Lagt fram bréf frá Samgönguráðuneytinu, dags. 28. maí 2009, þar sem kynnt er tilraunaverkefni Ríkisstjórnar Íslands um rafrænar kosningar, að hluta eða að öllu leyti, í tveimur sveitarfélögum í sveitarstjórnarkosningum í maí 2010. Óskað er eftir viðbrögðum frá þeim sveitarfélögum, sem hafa áhuga á að taka þátt í tilraunaverkefninu. Byggðarráð samþykkir að óska ekki eftir þátttöku í verkefninu.
Byggðarráð samþykkir að óska ekki eftir þátttöku í verkefninu.