Fara í efni

Þriggja ára áætlun 2010-2012

Málsnúmer 0902071

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 482. fundur - 25.06.2009

Sveitarstjóri fór yfir og kynnti tillögu að þriggja ára áætlun sveitarfélagins fyrir tímabilið 2010-2012.
Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni til sveitarstjórnar til fyrri umræðu á fundi sveitarstjórnar þriðjudaginn 30. júní nk.
Síðari umræða fari fram á sveitarstjórnarfundi þriðjud. 7. júlí nk.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 249. fundur - 30.06.2009

Afgreiðsla 482. fundar byggðarráðs staðfest á 249. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.

Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 249. fundur - 30.06.2009

Sveitarstjóri skýrði Þriggja ára áætlun 2010-2012. Enginn kvaddi sér hljóðs.
Forseti Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir gerir þá tillögu að þriggja ára áætlun verði vísað til byggðarráðs og síðari umræðu í sveitarstjórn. Tillagan borin upp og samþykkt samhljóða.

Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 483. fundur - 02.07.2009

Þriggja ára áætlun lögð fram til síðari umræðu.
Byggðarráð samþykkir að vísa áætluninni, með áorðnum breytingum sem farið var yfir á fundinum, til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Sveitarstjórnum er skylt skv. lögum að leggja fram stefnumótandi áætlun um rekstur, framkvæmdir og fjármál sveitarfélagsins árlega, áætlunin á að vera leiðbeinandi fyrir stjórn sveitarfélagsins til lengri tíma litið. Ljóst er að aðstæður efnahagsmála í þjóðfélaginu gera sveitarfélögunum nú illmögulegt að gera raunhæfar áætlanir til lengri tíma. Þriggja ára áætlunin er því að þessu sinni fyrst og fremst unnin og sett fram til að uppfylla lagalegar skyldur. Horft verður til þess að leggja fram raunhæfa stefnumótandi áætlun með fjárhagsáætlun 2010.