Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

151. fundur 09. júní 2010 kl. 13:30 í húsi Leiðbeiningarmiðstöðvarinnar, Skr.
Fundargerð ritaði: Sigurður Haraldsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
Dagskrá

1.Málefni búfjáreftirlits

Málsnúmer 1004083Vakta málsnúmer

Einar fór yfir það sem gerst hefur varaðandi þennan dagskrárlið, vísast um þau mál í trúnaðarbók.

2.Skýrsla um veiðar á ref og mink 2009

Málsnúmer 1006001Vakta málsnúmer

Einar greindi frá fundi með veiðimönnum í Varmahlíð 26. maí sl. en Ingibjörg og Sigríður gátu ekki mætt á þann fund. Nokkur umræða fór fram um veiðimálin. Einar dreifði uppgjöri á veiðum fyrir 2009 og áætlun fyrir 2010, sem var samþykkt af landbúnaðarnefnd, sem telur að þetta kerfi í veiðum sé sanngjarnt og hefur reynst vel.

3.Fjárhagsáætlun 2010 landbúnaðarnefnd

Málsnúmer 0911098Vakta málsnúmer

Farið var yfir fjárhagsáætlun til fjallskilasjóða 2010. Samtals úr sveitarsjóði 2.850.000 kr.

Fjárhagsáætlunin samþykkt samhljóða.

4.Dreifibréf til landeigenda í Skagafirði - girðingamál

Málsnúmer 1007009Vakta málsnúmer

Einar lagði fram drög að dreifibréfi til landeigenda í Skagafirði er varðaði girðingamál. Farið yfir drögin og gerðar nokkrar lagfæringar.

5.Skýrsla um girðingaúttekt 2009

Málsnúmer 1007010Vakta málsnúmer

Lögð fram skýrsla um girðingaúttekt 2009. Þar kemur fram að úttekt var gerð á 159 jörðum og greitt af Vegagerð 5.744.047 kr.

6.Kjör fulltrúa í fjallskilanefnd í Hóla- og Viðvíkurhreppum.

Málsnúmer 1006173Vakta málsnúmer

Einar upplýsti að Gunnar Guðmundsson óski eftir lausn úr fjallskilastjórn og Birgir Haraldsson óskar eftir að láta af umsjón með eignum sveitarfélgsins á Fjalli.

Báðum þessum heiðursmönnum þökkuð góð störf.

Fundi slitið.