Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

144. fundur 10. ágúst 2009 kl. 16:00 í Höfðaborg, Hofsósi
Fundargerð ritaði: Sigurður Haraldsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
Dagskrá

1.Þjóðlendukröfur

Málsnúmer 0801016Vakta málsnúmer





Til fundar voru boðaðar fjallskilanefndir á þeim svæðum sem málið varðar, Lögmannsstofa Suðurlands hefur tekið að sér að gæta hagsmuna fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð svo og þá bændur er þess óska.


Ólafur Björnsson lögm. hefur annast þá vinnu og var hann mættur til fundar ásamt Torfa Ragnari Sigurðssyni lögm. Einnig var Hjalti Þórðarson landfr. mættur á fundinn.



Einar E Einarsson formaður landbúnaðarnefndar setti fundinn og kynnti tilefni hans, eins og framan greinir.



Ólafur lagði fram kort af svæðunum og fór yfir þær línur og kröfur, sem Óbyggðanefnd setur þar fram, hann fór einnig yfir þau gögn sem þurfa til að andmæla kröfunum ef þess gerist þörf frá bændum og sveitarfélaginu.



Farið var yfir hvert afréttarsvæði fyrir sig og fjallskilanefndir á viðkomandi svæði gerður athugasemdir og bentu á villur, sem ber að leiðrétta í sumum af kortunum.



Allnokkur umræða fór fram um svokölluð sellönd í afrétti og talin fylgja nokkrum jörðum í Deildardal og Ósandshlíð, talin ástæða til að skoða rétt jarðanna til þeirra ef einhver er.



Ólafur tók niður ábendingar og leiðréttingar frá fundarmönnum.


Óbyggðanefnd er væntanleg um næstu mánaðarmót og fer þá með heimamönnum um afréttarsvæðin.



Eftirtaldir voru mættir á fundinn:




Eggert Jóhannsson Felli Hofshreppi


Torfi Ragnar Sigurðsson lögm. Selfossi


Ólafur Björnsson lögm. Selfossi


Mette Mannseth Þúfum Óslandshlíð


Gísli Gíslason Þúfum Óslandshlíð


Jón E. Kjartansson Hliðarenda


Gunnar Guðmundsson Víðinesi


Loftur Guðmundsson Melstað


Guðmundur Jónsson Óslandi


Hjalti Þórðarson Marbæli Óslandshlíð


Guðrún H. Þorvaldsdóttir Vatni


Jóhannes H. Ríkharðsson Brúnastöðum


Viðar Pétursson Hraunum


Gestur Stefánsson Arnarstöðum


Sigurður Haraldsson starfsm. landbúnaðarnefndar



Einar þakkaði gagnlegan fund og sagði fundi slitið.


Fundi slitið.