Fara í efni

Landbúnaðarnefnd

11. fundur 12. september 2023 kl. 09:30 - 11:08 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Axel Kárason formaður
  • Sigrún Eva Helgadóttir varaform.
  • Jón Sigurjónsson aðalm.
  • Arnar Bjarki Magnússon varam. áheyrnarftr.
    Aðalmaður: Hrólfur Þeyr Hlínarson
Starfsmenn
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá

1.Samþykkt um búfjárhald

Málsnúmer 2210256Vakta málsnúmer

Samþykkt um búfjárhald í þéttbýli í Skagafirði, nr. 1264 frá 2015, hefur verið til umræðu í landbúnaðarnefnd um nokkurt skeið. Lögð fram drög að nýrri og yfirfarinni samþykkt.
Landbúnaðarnefnd samþykkir samþykktina og vísar henni til afgreiðslu byggðarráðs.

2.Úthlutun til fjallskilanefnda 2023

Málsnúmer 2211228Vakta málsnúmer

Landbúnaðarnefnd samþykkir að úthluta 300 þkr. til Fjallskilasjóðs Hofsafréttar af styrkjafé sínu.

3.Ósk um stofnun lögbýlis

Málsnúmer 2309014Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 1. september 2023 frá Rögnu Hrund Hjartardóttur og Stefaníu Sigfúsdóttur, eigandum jarðarinnar Vallholt í Skagafirði, L232700, þar sem óskað er eftir umsögn sveitarstjórnar vegna stofnunar lögbýlis. Áformað er að nýta jörðina fyrir hrossarækt og ræktun fóðurs fyrir grasbíta auk akuryrkju sem stunduð verði af ábúendum eða öðrum bændum í nágrenninu. Veðbókarvottorð jarðarinnar fylgir erindinu ásamt yfirlitsmynd af landamerkjum hennar gagnvart aðliggjandi jörðum. Fyrir liggja meðmæli ráðunautar hjá Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins með að stofnun nýs lögbýlis á jörðinni verði samþykkt. Landbúnaðarnefnd sér ekkert því til fyrirstöðu að lögbýlið verði stofnað og mælir með að það hljóti staðfestingu sveitarstjórnar.

4.Ósk um beitarhólf á Hofsósi

Málsnúmer 2308059Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 14. ágúst 2023 frá Gunnari Eysteinssyni, þar sem hann óskar eftir beitarhólfi á leigu í Hofsós.
Gunnar hefur síðan erindið barst sótt um auglýsta skika við Hofsós og samþykkir landbúnaðarnefnd að leggja þetta erindi fram til kynningar.

5.Ósk um leigu á félagshólfi

Málsnúmer 2307159Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 31. júlí 2023 þar sem fram kemur erindi frá Elisabeth Jansen um að fá á leigu svokallað "félagshólf" við hesthúsahverfið ofan Hofsóss, hólf nr. 22, 3,28ha.
Fjólmundur Traustason hefur þetta hólf til umsjónar samkvæmt samkomulagi við sveitarfélagið.
Landbúnaðarnefnd bendir Elisabeth á að hafa samband við Fjólmund um möguleg afnot af hólfinu.

6.Samræming fjallskilagjaldtöku

Málsnúmer 2307083Vakta málsnúmer

Samræming gjalda vegna fjallskila til fjallskiladeilda í sveitarfélaginu rædd.
Landbúnaðarnefnd áréttar að álagning gjalda vegna fjallskila er í höndum hverrar fjallskilastjórnar fyrir sig.

7.Kauptaxti veiðimanna

Málsnúmer 2308044Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Kára Gunnarssyni umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa varðandi breytingu á fjárhæðum sem greiddar eru fyrir unnin mink og ref, til ráðinna veiðmanna sveitarfélagsins.
Landbúnaðarnefnd samþykkir að gjaldskráin verði endurskoðuð í tengslum við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.

8.Lögsaga á vegsvæðum

Málsnúmer 2308076Vakta málsnúmer

Mikið er um að lögregla hringi í umhverfis- og landbúnaðarfulltrúa sveitarfélagsins og tilkynni um skepnur á og við vegi sem skapi hættu í umferðinni.
Landbúnaðarnefnd vekur athygli á því að sveitarfélagið hefur engar skyldur gagnvart Vegagerðinni né lögreglu um þessa þjónustu. Sveitarstjóri hefur þegar haft samband við lögreglustjóra á Norðurlandi vestra um málið.
Landbúnaðarnefnd minnir land- og búfjáreigendur á skyldur sínar til að viðhalda veggirðingum til að halda búfé frá vegum.

9.Bjarmaland félag refaveiðimanna

Málsnúmer 2305122Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur dagsettur 19. maí 2023 frá Bjarmalandi, félagi atvinnuveiðimanna sem veiða mink og ref varðandi greiðslur frá sveitarfélögum fyrir unnin dýr. Lögð er áhersla á að sveitarfélög hækki greiðslur til veiðimanna og samræmi þær.

10.Lausaganga búfjár

Málsnúmer 2307043Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf dagsett 6. júlí 2023 frá Bændasamtökum Íslands til Sambands íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélaga á Íslandi, varðandi lausagöngu/ágang búfjár.

11.Ósk um smölun ágangsfjár

Málsnúmer 2306231Vakta málsnúmer

Erindið áður á dagskrá 10. fundar landbúnaðarnefndar þann 5. júlí 2023 og varðar beiðni um smölun ágangsfjár úr heimalandi jarðarinnar Austari-Hóls í Flókadal. Kári Gunnarsson umhverfis- og landbúnaðarfulltrúi kynnti stöðu málsins.

Fundi slitið - kl. 11:08.