Fara í efni

Eigendafundur Norðurár bs 2009

Málsnúmer 0906017

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 480. fundur - 11.06.2009

Lagt fram fundarboð frá Norðurá bs en eigendafundur verður haldinn að Hótel Varmahlíð mánud. 15. júní 2009 og hefst kl. 13:00.
Lögð er áhersla á að sem flestir sveitarstjórnarfulltrúar sjái sér fært að mæta á þennan fund og fara þeir hlutfallslega með atkvæðisrétt sveitarfélagsins. Einnig er æskilegt að fulltrúar skipulags- og byggingarnefndar og umhverfis- og samgöngunefndar mæti á fundinn.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 481. fundur - 18.06.2009

Á eigendafundi Norðurár bs, sem haldinn var í Varmahlíð 15. júní 2009 var samþykkt að beina eftirfarandi tillögu stjórnar til aðildarsveitarfélaga Norðurár bs:
"Aðildarsveitarfélög Norðurár bs samþykkja að ráðist verði í gerð urðunarstaðar að Sölvabakka á forsendum þeirra gagna sem lögð eru fram á eigendafundi Norðurár bs 15. júní 2009. Jafnframt samþykkja sveitarfélögin að ábyrgjast þær lántökur, sem þarf að afla vegna stofnkostnaðar við gerð urðunarstaðarins.
Með samþykkt um að ráðast verði í verkefnið staðfestist leigusamningur um land til urðunar að Sölvabakka sem ein af forsendum þess."
Málin rædd og verður tillagan tekin til afgreiðslu á næsta fundi byggðarráðs.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 482. fundur - 25.06.2009

Á eigendafundi Norðurár bs, sem haldinn var í Varmahlíð 15. júní 2009 var samþykkt að beina eftirfarandi tillögu stjórnar til aðildarsveitarfélaga Norðurár bs:
"Aðildarsveitarfélög Norðurár bs samþykkja að ráðist verði í gerð urðunarstaðar að Sölvabakka á forsendum þeirra gagna sem lögð eru fram á eigendafundi Norðurár bs 15. júní 2009. Jafnframt samþykkja sveitarfélögin að ábyrgjast þær lántökur, sem þarf að afla vegna stofnkostnaðar við gerð urðunarstaðarins.
Með samþykkt um að ráðast verði í verkefnið staðfestist leigusamningur um land til urðunar að Sölvabakka sem ein af forsendum þess."
Byggðarráð samþykkir tillögu Norðurár bs.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 249. fundur - 30.06.2009

Afgreiðsla 480. fundar byggðarráðs staðfest á 249. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 249. fundur - 30.06.2009

Afgreiðsla 481. fundar byggðarráðs staðfest á 249. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 249. fundur - 30.06.2009

Afgreiðsla 482. fundar byggðarráðs staðfest á 249. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.