Umsókn um ársleyfi
Málsnúmer 0809074
Vakta málsnúmerMenningar- og kynningarnefnd - 33. fundur - 29.09.2008
Lagt fram erindi frá Sigríði Sigurðardóttur forstöðumanni Byggðasafns Skagfirðinga þar sem hún óskar eftir eins árs náms- og rannsóknarleyfi á launum frá næstu áramótum. Nefndin samþykkir að veita Sigríði ársleyfi og ákveður að taka málið upp við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2009.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 234. fundur - 07.10.2008
Forseti leggur til að þessum lið verði vísað til byggðarráðs. Samþykkt samhljóða.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 449. fundur - 10.10.2008
Lagt fram erindi vísað til byggðarráðs af 234. fundi sveitarstjórnar. Umsókn frá Sigríði Sigurðardóttur forstöðumanni Byggðasafns Skagfirðinga þar sem hún óskar eftir eins árs náms- og rannsóknarleyfi á launum frá næstu áramótum. Menningar- og kynningarnefnd tók jákvætt í erindið á 33. fundi nefndarinnar.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að skoða málið frekar og frestar afgreiðslu málsins.
Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að skoða málið frekar og frestar afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 235. fundur - 21.10.2008
Afgreiðsla 449. fundar byggðarráðs staðfest á 235. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar - 451. fundur - 23.10.2008
Málið áður á dagskrá 449. fundar byggðarráðs. Umsókn frá Sigríði Sigurðardóttur forstöðumanni Byggðasafns Skagfirðinga þar sem hún óskar eftir eins árs náms- og rannsóknarleyfi á launum frá næstu áramótum. Menningar- og kynningarnefnd tók jákvætt í erindið á 33. fundi nefndarinnar.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur menningar- og kynningarnefnd að gera tillögu að útfærslu en vísar erindinu að öðru leiti til gerðar fjárhagsáætlunar 2009.
Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og felur menningar- og kynningarnefnd að gera tillögu að útfærslu en vísar erindinu að öðru leiti til gerðar fjárhagsáætlunar 2009.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 236. fundur - 04.11.2008
Afgreiðsla 451. fundar byggðarráðs staðfest á 236. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.
Menningar- og kynningarnefnd - 38. fundur - 18.03.2009
Rætt um erindi Sigríðar Sigurðardóttur sem var áður á dagskrá nefndarinnar 29.09.08, þar sem hún óskar eftir rannsóknar- og námsleyfi á launum í eitt ár. Nefndin samþykkir að veita Sigríði sex mánaða námsleyfi á launum, í samræmi við ákvæði í hennar kjarasamningi.
Sveitarstjórn Sveitarfélagins Skagafjarðar - 245. fundur - 07.04.2009
Afgreiðsla 38. fundar menningar- og kynningarnefndar staðfest á 245. fundi sveitarstjórnar með níu atkvæðum.