomulagi milli Sveitarfél. Skagafjarðar og Skagafjarðarveitna, dags. 11. júní 2009, um skammtímalán til veitnanna að upphæð allt að kr. 60.000.000,- til 31. des. 2010. Skammtímalán þetta er veitt til uppgreiðslu á yfirdráttarlánum Skagafjarðarveitna í banka og ætlað að létta á heildarvaxtagreiðslum sveitarfélagsins og stofnana þess þegar sú staða er uppi að lausafjárstaða Sveitarsjóðs leyfir. Sveitarsjóður hefur heimild til að innkalla lánsféð eða hluta þess hvenær sem er á lánstímanum, enda tryggt að Skagafjarðarveitur ehf. hafi áfram aðgang að yfirdráttarláni. Um leið og aðstæður leyfa geta Skagafjarðarveitur síðan fengið fjármagn skv. samningnum innan lánstímans á ný. Byggðarráð samþykkir erindið.
Páll Dagbjartsson vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 249. fundur - 30.06.2009

Afgreiðsla 480. fundar byggðarráðs staðfest á 249. fundi sveitarstjórnar með átta atkvæðum.
Páll Dagbjartsson óskar bókað að hann sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar þar sem hann situr í stjórn Skagafjarðarveitna ehf.