Fara í efni

Landbúnaðarnefnd Svf. Skagafjarðar

213. fundur 20. október 2020 kl. 15:00 - 16:00 með fjarfundabúnaði
Nefndarmenn
  • Jóhannes H Ríkharðsson aðalm.
  • Jóel Þór Árnason aðalm.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson aðalm.
  • Jón Sigurjónsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Arnór Gunnarsson starfsmaður landbúnaðarnefndar
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjálmálasviðs
Dagskrá
Sameiginleigur fundur með riðunefnd Akrahrepps.
Fundarmenn og gestir:
Stefán Magnússon, Gunnar Sigurðsson, Eyþór Einarsson, Einar Gunnarsson, Drífa Árnadóttir, Hrefna Jóhannesdóttir og Jón Kolbeinn Jónsson.

1.Tilkynning um riðutilfelli

Málsnúmer 2010135Vakta málsnúmer

Sameiginlegur fundur landbúnaðarnefndar með riðunefnd Akrahrepps, sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar, oddvita Akrahrepps og héraðsdýralækni.
Fundurinn var haldinn í gegnum fjarfundabúnað. Jón Kolbeinn Jónsson héraðsdýralæknir sagði frá nýlegu riðusmiti sem fannst á bænum Stóru-Ökrum 1 (Brekkukoti) í Akrahreppi sem tilheyrir svokölluðu Tröllaskagahólfi sauðfjárvarna. Nokkrar umræður sköpuðust og svaraði Jón Kolbeinn fyrirspurnum fundarmanna. Fundarmenn brýna sauðfjárbændur til að halda vöku sinni í baráttunni við riðu og aðra smitsjúkdóma er á sauðfé herja.

Fundi slitið - kl. 16:00.